Ýr og Harpa Einars sameina krafta sína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2013 09:30 Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar". RFF Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar".
RFF Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist