Viðskipti erlent

Apple stefnt fyrir dómstólum í Kaliforníu vegna "iPad"

Proview vonast til þess að fá lögbann á vörumerkið og koma þannig í veg fyrir að Apple selji spjaldtölvu sína undir nafninu „iPad."
Proview vonast til þess að fá lögbann á vörumerkið og koma þannig í veg fyrir að Apple selji spjaldtölvu sína undir nafninu „iPad." mynd/AP
Enn á ný neyðist tæknirisinn Apple til að verja rétt sinn til að nota vörumerkið „iPad." En nú fer baráttan ekki fram í dómsal í Kína heldur í Kaliforníu.

Kínverska fyrirtækið Proview, sem heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í óleyfi, hefur stefnt Apple fyrir dómstólum í Santa Clara í Kaliforníu.

Proview vonast til þess að fá lögbann á vörumerkið og koma þannig í veg fyrir að Apple selji spjaldtölvu sína undir nafninu „iPad."

Fyrri tilraun Proview heppnaðist ekki en málinu var frestað af dómstólum í Sjanghæ í síðustu viku.

Proview heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í leyfisleysi. Fyrirtækin stóðu í samningaviðræðum árið 2009 og er nú deilt um hvort að samningurinn hafi verið réttmætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×