Tíska og hönnun

Fjölbreytt tíska í vetur

Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Dúnúlpur eru hlýjar og góðar fyrir veturinn. ­NORDICPHOTOS/GETTY
Dúnúlpur eru hlýjar og góðar fyrir veturinn. ­NORDICPHOTOS/GETTY
Eftir frábært sumar og fínasta september er farið að kólna. Það kemur að því að fólk dragi fram vetrarfötin, þykkar úlpur, húfur, trefla og vettlinga sem legið hafa í dvala í sumar.

Þrátt fyrir að kólni í veðri er ekkert mál að klæða sig upp á og líta vel út. Það er hægt að vera smart í hvaða veðri sem er. Þegar vetrartískan var kynnt hjá helstu tískurisunum fyrr á árinu mátti sjá mikið af þykkum dúnúlpum í óhefðbundnum sniðum. Þar gaf einnig að líta dúngalla sem gæti komið að góðum notum á köldum íslenskum vetri. Loðnar kápur, bæði stuttar og síðar, voru einnig áberandi. Þá var einnig mikið um þykkar víðar peysur með skemmtilegu mynstri auk hefðbundnari vetrarfatnaðar.

Loðnir jakkar voru áberandi þegar vetrartískan var sýnd á tískupöllunum fyrr á árinu.NORDICPHOTOS/GETTY
Kannski eiga margir eftr að klæðast dúngalla í vetur. ­NORDICPHOTOS/GETTY
Klassískar ullarkápur eru mjög vinsælar.NORDICPHOTOS/GETTY
Það er gott að hjúfra sig i þykkri peysu þegar kalt er.NORDICPHOTOS/GETTY





Fleiri fréttir

Sjá meira


×