Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2025 11:31 Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun