Sport

Allt jafnt fyrir loka­daginn

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Svíinn Algot Kleen urðu að sætta sig við tvö töp í dag, á öðrum degi Bonallack-bikarsins í golfi. Staðan er engu að síður jöfn í keppninni, sem er á milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu og Eyjaálfu.

Golf

Högmo kom ekki í við­tal hjá KSÍ

Norðmaðurinn Per Matthias Högmo var ekki boðaður til viðtals hjá KSÍ vegna landsliðsþjálfarastarfs karla í fótbolta. Hann hefur verið orðaður við starfið en er að taka við Molde í heimalandinu.

Fótbolti

„Mikil­vægasta ráðning í langan tíma“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma.

Fótbolti

Arnar fundar með KSÍ

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

Fótbolti

Fengið spark í rass­gatið frá Guð­jóni Val

Teiti Erni Einarssyni gefst stórt tækifæri á komandi heimsmeistaramóti að stimpla sig inn í íslenska landsliðið í fjarveru sveitungs síns Ómars Inga Magnússonar. Þetta er tækifæri sem Teitur hyggst grípa báðum höndum.

Handbolti

„Vonandi eitt­hvað til að byggja á í Evrópuleiknum“

„Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt.

Handbolti