Ýr og Harpa Einars sameina krafta sína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2013 09:30 Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar". RFF Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar".
RFF Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira