Viðskipti erlent

Michael Jordan vill 3,6 milljarða fyrir heimilið sitt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Jordan er vellauðugur eftir glæstan körfuboltaferil.
Michael Jordan er vellauðugur eftir glæstan körfuboltaferil. mynd/ getty.
Körfuboltastjarnan Michael Jordan hefur sett heimilli sitt til margra ára í Highland Park í Chicago á sölu. Ásett verð á húsinu, eða höllinni öllu heldur, eru 29 milljónir bandaríkjadala. Það jafngildir litlum 3,6 milljörðum króna.

Jordan er af mörgum talinn allra besti körfuboltamaður sögunnar. Hann hefur búið í höllinni, sem er 5200 fermetrar að stærð, í meira en fimmtán ár, eftir þvi sem fram kemur á vef Wall Street Journal.

Húsið er byggt á árunum 1993 og 1995, eða á þeim tíma sem Jordan tók sér frí frá körfubolta til að sinna hafnarboltaáhuga sínum. Í húsinu eru níu svefnherbergi, minnst 15 baðherbergi og fjórir arnar.

Hægt er að skoða húsið með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×