Viðskipti erlent

Twitch bannar fjár­hættu­spila­streymi

Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið.

Viðskipti erlent

Allt það helsta frá haustkynningu Apple

Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjar vörur á árlegri kynningu fyrirtækisins. Þar á meðal var kynntur nýr sími, ný snjallúr og ný heyrnartól. Eins og gengur og gerist þá vöktu nýju tækin og tólin  mikla athygli.

Viðskipti erlent

Horfðu á kynningu Apple: Opinbera iPhone 14

Forsvarsmenn tæknirisans Apple ætla að kynna iPhone 14 á árlegri kynningu fyrirtækisins í dag. Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“ en starfsmenn Apple hafa varist allra fregna af því hvað til stendur að kynna í dag, auk nýs síma.

Viðskipti erlent

Fjámagns­inn­spýting til Truth Social á bið

Samfélagsmiðill fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, Truth social, virðist vera í vanda staddur en fjárfesting upp á marga milljarða hafi ekki skilað sér vegna rannsóknar á henni. Áform um að færa móðurfélag Truth Social, Trump Media and Technology Group á opinberan markað séu því í hættu.

Viðskipti erlent

Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum.

Viðskipti erlent

Musk vísar í uppljóstrara í nýju bréfi til Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréfi í gær þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Vísaði hann til ummæla uppljóstrarans Peiter Zatko, sem starfaði áður sem öryggisstjóri Twitter og sagði fyrirtækið hafa brotið gegn skilmálum kaupsamningsins, séu ásakanir Zatkos sannar.

Viðskipti erlent

Goog­le fegri upp­lýsingar um mengum vegna flug­ferða

Leitarvélin og tæknirisinn Google hefur verið sakaður um það að fegra magn mengunar sem komi frá flugum sem finnist í flugleitarkima leitarvélarinnar. Leitarniðurstöður Google hafi nú í einhvern tíma birt hversu mikil mengun eða magn gróðurhúsalofttegunda komi frá hverju flugi fyrir sig.

Viðskipti erlent

Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld.

Viðskipti erlent

Streymisstríðið tekur stakkaskiptum

Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði.

Viðskipti erlent

Fé­lagi Davíðs barst til­boð um sam­runa

Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur.

Viðskipti erlent

Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum

Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn.

Viðskipti erlent

Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð

Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum.

Viðskipti erlent