Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar 14. janúar 2025 10:31 Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun