Enn hækkar Disney verð Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2023 17:12 Reikna má með að verðhækkun taki gildi í Evrópu í október. GETTY/BUDRUL CHUKRUT Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið. The Walt Disney Company birti fjárhagsuppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í gær sem sýnir tekjusamdrátt hjá flestum rekstrarsviðum fyrir utan skemmtigarða fyrirtækisins. Í október mun verðið á Disney+ áskrift án auglýsinga í Bandaríkjunum fara úr 10,99 bandaríkjadölum í 13,99. Í desember síðastliðnum hækkaði sama áskriftarleið úr 7,99 í 10,99 bandaríkjadali. Samkvæmt The Irish Times mun verðið til írskra notanda hækka úr 8,99 evrum í 10,99 á mánuði frá og með 1. nóvember. Þá mun fólk greiða 109,90 evrur fyrir árið í stað 89,90 en báðar hækkanirnar taka gildi fyrir núverandi áskrifendur þann 6. desember. Má ráðgera að sama hækkun eigi sér stað víðar í Evrópu, þar á meðal á Íslandi, þar sem fólk greiðir í dag 8,99 evrur á mánuði. Gera atlögu að frífarþegum Disney býður upp á ódýrari áskriftarleið með auglýsingum í vissum löndum og verður verð hennar áfram 7,99 bandaríkjadalir á Bandaríkjamarkaði. Að sögn Bob Iger, forstjóra Disney, er markmiðið með verðbreytingunum að ýta fleirum í átt að ódýrari áskriftarleiðinni þar sem auglýsingatekjur Disney séu að aukast. Disney stefnir á að bjóða upp á sambærilega auglýsingaleið í Evrópu á næstu misserum fyrir 5,99 evrur á mánuði, þar á meðal í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og á Spáni. Stjórnendur Disney greindu frá því í gær að eitt prósent samdráttur hafi sést í fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum og Kanada á síðasta ársfjórðungi. Á sama tíma hafi áskrifendum erlendis fjölgað um tvö prósent. Iger gaf sömuleiðis til kynna að til stæði að ráðast í aðgerðir til að fækka þeim notendum sem deila einstaklingsaðgangi með öðrum. Hefur sú stefna nýverið hjálpað Netflix að bæta við sig milljónum nýrra áskrifenda. Rekstur Disney+ skilaði tapi upp á 512 milljónir bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi, sem lauk 1. júlí, og hefur fyrirtækið nú tapað yfir 11 milljörðum bandaríkjadala á streymisveitunni frá því að hún opnaði árið 2019. Nemur tapið um 1.450 milljörðum íslenskra króna. Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10. ágúst 2022 21:00 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
The Walt Disney Company birti fjárhagsuppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í gær sem sýnir tekjusamdrátt hjá flestum rekstrarsviðum fyrir utan skemmtigarða fyrirtækisins. Í október mun verðið á Disney+ áskrift án auglýsinga í Bandaríkjunum fara úr 10,99 bandaríkjadölum í 13,99. Í desember síðastliðnum hækkaði sama áskriftarleið úr 7,99 í 10,99 bandaríkjadali. Samkvæmt The Irish Times mun verðið til írskra notanda hækka úr 8,99 evrum í 10,99 á mánuði frá og með 1. nóvember. Þá mun fólk greiða 109,90 evrur fyrir árið í stað 89,90 en báðar hækkanirnar taka gildi fyrir núverandi áskrifendur þann 6. desember. Má ráðgera að sama hækkun eigi sér stað víðar í Evrópu, þar á meðal á Íslandi, þar sem fólk greiðir í dag 8,99 evrur á mánuði. Gera atlögu að frífarþegum Disney býður upp á ódýrari áskriftarleið með auglýsingum í vissum löndum og verður verð hennar áfram 7,99 bandaríkjadalir á Bandaríkjamarkaði. Að sögn Bob Iger, forstjóra Disney, er markmiðið með verðbreytingunum að ýta fleirum í átt að ódýrari áskriftarleiðinni þar sem auglýsingatekjur Disney séu að aukast. Disney stefnir á að bjóða upp á sambærilega auglýsingaleið í Evrópu á næstu misserum fyrir 5,99 evrur á mánuði, þar á meðal í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og á Spáni. Stjórnendur Disney greindu frá því í gær að eitt prósent samdráttur hafi sést í fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum og Kanada á síðasta ársfjórðungi. Á sama tíma hafi áskrifendum erlendis fjölgað um tvö prósent. Iger gaf sömuleiðis til kynna að til stæði að ráðast í aðgerðir til að fækka þeim notendum sem deila einstaklingsaðgangi með öðrum. Hefur sú stefna nýverið hjálpað Netflix að bæta við sig milljónum nýrra áskrifenda. Rekstur Disney+ skilaði tapi upp á 512 milljónir bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi, sem lauk 1. júlí, og hefur fyrirtækið nú tapað yfir 11 milljörðum bandaríkjadala á streymisveitunni frá því að hún opnaði árið 2019. Nemur tapið um 1.450 milljörðum íslenskra króna.
Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10. ágúst 2022 21:00 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10. ágúst 2022 21:00
Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31