Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn skammtar bönkum 530 milljarða evra

mynd/AP
Evrópski seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hafi lánað tæpar 530 milljarða evra til 800 lántakenda. Lánin eru til þriggja ára og er þau liður í verkefnaáætlun seðlabankans til að stemma stigum við áhrifum efnahagskreppunnar.

Lántakendurnir eru í flestum tilvikum bankar sem eiga í vandræðum með að greiða af skuldum sínum. Þá vonast seðlabankinn til þess að fjármagnið eigi eftir að örva lántöku einstaklinga í Evrópu.

Þetta er í annað skiptið á þremur mánuðum sem seðlabankinn dælir fjármagni í efnahag Evrópu en bankinn lánaði 489 milljarða evra til rúmlega 500 banka í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×