Tíska og hönnun

Ýr og Harpa Einars sameina krafta sína

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.

Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.
„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og
 þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.

Ýr Þrastardóttir.
„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja 
samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.

Harpa Einarsdóttir.
„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til 
að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar".

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×