Ósáttir við fullyrðingar um iPhone geislun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 15:18 Apple segir geislunarpróf franskra yfirvalda algjörlega sér á báti. iPhone 12 hafði verið til sölu í þrjú ár áður en frönsk stjórnvöld felldu hann á prófi. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Apple hefur heitið því að uppfæra hugbúnað í iPhone 12 snjallsímum sínum í Frakklandi eftir að frönsk stjórnvöld felldu vöruna á sérstöku geislunarprófi. Fyrirtækið segist hinsvegar ekki sættast á niðurstöður franskra yfirvalda. Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins. Apple Frakkland Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins.
Apple Frakkland Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent