Viðskipti erlent

MacBook Air valin fartölva ársins 2011

Fartölvan MacBook Air.
Fartölvan MacBook Air. mynd/AFP
Ritstjórar tæknifréttasíðunnar Engadget hafa birt val sitt á græjum ársins 2011. Snjallsími Samsung, Galaxy Nexus, var valinn sími ársins. Þá var MacBook Air valin fartölva ársins.

Engadget er ein vinsælasta tæknifréttasíða veraldar og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir umfjallanir sínar.

Ritstjórum síðunnar er fátt óviðkomandi og var græjunum skipt í 15 flokka.

Tæknirisinn Apple sigraði í þremur flokkum. Þá var iPad valin spjaldtölva ársins og iMac valin tölva ársins.

Lesbretti ársins var Kindle Fire frá vefversluninni Amazon.

Þá var Xbox 360 kosin leikjatölva ársins og ryksugan Roomba 7000 valin vélmenni ársins.

Versta græja ársins var snjallsíminn Thunderbolt sem framleiddur er af HTC.

Hægt er að skoða niðurstöður kosninganna hér ásamt umfjöllun um tækin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×