Tískufyrirmyndin Gandhi Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2019 11:15 Eftir mikla sjálfsskoðun ákvað Gandhi að klæðast einföldum fátæklegum fötum sem hæfðu málstað hans. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Þegar Gandhi var ungur maður klæddist hann vestrænum fötum. Í gær voru liðin 150 ár frá fæðingu stjórnmála- og trúarleiðtogans Mahatma Gandhi. Hann er kannski þekktur fyrir eitthvað annað en að vera tískufyrirmynd en samband hans við föt var mjög djúpstætt og táknrænt. Flestir sjá Gandhi eflaust fyrir sér fátæklega klæddan, einungis vafinn hvítu lérefti, en þegar Gandhi var ungur maður var hann mikill spjátrungur, sem klæddist virðulegum fötum í anda breskra hefðarmanna. Þegar hann flutti til London til Seinna þegar Gandhi flutti til Suður-Afríku til að læra lögfræði mætti honum viðmót sem hann átti ekki von á. Í Suður-Afríku voru Indverjar annaðhvort klæddir eins og hann, í evrópskum fötum, eða þeir voru fátækir verkamenn í slitnum lörfum. Gandhi komst að því að það skipti engu máli hvorum hópnum hann tilheyrði. Það var litið niður á Indverja og þeir uppnefndir. Á meðan Gandhi bjó í Suður-Afríku hóf hann mikla sjálfsskoðun. Það var á tíma sjálfshreinsunar sem Gandhi ákvað að vísa vestrænum klæðnaði á bug og klæðast einföldum klæðum sem hæfðu málstað hans og sannfæringu. Hann byrjaði að klæðast hvítum vafningi yfir herðarnar og hvítri lendaskýlu sem er sá klæðnaður sem flestir sjá fyrir sér hugsi þeir um Gandhi.Gegn fjöldaframleiðslu Þegar Gandhi snéri aftur til Indlands hrinti hann af stað herferð gegn ódýrum fötum framleiddum á Englandi. Þessi herferð var kölluð Khadi-hreyfingin. Á Indlandi var hefð fyrir því að í hverju þorpi væru klæðskerar, vefarar og fólk sem litaði efni framleidd á staðnum úr indverskri bómull. En eftir að Englendingar fóru að kaupa bómullina ódýrt frá Indlandi og fjöldaframleiða ódýran fatnað sem þeir seldu svo aftur á Indlandi misstu margir Indverjar lífsviðurværi sitt. Þetta vildi Gandhi stöðva. Hann hvatti fólk til að kaupa ekki fjöldaframleiddan fatnað heldur vefa sín eigin klæði. Þúsundir þorpa fóru eftir tilmælum Gandhi og fóru að framleiða föt í mótmælaskyni. Fólk safnaðist líka saman úti á götu og brenndi innflutt föt og mótmælti fyrir utan verslanir sem seldu innflutt klæði. Þetta varð til þess að verksmiðjurnar á Englandi lögðust af smátt og smátt.Föt lögð til þerris við bakka Barakar-árinnar á Indlandi.Með Khadi-hreyfingunni vildi Gandhi hvetja til sjálfbærni. Hann sá fyrir sér að vörur yrðu framleiddar af fjöldanum heima fyrir en ekki fjöldaframleiddar. Þannig hefði fólk vinnu og hvert þorp hefði eigin fataframleiðslu sem framleiddi nóg til eigin nota. Þessar hugmyndir Gandhi eiga vel við enn þann dag í dag þar sem það er aukin áhersla í tískuheiminum í dag á vandaða framleiðslu frekar en fjöldaframleiðslu. Það er orðin aukin umræða um umhverfisáhrif tískuiðnaðarins og hversu gríðarlegt magn af fötum endar í ruslinu. Aðferð Gandhi, að framleiða efnin heima við og framleiða akkúrat nóg fyrir markaðinn heima, dregur úr fatasóun, vinnuþrælkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Þær hugmyndir sem Gandhi kom fram með fyrir hátt í 100 árum eiga því eins vel við í dag og þá. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þegar Gandhi var ungur maður klæddist hann vestrænum fötum. Í gær voru liðin 150 ár frá fæðingu stjórnmála- og trúarleiðtogans Mahatma Gandhi. Hann er kannski þekktur fyrir eitthvað annað en að vera tískufyrirmynd en samband hans við föt var mjög djúpstætt og táknrænt. Flestir sjá Gandhi eflaust fyrir sér fátæklega klæddan, einungis vafinn hvítu lérefti, en þegar Gandhi var ungur maður var hann mikill spjátrungur, sem klæddist virðulegum fötum í anda breskra hefðarmanna. Þegar hann flutti til London til Seinna þegar Gandhi flutti til Suður-Afríku til að læra lögfræði mætti honum viðmót sem hann átti ekki von á. Í Suður-Afríku voru Indverjar annaðhvort klæddir eins og hann, í evrópskum fötum, eða þeir voru fátækir verkamenn í slitnum lörfum. Gandhi komst að því að það skipti engu máli hvorum hópnum hann tilheyrði. Það var litið niður á Indverja og þeir uppnefndir. Á meðan Gandhi bjó í Suður-Afríku hóf hann mikla sjálfsskoðun. Það var á tíma sjálfshreinsunar sem Gandhi ákvað að vísa vestrænum klæðnaði á bug og klæðast einföldum klæðum sem hæfðu málstað hans og sannfæringu. Hann byrjaði að klæðast hvítum vafningi yfir herðarnar og hvítri lendaskýlu sem er sá klæðnaður sem flestir sjá fyrir sér hugsi þeir um Gandhi.Gegn fjöldaframleiðslu Þegar Gandhi snéri aftur til Indlands hrinti hann af stað herferð gegn ódýrum fötum framleiddum á Englandi. Þessi herferð var kölluð Khadi-hreyfingin. Á Indlandi var hefð fyrir því að í hverju þorpi væru klæðskerar, vefarar og fólk sem litaði efni framleidd á staðnum úr indverskri bómull. En eftir að Englendingar fóru að kaupa bómullina ódýrt frá Indlandi og fjöldaframleiða ódýran fatnað sem þeir seldu svo aftur á Indlandi misstu margir Indverjar lífsviðurværi sitt. Þetta vildi Gandhi stöðva. Hann hvatti fólk til að kaupa ekki fjöldaframleiddan fatnað heldur vefa sín eigin klæði. Þúsundir þorpa fóru eftir tilmælum Gandhi og fóru að framleiða föt í mótmælaskyni. Fólk safnaðist líka saman úti á götu og brenndi innflutt föt og mótmælti fyrir utan verslanir sem seldu innflutt klæði. Þetta varð til þess að verksmiðjurnar á Englandi lögðust af smátt og smátt.Föt lögð til þerris við bakka Barakar-árinnar á Indlandi.Með Khadi-hreyfingunni vildi Gandhi hvetja til sjálfbærni. Hann sá fyrir sér að vörur yrðu framleiddar af fjöldanum heima fyrir en ekki fjöldaframleiddar. Þannig hefði fólk vinnu og hvert þorp hefði eigin fataframleiðslu sem framleiddi nóg til eigin nota. Þessar hugmyndir Gandhi eiga vel við enn þann dag í dag þar sem það er aukin áhersla í tískuheiminum í dag á vandaða framleiðslu frekar en fjöldaframleiðslu. Það er orðin aukin umræða um umhverfisáhrif tískuiðnaðarins og hversu gríðarlegt magn af fötum endar í ruslinu. Aðferð Gandhi, að framleiða efnin heima við og framleiða akkúrat nóg fyrir markaðinn heima, dregur úr fatasóun, vinnuþrælkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Þær hugmyndir sem Gandhi kom fram með fyrir hátt í 100 árum eiga því eins vel við í dag og þá.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira