Kornabarn keypti traktorsgröfu á netuppboði 23. maí 2009 09:41 Hjón á Nýja Sjálandi lentu næstum því í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að þriggja ára dóttir þeirra keypti traktorsgröfu á netuppboði. Dóttirin Pipi Quinlan var að þjálfa nethæfileika sína á meðan foreldrar hennar sváfu síðla kvölds. Hjónin vissu ekki af þessu fyrr en þeim barst reikningur í tölvupósti þar sem þá voru krafin um 8.000 pund, eða rúmlega 1,6 milljón kr. frá seljenda gröfunnar, að því er segir í frétt á BBC. Sarah móðir Pipi hafði skilið tölvuna eftir í gangi þegar hún fór að sofa með fyrrgreindum afleiðingum. Seljandinn hefur ákveðið að falla frá kröfu sinni. Sarah segir í samtali við BBC að hún hafi verið að leita að leikföngum á netinu og notað sjálfvirka innskráningu á uppboðsvefinn. Hún hefði svo orðið fyrir áfali næsta dag þegar reikningurinn birtist. „Þetta var ekki alveg það sem ég átti von á," segir hún. Pipi hafði verið leyft að nota tölvuna í fyrsta sinn vikuna áður. „Þetta hefur samt verið skemmtilegt og Pipi er orðin nokkuð þekkt vegna málsins." Sarah bætir því við að í framhaldinu hafi þau hjónin eytt öllum sjálfvirkum innskráningum í tölvunni sinni. Hún hvetur aðra foreldra til að gera slíkt hið sama. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hjón á Nýja Sjálandi lentu næstum því í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að þriggja ára dóttir þeirra keypti traktorsgröfu á netuppboði. Dóttirin Pipi Quinlan var að þjálfa nethæfileika sína á meðan foreldrar hennar sváfu síðla kvölds. Hjónin vissu ekki af þessu fyrr en þeim barst reikningur í tölvupósti þar sem þá voru krafin um 8.000 pund, eða rúmlega 1,6 milljón kr. frá seljenda gröfunnar, að því er segir í frétt á BBC. Sarah móðir Pipi hafði skilið tölvuna eftir í gangi þegar hún fór að sofa með fyrrgreindum afleiðingum. Seljandinn hefur ákveðið að falla frá kröfu sinni. Sarah segir í samtali við BBC að hún hafi verið að leita að leikföngum á netinu og notað sjálfvirka innskráningu á uppboðsvefinn. Hún hefði svo orðið fyrir áfali næsta dag þegar reikningurinn birtist. „Þetta var ekki alveg það sem ég átti von á," segir hún. Pipi hafði verið leyft að nota tölvuna í fyrsta sinn vikuna áður. „Þetta hefur samt verið skemmtilegt og Pipi er orðin nokkuð þekkt vegna málsins." Sarah bætir því við að í framhaldinu hafi þau hjónin eytt öllum sjálfvirkum innskráningum í tölvunni sinni. Hún hvetur aðra foreldra til að gera slíkt hið sama.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira