Tíska og hönnun

Kortleggja ilm íslenskrar náttúru

Hönnuðirnir Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir kortleggja nú ilm íslenskrar náttúru og eima jurtir á Hönnunarsafni Íslands. Gestir geta fylgst með rannsókninni og fundið ilminn af náttúrunni.

Tíska og hönnun

Reyndi að fá freknur með sigti

Mosfellska mærin Guðrún Ýr Eyfjörð er töff týpa sem missteig sig þó aðeins á fermingardaginn. Hún kallar sig GDRN að sviðsnafni, menntar sig í djassi og vekur nú athygli fyrir smellinn sinn, Ein.

Tíska og hönnun

Kaupir bara það sem honum líkar

Daði Lár Jónsson fékk áhugann á skóm í vöggugjöf en pabbi hans, Jón Kr. Gíslason körfuboltagoðsögn, sá til þess að hann væri alltaf vel skóaður þegar hann var lítill. Hann á nú hátt í 80 pör og eins og pabbinn er hann einlægur Nike-aðdáandi.

Tíska og hönnun

Eru alltaf í klappliðinu og standa saman

Hönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi Trendnet.is, sameinuðu krafta sína og eru að senda frá sér boli með jákvæðum skilaboðum. Með verkefninu ætla þær að leggja Kvennaathvarfinu lið og vekja fólk til umhugsunar.

Tíska og hönnun

Þar sem töfrarnir gerast

Systurnar Rebekka og Rakel Ólafsdætur opnuðu nýlega verslun á Langholtsvegi undir nafninu RÓ naturals en þar selja þær bæði hönnun Rakelar og húðvörur Rebekku.

Tíska og hönnun

Kerti sem koma skilaboðum til skila

Kertalínan byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast "I Just Wanted To Tell You“ eða "Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.

Tíska og hönnun

Sneakertískan í sumar

Lífið fékk til sín nokkra strigaskógeggjara til að leggja línurnar í skótísku fyrir sumarið. Útlit, þægindi og notkun í sem flestum aðstæðum eru meðal þeirra kosta sem álitsgjafarnir voru beðnir að dæma eftir. Nike, Adidas og Gucci virðast vera merki sumarsins.

Tíska og hönnun

Veik fyrir skóm

Þórhildur Gísladóttir er kameljón þegar kemur að tísku. Hún blandar saman ólíkum flíkum og skapar sér sína eigin tísku.

Tíska og hönnun

Full af orku fyrir framhaldið

Nýir borðstofustólar, kollar og sófaborð voru meðal nýrra vara sem AGUSTAV sýndi á Hönnunarmars fyrir nokkrum vikum. Næsta stóra sýning er stórsýningin Amazing Home Show í Laugardalshöll í lok næstu viku.

Tíska og hönnun

Sjálflærður og búinn að "meika það“

Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni.

Tíska og hönnun

Bára í Aftur telur sig hafa orðið fyrir hönnunarstuldi

"Mér finnst sorglegt þegar fólk sér sig knúið til að stela hugmyndum annarra,“ segir Bára Hólgeirsdóttir, eigandi Aftur, um þá staðreynd að nýverið komu í sölu peysur frá merkinu Thelma Steimann sem svipa mikið til hönnunar Aftur. Um er að ræða flíkur úr endurunnum efnisbútum sem saumaðir eru saman.

Tíska og hönnun

Síða hárið fær að fjúka í sumar

Síða hárið sem einkennt hefur tísku síðustu ára fær að fjúka fyrir sumarið. Nú á hárið að vera í axlasídd, frjálslegt með ljósum og mjúkum tónum. Stjörnurnar í Hollywood eru hver af annarri að breyta hárgreiðslunni.

Tíska og hönnun

Breytir þekktum vörumerkjum í rúnaletur

Sigurður Oddsson hönnuður opnar sýningu í Þjóðminjasafninu á miðvikudaginn næsta þar sem hann sýnir rúnaútgáfur af þekktustu merkjum Íslandssögunnar. Hugmyndin spratt meðal annars frá heimsókn Sigurðar í Hagia Sophia þar sem hann sá veggjakrot víkinga.

Tíska og hönnun

Frá London til Patreksfjarðar

Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson standa að baki hönnunarstúdíóinu Býflugu. Þau kynnust í heimalandi julie, Frakklandi en hún hefur tekið ástfóstri við Ísland. Í leit að einfaldari lífsstíl fluttu þau frá London til Patreksfjarðar og gera þar upp 118 ára gamalt hús. Julie segir hönnuði heppilega geta unnið hvar sem er.

Tíska og hönnun