Ítalía leggur 40 prósent „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:54 „Lífskjörin eru ekki vandamálið, heldur kapítalisminn!“ stendur graffað á vegg í Róm. Getty/Corbis/Stefano Montesi Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja 40 prósent skatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Þau segja skatttekjurnar verða nýttar til þess að koma til móts við fjölskyldur landsins, sem hafa verið leiknar grátt af ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkunum hafa lækkað um allt að átta prósent eftir að tilkynnt var um skattinn. Áætlað virði þeirra er sagt hafa lækkað um 9,5 milljarða evra frá því að markaðir opnuðu. Það svarar til tæplega 1400 milljarða króna. Breaking news: Italy s rightwing coalition has surprised markets with the announcement of a 40% 'windfall' tax on banks https://t.co/ylBQrO2aPN pic.twitter.com/eo2aHXXDOP— Financial Times (@FinancialTimes) August 8, 2023 Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir ákvörðunina afleiðingu vaxtahækkana Seðlabanka Evrópu og gríðarlegs hagnaðar ítölsku bankana vegna vaxtamunarins. Umræddur hagnaður er sagður nema tæpum 20 prósentum af heildarhagnaði bankanna. Salvini hefur bent á að á sama tíma og vextir á lánum hafi hækkað gríðarlega hafi vextir á innistæðum varla hreyfst. Þannig hafi bankarnir hagnast gríðarlega, á sama tíma og lántekendur séu undir síauknum þrýstingi. Skattlagning af þessu tagi, af miklum hagnaði og til skamms tíma, hefur verið kölluð „hvalrekaskattur“ á íslensku en áköll um slíkan skatt hafa verið hávær síðustu misseri, til að mynda á Bretlandseyjum. Þar hafa aðgerðasinnar hvatt til þess að allur hagnaður stórfyrirtækja sem hafa hagnast á sama tíma og heimilin eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman verði skattlagður sérstaklega. Delighted to see that Italy has imposed a 40% windfall tax on the unearned profits banks are making from interest rates As @franboait told @guardian a 35% windfall tax on bank profits here in the UK would generate £67 billion over the next five years!https://t.co/pccui9nEzG— Positive Money (@PositiveMoneyUK) August 8, 2023 Ítalía Skattar og tollar Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þau segja skatttekjurnar verða nýttar til þess að koma til móts við fjölskyldur landsins, sem hafa verið leiknar grátt af ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkunum hafa lækkað um allt að átta prósent eftir að tilkynnt var um skattinn. Áætlað virði þeirra er sagt hafa lækkað um 9,5 milljarða evra frá því að markaðir opnuðu. Það svarar til tæplega 1400 milljarða króna. Breaking news: Italy s rightwing coalition has surprised markets with the announcement of a 40% 'windfall' tax on banks https://t.co/ylBQrO2aPN pic.twitter.com/eo2aHXXDOP— Financial Times (@FinancialTimes) August 8, 2023 Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir ákvörðunina afleiðingu vaxtahækkana Seðlabanka Evrópu og gríðarlegs hagnaðar ítölsku bankana vegna vaxtamunarins. Umræddur hagnaður er sagður nema tæpum 20 prósentum af heildarhagnaði bankanna. Salvini hefur bent á að á sama tíma og vextir á lánum hafi hækkað gríðarlega hafi vextir á innistæðum varla hreyfst. Þannig hafi bankarnir hagnast gríðarlega, á sama tíma og lántekendur séu undir síauknum þrýstingi. Skattlagning af þessu tagi, af miklum hagnaði og til skamms tíma, hefur verið kölluð „hvalrekaskattur“ á íslensku en áköll um slíkan skatt hafa verið hávær síðustu misseri, til að mynda á Bretlandseyjum. Þar hafa aðgerðasinnar hvatt til þess að allur hagnaður stórfyrirtækja sem hafa hagnast á sama tíma og heimilin eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman verði skattlagður sérstaklega. Delighted to see that Italy has imposed a 40% windfall tax on the unearned profits banks are making from interest rates As @franboait told @guardian a 35% windfall tax on bank profits here in the UK would generate £67 billion over the next five years!https://t.co/pccui9nEzG— Positive Money (@PositiveMoneyUK) August 8, 2023
Ítalía Skattar og tollar Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira