Tíska og hönnun

Fallega klæddar í snjónum

Það snjóar í París um þessar mundir. Það stoppar þó tískudívurnar ekki frá því að fara klæddar við hæfi á hátískusýningarnar. Við skulum sjá hvernig þeim tókst til.

Tíska og hönnun

Huffington Post fjallar ítarlega um íslensku ullarpeysuna

Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana..

Tíska og hönnun

Tim Walker myndar Kate Moss fyrir LOVE

Tískutímaritið LOVE birti þessar myndir sem Tim Walker, einn virtasti tískuljósmyndari heims, tók af Kate Moss nýlega. Kate, sem varð 39 ára á dögunum, hefur greinilega engu gleymt og eru bæði forsíðan og myndaþátturinn með þeim djarfari sem sést hafa með henni.

Tíska og hönnun

Allar ómálaðar

Heimsfrægi ljósmyndarinn Juergen Teller býður upp á yndislegar myndir í nýjasta hefti W Magazine. Þar eru stjörnur á borð við Naomi Watts og Nicole Kidman algjörlega ómálaðar.

Tíska og hönnun

Litrík Cara Delevingne

Breska ofurfyrirsætan Cara Delvingne hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðustu mánuði. Hér situr hún fyrir í nýjustu auglýsingaherferð DKNY. Myndirnar eru stórskemmtilegar og litríkar..

Tíska og hönnun

Ævintýraleg íslensk auglýsingaherferð

Íslenska fatamerkið KALDA sendi frá sér eftirtektarverða auglýsingaherferð fyrir nýjustu línu sína nú fyrir helgi. Fatnaður þeirra fæst í 5 löndum og vinna þær hart að því að setja upp bækistöðvar í London um þessar mundir. Lífið heyrði stuttlega í Katrínu Öldu Rafnsdóttur, yfirhönnuði KALDA.

Tíska og hönnun

Kjóllinn stal senunni

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez 43 ára gömul var stórglæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar Parker í gær klædd í hvítan Kaufman Franco síðkjól.

Tíska og hönnun

Baksviðs á hátískuvikunni

Það er alltaf gaman að fá að skyggnast á bak við tjöldin á tískuvikunum. Breska Vogue birti þessar fallegu myndir af fyrirsætum og förðunum áður en þær gengu sýningarpallana.

Tíska og hönnun

Dásamlegir kjólar Elie Saab

Elie Saab sýndi Houte Couture línu sína á síðasta degi hátískuvikunnar í París í gær. Þar sveif mikil rómantík yfir vötnum, eins og venjan er á sýningunum hjá honum, og voru kjólarnir listaverkum líkastir. Það verður spennandi að sjá hvort við sjáum einhvern þeirra á Óskarsverðlaununum í febrúar, en Saab kjólarnir hafa verið afar vinsælir við það tilefni síðustu ár. Leyfum myndunum að tala sínu máli.

Tíska og hönnun

Hárið fékk að fjúka

Hin fjölhæfa Nicole Richie tók af skarið í vikunni og lét klippa af sér hárið. Nú er hún komin með svokallaða “bob”-greiðslu sem á góðri íslensku gæti heitið bobbi.

Tíska og hönnun

Grísk rómantík hjá Chanel

Hátískulína Chanel fyrir vor – og sumar '13 var sýnd í París í gær. Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel til þrjátíu ára, sagði að innblásturinn af línunni hafi komið til hans í draumi, og eigi að vera einhverskonar ,,grískt leikrit í rómantískum skógi", eins og hann orðaði það. Klassíska Chanel dragtin var að sjálfsögðu á sínum stað í fallegum ljósum litum, sem og litli svarti kjólinn sem fylgt hefur tískuhúsinu frá upphafi.

Tíska og hönnun

Verður ekki með í tískuvikunni í London

Sænska hönnunarhúsið Acne mun ekki vera með í tískuvikunni í London nú í febrúar. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta, því tískuhúsið er ekki horfið sjónum, heldur tóku yfirmenn þar á bæ þá ákvörðun að sýna haust og vetrarlínuna frekar í París. Yfirhönnuðurinn Jonny Johansson sagði ástæðuna vera að línan verði ekki tilbúin í tæka tíð, en tískuvikan í París er aðeins seinna í febrúar en sú breska. Acne rekur tvær búðir í París svo þessar breytingar ættu að falla vel í parísarbúa.

Tíska og hönnun

Heitustu förðunartrend sumarsins

Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.

Tíska og hönnun

Rjóminn af Resort

Tískuheimurinn er alltaf í kapphlaupi við tímann og þó að það sé ekki komið sumar eru margir farnir að hugsa fram á haust. Millilínurnar, eða Resort'13 voru sýndar á dögunum og lífið tók saman þrjú trend sem verða flott í lok sumars og í haust. Kápur í fallegum litum, dýramunstur frá toppi til táar og rúllukragar.

Tíska og hönnun

Michelle Obama klæddist Jason Wu

Það fór ekki framhjá neinum að Barack Obama sór forsetaeiðinn í vikunni. Tískuheimurinn beið þess að sjá hverju forsetafrúin myndi klæðast við tilefnið , en síðustu vikur hafa margir reynt að rýna í klæðaburð hennar í gegnum tíðina og reyna þannig að spá fyrir um klæðnaðinn. Svo fór að hún klæddist sérsaumuðum kjól frá hönnuðinum Jason Wu sem klæddi hana einstaklega vel. Þá var hún í skóm frá Jimmy Choo. Michelle virðist kunna vel við hönnun Jason Wu, þar sem hún klæddist einnig kjól frá honum þegar eiginmaður hennar sór eiðinn árið 2009.

Tíska og hönnun

Nýtt andlit H&M

Franski söngfuglinn Vanessa Paradis er nýtt andlit umhverfisvænu fatalínu sænsku verslanakeðjunar H&M. Myndatakan fór fram í kastala og er draumi líkast. Sjá meira á Trendnet.is.

Tíska og hönnun

Ég elska varaliti og nota þá daglega

María Björk Sigurpálsdóttir fyrirsæta og klæðskeranemi hugsar vel um húðina og hárið. Hún er óhrædd við að nota eldrauðan varalit og eyeliner enda fer það henni áberandi vel. María upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún getur ekki verið án.

Tíska og hönnun

Litadýrð á hátískusýningu Atelier Versace

Hátískuvikan hófst í gær í París. Hátískusýningarnar, eða Haute Couture, eru sá viðburður sem tískuspekúlantar eru yfirleitt hvað spenntastir fyrir, en það eru aðeins nokkrir hönnuðir sem uppfylla skilyrðin til að geta talist vera Haute Couture. Versace reið á vaðið í þetta sinn með litríkri og skemmtilegri línu sem var svo sannarlega eitthvað fyrir augað.

Tíska og hönnun

Gucci-gyðjur

Sjónvarpskonan Kelly Ripa og leikkonan nýgifta Evan Rachel Wood eru með svipaðan fatasmekk – þó ólíkar séu.

Tíska og hönnun

Á réttum stað

Ingvar Helgason er annar hluti fatahönnunartvíeykisins Ostwald Helgason, en hönnun hans og sambýliskonu hans Susanne Ostwald vakti mikla athygli tískuspekúlanta á síðasta ári. Ingvar lifir og hrærist í heimi tískunnar í dag.

Tíska og hönnun