Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 15:37 Maður gengur fram hjá gjaldeyrisskiptastöð í Moskvu í gær. Dollarinn fór yfir hundrað rúblur. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra. Stýrivextir í Rússlandi eru nú tólf prósent eftir hækkunina. Gengi rúblunnar hefur veikst um meira en þriðjung frá upphafi árs og hefur ekki verið lægra í tæpa sautján mánuði. Rúblan styrkti sig aðeins eftir að tilkynnt var um hækkunina en lækkaði aftur eftir því sem leið á daginn, að sögn AP-fréttastofunnar. Maksim Oreshkin, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútín forseta, kenndi slælegri peningamálastjórn um veikt gengi gjaldmiðilsins í skoðanagrein í gær. Seðlabankinn hefði öll nauðsynleg verkfæri til þess að ná tökum á ástandinu. Vaxandi útgjöld til hernaðarmála og íþyngjandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja vegna innrásarinnar eru sagðar taka sinn toll af rússneska hagkerfinu. Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða mælist 7,6 prósent. Seðlabankinn hafði áður hækkað stýrivexti sína um eitt prósentustig í síðasta mánuði til þess að stemma stigu við verðhækkunum. Rússland Fjármálamarkaðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stýrivextir í Rússlandi eru nú tólf prósent eftir hækkunina. Gengi rúblunnar hefur veikst um meira en þriðjung frá upphafi árs og hefur ekki verið lægra í tæpa sautján mánuði. Rúblan styrkti sig aðeins eftir að tilkynnt var um hækkunina en lækkaði aftur eftir því sem leið á daginn, að sögn AP-fréttastofunnar. Maksim Oreshkin, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútín forseta, kenndi slælegri peningamálastjórn um veikt gengi gjaldmiðilsins í skoðanagrein í gær. Seðlabankinn hefði öll nauðsynleg verkfæri til þess að ná tökum á ástandinu. Vaxandi útgjöld til hernaðarmála og íþyngjandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja vegna innrásarinnar eru sagðar taka sinn toll af rússneska hagkerfinu. Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða mælist 7,6 prósent. Seðlabankinn hafði áður hækkað stýrivexti sína um eitt prósentustig í síðasta mánuði til þess að stemma stigu við verðhækkunum.
Rússland Fjármálamarkaðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira