Viðskipti erlent Apple stöðvar sölu á iPhone í Kína vegna uppþots Tölvurisinn Apple hefur ákveðið að stöðva sölu á iPhone símunum vinsælu í Kína eftir að til uppþots kom þegar nýjasti síminn, iPhone 4s var kynntur í höfuðborginni Beijing. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan búðina. Þegar búðin opnaði ekki á áður auglýstum tíma brutust út mikil ólæti. Meðal annars létu menn eggjum rigna á búðina. Apple ákvað að hætta við opnun búðarinnar og nú hefur fyrirtækið gefið út yfirlýsingu að allar Apple vörur verði teknar úr sölu um tíma. Viðskiptavinir geta þó enn keypt símana eftirsóttu í gegnum netið. Viðskipti erlent 13.1.2012 10:30 Asda hætt við að kaupa ráðandi hlut í Iceland Verslunarkeðjan Asda á Bretlandseyjum, sem er í eigu Wal-Mart, er hætt við að kaupa ráðandi hlut í verslunarkeðjunni Iceland Foods, sem er að mestu í eigu skilanefnda Landsbankans og Glitnis. Viðskipti erlent 13.1.2012 09:55 Hvernig græðir Goldman Sachs svona mikið? Enginn banki sem er með höfuðstöðvar á Wall Street hefur skilað meiri hagnaði en fjárfestingabankinn Goldman Sachs. En hvernig verður allur þessi gróði til? Viðskipti erlent 13.1.2012 08:00 Biður um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna að nýju Skuldaþak Bandaríkjanna er aftur að komast yfir lögbundin mörk. Því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti sent beiðni til þingsins um heimild til að hækka skuldaþakið að nýju. Viðskipti erlent 13.1.2012 07:23 Icelandair Group semur við Skýrr Icelandair Group hefur samið við Skýrr um innleiðingu á Microsoft-heildarlausn fyrir tölvupóst og hópvinnu, skjöl, gæðamál og samskipti. Icelandair Group er 2.500 manna samstæða níu fyrirtækja í flugi og ferðaþjónustu, sem starfa um allan heim. Viðskipti erlent 12.1.2012 21:52 Milljarður Facebook-notenda í ágúst Facebook notendur munu verða milljarður talsins í ágúst á þessu ári. Rúmlega 800 milljón notendur eru skráðir á Facebook í dag. Viðskipti erlent 12.1.2012 20:28 Stórfelld svik Skota við makrílveiðar Fjórir skipstjórar hafa játað fyrir yfirrétti í Edinborg að hafa veitt rangar upplýsingar um landaðan afla að verðmæti 8 milljónir punda eða um 1,5 milljarða kr. Áður höfðu 17 aðrir og tvö fiskvinnslufyrirtæki verið sakfelld fyrir sambærileg brot. Viðskipti erlent 12.1.2012 09:49 Góð söluaukning hjá House of Fraser Breska verslunarkeðjan House of Fraser jók sölu sína um 11% á síðustu fimm vikunum fyrir síðustu jól samanborið við sama tímabil árið áður. Það sem einkum olli þessari söluaukningu var netverslun keðjunnar en þar jókst veltan um 124% milli ára. Viðskipti erlent 12.1.2012 09:30 Ætla að dæla 14 milljónum tunna af olíu á dag á markaðinn Háttsettar heimildir innan Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar herma að þar sé nú rætt um áætlun sem feli í sér að 14 milljónir tunna af olíu verði settar á markað daglega ef Íranir gera alvöru úr hótunum sínum um að loka Hormuz sundi. Viðskipti erlent 12.1.2012 07:04 Heimsins stærsti iPod hátalari - iNuke Hljómburðarunnendur geta fagnað því raftækjaframleiðandinn Behringer hefur opinberað stærsta iPod hátalara veraldar. Tækið er rúmlega 400 kíló að þyngd og kostar tæpar 4 milljónir íslenskar krónur. Viðskipti erlent 11.1.2012 23:33 Twitter og Google takast á Talsmenn samskiptasíðunnar Twitter hafa lýst yfir óánægju með þær breytingar sem tæknifyrirtækið Google hefur gert á leitarvél sinni. Niðurstöður leitarvélarinnar munu nú birta upplýsingar af samskiptasíðunni Google+. Viðskipti erlent 11.1.2012 19:51 Appelsínusafinn aldrei verið dýrari Appelsínusafi hefur aldrei verið dýrari á heimsmörkuðum en nú um stundir. Helstu ástæður hækkunarinnar eru áhyggjur vegna safa frá Brasilíu sem sagður er innihalda ólöglegt sveppaeitur og nokkur kuldatíð í Flórída sem hefur áhrif á uppskeruna þar. Brasilía er stærsti framleiðandi appelsínusafa í heiminum og því koma fréttirnar af sveppaeitrinu sér illa fyrir útflytjendur. Appelsínusafi hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum. Viðskipti erlent 11.1.2012 15:11 Berlingske hættir útgáfu fríblaðsins Urban Fjölmiðlarisinn Berlingske Media í Danmörku hefur ákveðið að hætta útgáfu fríblaðsins Urban. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi í dag en 87 starfsmönnum verður sagt upp. Ástæðan sem útfefandinn gefur eru sparðaðaraðgerðir. Síðasta tölublaðið kemur út á morgun en útgáfan hófst í september 2001. Á tímabili var blaðinu dreift í tæpum 200 þúsund eintökum. Viðskipti erlent 11.1.2012 15:10 Veldu bestu vefsíður ársins - kosning hafin til Nexpo-vefverðlaunanna Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Fram til 25. janúar verður opið fyrir atkvæði almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo. Viðskipti erlent 11.1.2012 11:15 Heimsmarkaðsverð á áli aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið og hefur raunar hækkað um tæp 10% á undanförnum mánuði. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:55 Dress Up Games malar gull - 300 milljónir í hagnað á þremur árum Dress Up Games ehf. hagnaðist um 88,3 milljónir króna á árinu 2010. Á árunum 2008 og 2009 nam hagnaður félagsins samtals um 213 milljónum króna. Það hefur því hagnast um rúmlega 300 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Þetta kemur fram í síðustu ársreikningum Dress Up Games ehf. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:34 Samdráttur í Þýskalandi Um 0,25% samdráttur varð á landsframleiðslu í Þýskalandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt opinberum tölum þar í landi. um 3% hagvöxtur varð í landinu þegar horft er á árið í heild, en hagvöxturinn mun hafa verið mestur fyrri hluta ársins. Tölur Hagstofunnar í Þýskalandi benda til þess að ástæður hagvaxtarins megi að mestu leyti rekja til innanlandseftirspurnar. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:17 Norðmenn fundu olíu sem er 40.000 milljarða virði í fyrra Nú er ljóst að norska olíuævintýrið mun standa fram til ársins 2060. Fyrir tveimur árum voru Norðmenn hinsvegar farnir að óttast að ævintýrinu myndi ljúka á næstu árum. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:07 Góð söluaukning hjá Iceland í jólaösinni Salan hjá Iceland Foods verslunarkeðjunni á Bretlandseyjum jókst um rúmlega 11% á þriggja mánaða tímabili fram að jóladag í lok síðasta árs. Viðskipti erlent 11.1.2012 09:46 Tugmilljarða skaðabótamál ógna Pandóru Skartgripafyrirtækið Pandora á yfir höfði sér skaðabótamál sem gætu numið yfir milljarði danskra króna eða yfir 20 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.1.2012 09:02 Mafían orðin stærsti banki Ítalíu vegna kreppunnar Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Viðskipti erlent 11.1.2012 06:54 Forstjóri Apple með hærri tekjur en Twitter Tim Cook er hæst launaði framkvæmdarstjóri veraldar en hann fékk 378 milljónir dollara í laun fyrir störf sín hjá Apple á síðasta ári. Árstekjur Cooks eru þannig meiri en tekjur samskiptasíðunnar Twitter. Viðskipti erlent 10.1.2012 20:35 Ryðgað gamalt mótorhjól talið 10 milljóna virði Búist er við að um 10 milljónir króna fáist fyrir rúmlega aldargamalt ryðgað mótorhjól þegar það verðu selt á uppboði í Las Vegas um næstu helgi. Viðskipti erlent 10.1.2012 10:37 Uppsveifla á Evrópumörkuðum Töluverð uppsveifla hefur verið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1%, Dax vísitalan í Frankfurt um 2% og Cac 40 vísitalan í París um tæp 2%. Viðskipti erlent 10.1.2012 10:04 Alcoa hagnaðist um 76 milljarða í fyrra Þrátt fyrir töluvert tap á fjórða ársfjórðungi í fyrra varð góður hagnaður á árinu í heild hjá álrisanum Alcoa móðurfélagi Fjarðaráls. Hagnaður ársins nam 614 milljónum dollara eða um 76 milljarðar króna sem er tvöfalt betri árangur en árið 2010. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:47 Kaupmáttur launa rýrnar verulega í Danmörku Ráðstöfunartekjur danskra fjölskyldna rýrnuðu um 6.000 danskar krónur eða yfir 120.000 krónur í fyrra miðað við árið 2010. Hér er miðað við fjögurra manna fjölskyldu sem á hús og bíl. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:39 Pálmasynir stefna á IKEA verslanir í Eistlandi og Lettlandi Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir, oft kenndir við Hagkaup, ætla sér að koma á fót IKEA verslunum í bæði Eistlandi og Lettlandi. Áður höfðu þeir bræður tilkynnt um byggingu IKEA verslunnar í Litháen. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:29 Koddahjal kostaði seðlabankastjóra Sviss starfið Gjaldeyrisbrask eiginkonu Philip Hildebrand formanns bankastjórnar Svissneska seðlabankans kostaði hann starfið. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:17 Stjórnarformaður seðlabanka Sviss segir af sér Stjórnarformaður Svissneska seðlabankans hefur sagt af sér í kjölfar hneykslismáls sem upp kom á dögunum. Í ljós kom að Hildebrand og kona hans höfðu hagnast umtalsvert á gjaldeyrisbraski. Viðskipti erlent 9.1.2012 15:53 Atvinnuleysi í ESB hefur aldrei verið meira í sögunni Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira í sögunni innan Evrópusambandsins en það var 10,3% í nóvember síðastliðnum. Viðskipti erlent 9.1.2012 10:14 « ‹ 194 195 196 197 198 199 200 201 202 … 334 ›
Apple stöðvar sölu á iPhone í Kína vegna uppþots Tölvurisinn Apple hefur ákveðið að stöðva sölu á iPhone símunum vinsælu í Kína eftir að til uppþots kom þegar nýjasti síminn, iPhone 4s var kynntur í höfuðborginni Beijing. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan búðina. Þegar búðin opnaði ekki á áður auglýstum tíma brutust út mikil ólæti. Meðal annars létu menn eggjum rigna á búðina. Apple ákvað að hætta við opnun búðarinnar og nú hefur fyrirtækið gefið út yfirlýsingu að allar Apple vörur verði teknar úr sölu um tíma. Viðskiptavinir geta þó enn keypt símana eftirsóttu í gegnum netið. Viðskipti erlent 13.1.2012 10:30
Asda hætt við að kaupa ráðandi hlut í Iceland Verslunarkeðjan Asda á Bretlandseyjum, sem er í eigu Wal-Mart, er hætt við að kaupa ráðandi hlut í verslunarkeðjunni Iceland Foods, sem er að mestu í eigu skilanefnda Landsbankans og Glitnis. Viðskipti erlent 13.1.2012 09:55
Hvernig græðir Goldman Sachs svona mikið? Enginn banki sem er með höfuðstöðvar á Wall Street hefur skilað meiri hagnaði en fjárfestingabankinn Goldman Sachs. En hvernig verður allur þessi gróði til? Viðskipti erlent 13.1.2012 08:00
Biður um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna að nýju Skuldaþak Bandaríkjanna er aftur að komast yfir lögbundin mörk. Því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti sent beiðni til þingsins um heimild til að hækka skuldaþakið að nýju. Viðskipti erlent 13.1.2012 07:23
Icelandair Group semur við Skýrr Icelandair Group hefur samið við Skýrr um innleiðingu á Microsoft-heildarlausn fyrir tölvupóst og hópvinnu, skjöl, gæðamál og samskipti. Icelandair Group er 2.500 manna samstæða níu fyrirtækja í flugi og ferðaþjónustu, sem starfa um allan heim. Viðskipti erlent 12.1.2012 21:52
Milljarður Facebook-notenda í ágúst Facebook notendur munu verða milljarður talsins í ágúst á þessu ári. Rúmlega 800 milljón notendur eru skráðir á Facebook í dag. Viðskipti erlent 12.1.2012 20:28
Stórfelld svik Skota við makrílveiðar Fjórir skipstjórar hafa játað fyrir yfirrétti í Edinborg að hafa veitt rangar upplýsingar um landaðan afla að verðmæti 8 milljónir punda eða um 1,5 milljarða kr. Áður höfðu 17 aðrir og tvö fiskvinnslufyrirtæki verið sakfelld fyrir sambærileg brot. Viðskipti erlent 12.1.2012 09:49
Góð söluaukning hjá House of Fraser Breska verslunarkeðjan House of Fraser jók sölu sína um 11% á síðustu fimm vikunum fyrir síðustu jól samanborið við sama tímabil árið áður. Það sem einkum olli þessari söluaukningu var netverslun keðjunnar en þar jókst veltan um 124% milli ára. Viðskipti erlent 12.1.2012 09:30
Ætla að dæla 14 milljónum tunna af olíu á dag á markaðinn Háttsettar heimildir innan Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar herma að þar sé nú rætt um áætlun sem feli í sér að 14 milljónir tunna af olíu verði settar á markað daglega ef Íranir gera alvöru úr hótunum sínum um að loka Hormuz sundi. Viðskipti erlent 12.1.2012 07:04
Heimsins stærsti iPod hátalari - iNuke Hljómburðarunnendur geta fagnað því raftækjaframleiðandinn Behringer hefur opinberað stærsta iPod hátalara veraldar. Tækið er rúmlega 400 kíló að þyngd og kostar tæpar 4 milljónir íslenskar krónur. Viðskipti erlent 11.1.2012 23:33
Twitter og Google takast á Talsmenn samskiptasíðunnar Twitter hafa lýst yfir óánægju með þær breytingar sem tæknifyrirtækið Google hefur gert á leitarvél sinni. Niðurstöður leitarvélarinnar munu nú birta upplýsingar af samskiptasíðunni Google+. Viðskipti erlent 11.1.2012 19:51
Appelsínusafinn aldrei verið dýrari Appelsínusafi hefur aldrei verið dýrari á heimsmörkuðum en nú um stundir. Helstu ástæður hækkunarinnar eru áhyggjur vegna safa frá Brasilíu sem sagður er innihalda ólöglegt sveppaeitur og nokkur kuldatíð í Flórída sem hefur áhrif á uppskeruna þar. Brasilía er stærsti framleiðandi appelsínusafa í heiminum og því koma fréttirnar af sveppaeitrinu sér illa fyrir útflytjendur. Appelsínusafi hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum. Viðskipti erlent 11.1.2012 15:11
Berlingske hættir útgáfu fríblaðsins Urban Fjölmiðlarisinn Berlingske Media í Danmörku hefur ákveðið að hætta útgáfu fríblaðsins Urban. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi í dag en 87 starfsmönnum verður sagt upp. Ástæðan sem útfefandinn gefur eru sparðaðaraðgerðir. Síðasta tölublaðið kemur út á morgun en útgáfan hófst í september 2001. Á tímabili var blaðinu dreift í tæpum 200 þúsund eintökum. Viðskipti erlent 11.1.2012 15:10
Veldu bestu vefsíður ársins - kosning hafin til Nexpo-vefverðlaunanna Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Fram til 25. janúar verður opið fyrir atkvæði almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo. Viðskipti erlent 11.1.2012 11:15
Heimsmarkaðsverð á áli aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið og hefur raunar hækkað um tæp 10% á undanförnum mánuði. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:55
Dress Up Games malar gull - 300 milljónir í hagnað á þremur árum Dress Up Games ehf. hagnaðist um 88,3 milljónir króna á árinu 2010. Á árunum 2008 og 2009 nam hagnaður félagsins samtals um 213 milljónum króna. Það hefur því hagnast um rúmlega 300 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Þetta kemur fram í síðustu ársreikningum Dress Up Games ehf. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:34
Samdráttur í Þýskalandi Um 0,25% samdráttur varð á landsframleiðslu í Þýskalandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt opinberum tölum þar í landi. um 3% hagvöxtur varð í landinu þegar horft er á árið í heild, en hagvöxturinn mun hafa verið mestur fyrri hluta ársins. Tölur Hagstofunnar í Þýskalandi benda til þess að ástæður hagvaxtarins megi að mestu leyti rekja til innanlandseftirspurnar. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:17
Norðmenn fundu olíu sem er 40.000 milljarða virði í fyrra Nú er ljóst að norska olíuævintýrið mun standa fram til ársins 2060. Fyrir tveimur árum voru Norðmenn hinsvegar farnir að óttast að ævintýrinu myndi ljúka á næstu árum. Viðskipti erlent 11.1.2012 10:07
Góð söluaukning hjá Iceland í jólaösinni Salan hjá Iceland Foods verslunarkeðjunni á Bretlandseyjum jókst um rúmlega 11% á þriggja mánaða tímabili fram að jóladag í lok síðasta árs. Viðskipti erlent 11.1.2012 09:46
Tugmilljarða skaðabótamál ógna Pandóru Skartgripafyrirtækið Pandora á yfir höfði sér skaðabótamál sem gætu numið yfir milljarði danskra króna eða yfir 20 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.1.2012 09:02
Mafían orðin stærsti banki Ítalíu vegna kreppunnar Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Viðskipti erlent 11.1.2012 06:54
Forstjóri Apple með hærri tekjur en Twitter Tim Cook er hæst launaði framkvæmdarstjóri veraldar en hann fékk 378 milljónir dollara í laun fyrir störf sín hjá Apple á síðasta ári. Árstekjur Cooks eru þannig meiri en tekjur samskiptasíðunnar Twitter. Viðskipti erlent 10.1.2012 20:35
Ryðgað gamalt mótorhjól talið 10 milljóna virði Búist er við að um 10 milljónir króna fáist fyrir rúmlega aldargamalt ryðgað mótorhjól þegar það verðu selt á uppboði í Las Vegas um næstu helgi. Viðskipti erlent 10.1.2012 10:37
Uppsveifla á Evrópumörkuðum Töluverð uppsveifla hefur verið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1%, Dax vísitalan í Frankfurt um 2% og Cac 40 vísitalan í París um tæp 2%. Viðskipti erlent 10.1.2012 10:04
Alcoa hagnaðist um 76 milljarða í fyrra Þrátt fyrir töluvert tap á fjórða ársfjórðungi í fyrra varð góður hagnaður á árinu í heild hjá álrisanum Alcoa móðurfélagi Fjarðaráls. Hagnaður ársins nam 614 milljónum dollara eða um 76 milljarðar króna sem er tvöfalt betri árangur en árið 2010. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:47
Kaupmáttur launa rýrnar verulega í Danmörku Ráðstöfunartekjur danskra fjölskyldna rýrnuðu um 6.000 danskar krónur eða yfir 120.000 krónur í fyrra miðað við árið 2010. Hér er miðað við fjögurra manna fjölskyldu sem á hús og bíl. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:39
Pálmasynir stefna á IKEA verslanir í Eistlandi og Lettlandi Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir, oft kenndir við Hagkaup, ætla sér að koma á fót IKEA verslunum í bæði Eistlandi og Lettlandi. Áður höfðu þeir bræður tilkynnt um byggingu IKEA verslunnar í Litháen. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:29
Koddahjal kostaði seðlabankastjóra Sviss starfið Gjaldeyrisbrask eiginkonu Philip Hildebrand formanns bankastjórnar Svissneska seðlabankans kostaði hann starfið. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:17
Stjórnarformaður seðlabanka Sviss segir af sér Stjórnarformaður Svissneska seðlabankans hefur sagt af sér í kjölfar hneykslismáls sem upp kom á dögunum. Í ljós kom að Hildebrand og kona hans höfðu hagnast umtalsvert á gjaldeyrisbraski. Viðskipti erlent 9.1.2012 15:53
Atvinnuleysi í ESB hefur aldrei verið meira í sögunni Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira í sögunni innan Evrópusambandsins en það var 10,3% í nóvember síðastliðnum. Viðskipti erlent 9.1.2012 10:14