Meghan vildi freknur á forsíðu Vogue Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2019 11:06 Hertogaynjan lagði áherslu á áhrifamiklar konur. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims. Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims.
Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira