Skoðun

Huggulegt um jólin?

Þorsteinn V. Einarsson og Hulda Tölgyes skrifa

Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því.

Skoðun

Lofts­lagskvabbið

Jónas Elíasson skrifar

Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum.

Skoðun

Leik­skóla­málin á Al­þingi

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum.

Skoðun

„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar

Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað.

Skoðun

Þúsund vindmyllur

Bjarni Bjarnason skrifar

Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989.

Skoðun

Ekki of seint að gera betur

Inga Sæland skrifar

Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur.

Skoðun

Stjórn­völd fíflast með fram­tíð fisk­eldis

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland.

Skoðun

Veiði­gjalda­t­vist

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri.

Skoðun

Mót­sagnir ríkis­valdsins í rekstri fangelsanna

Egill Kristján Björnsson skrifar

Fjárlög og sú krafa að Fangelsismálastofnun haldi sig innan allt of þröngra fjárheimilda, gerir það að verkum að niðurskurður bitnar á starfsfólki og skjólstæðingum fangelsanna. Fangelsismálastofnun getur því ekki sinnt sinni lögbundnu skildu. Og það bitnar á samfélaginu öllu, þjónustunni, föngum og fangavörðum. Vandamálið í þessu kerfi er að það gengur ekki upp vegna fjársveltis.

Skoðun

Að virkja sig frá lofts­lags­vánni

Bjarni Bjarnason skrifar

Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma.

Skoðun

Viltu spara milljón?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Seinustu misseri hef ég vakið athygli á sjálftöku fasteignasala og spáð fyrir um breytingar á fasteignamarkaðnum. Nú get ég hins vegar fullyrt að þær breytingar eru komnar og að dagar sjálftöku við fasteignasölu séu því liðnir, rétt eins og þeim sem fylgjast með fjölmiðlum er kunnugt um.

Skoðun

Hlut­leysi veitir enga vörn

Hjörtur J Guðmundsson skrifar

Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin.

Skoðun

Opið bréf til dómsmálaráðherra

Guðný Ingvarsdóttir skrifar

Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999.

Skoðun

Lækna­skortur - nú­tíma­tækni eða fleiri hendur?

Matthías Leifsson skrifar

Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. 

Skoðun

Út með ruslið!

Halla Signý Kristjánsdóttur skrifar

Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma.

Skoðun

Sósíal­isti að morgni, kapítal­isti að kveldi

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði.

Skoðun

Vel heppnað Mat­væla­þing 2022

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Á nýliðnu Matvælaþingi sem haldið var í Hörpu 22. nóvember var gerð metnaðarfull tilraun. Undir einu þaki söfnuðust saman fulltrúar allra þeirra hópa sem vinna að framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla á Íslandi. Tilgangurinn var að kynna, ræða og rýna nýútkomin drög að matvælastefnu til framtíðar fyrir Ísland.

Skoðun

Venjulega fólkið

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Ég vil hér í þessum greinarstúf fjalla um hið venjulega fólk, hina venjulegu fjölskyldu sama hvernig hún er samansett. Um er að ræða hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli, hver sem ástæðan er fyrir því, hvort sem það er vegna þess að sá hópur telst ekki vera í viðkvæmri stöðu eða til minnihlutahóps. Hann hefur ekki hátt og er í raun nokkuð ósýnilegur ef svo má segja. 

Skoðun

Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót

Bjarni Bjarnason skrifar

Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt.

Skoðun

Tökum á vandanum

Jónas Elíasson skrifar

Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði.

Skoðun

Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis

Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Skoðun

Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni?

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins.

Skoðun

Óvenju mikið svigrúm til launahækkana

Stefán Ólafsson skrifar

Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári.

Skoðun

Mála­flokkur fatlaðra er skilinn eftir

Guðbrandur Einarsson skrifar

Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög.

Skoðun

Öndum með nefinu

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum.

Skoðun

Ís­lenska í Ísa­fjarðar­bæ

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Háskólasetur Vestfjarða hvað er nú það? Eitthvert súkkulaði? Ekki er ólíklegt að landslýður hafi ekki hugmynd um tilvist téðrar menntastofnunar. Það ber ekki að undrast. Háskólasetur Vestfjarða berar ekki bossann á Instagramm og Vestfirðir eru ekki heldur beinlínis í alfaraleið í hugum margra.

Skoðun

Var verð­bólgan fundin upp á Tenerife?

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar.

Skoðun

Mátturinn í hug­viti mann­kyns

Hrund Gunnsteinsdóttir og Ísabella Ósk Másdóttir skrifa

Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru.

Skoðun