Menning

Sveinn skapaði stemningu með hönnun sinni

Það skal vanda sem lengi á að standa – er undirtitill sýningar á innanhússhönnun og húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) sem uppsett er í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þau orð eiga vel við verk hans.

Menning

Auður Ava vinnur til virtra bókmenntaverðlauna

Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur hefur unnið til hinn virtu frönsku bókmenntaverðlauna Prix Médicis fyrir bók sína Ungfrú Ísland. Þetta var tilkynnt í dag en Auður Ava er fyrsti íslenski rithöfundurinn til að vinna til verðlaunanna.

Menning

Byggir á persónulegum sögum í verkum sínum

Pólsk menningarhátíð verður haldin í Reykjanesbæ á laugardaginn í tilefni af þjóðhátíðardegi Póllands, 11. nóvember. Vena Naskrecka heldur þar sýningu sem byggir á persónulegum frásögnum einstaklinga af pólskum uppruna.

Menning

Dauðinn í hverju horni

Ný glæpasaga Ragnars Jónassonar, Hvítidauði, gerist meðal annars á berklahæli. Næsta bók kemur út á frönsku og íslensku.

Menning

Lífsgrös og leyndir dómar

Bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um rætur læknisþekkingar nútímans er afrakstur tveggja áratuga greiningar á galdraskræðum, lausnarsteinum og lækningamætti jurta.

Menning

Varð gagntekinn af gítartónum

Manuel Barrueco, einn fremsti gítarleikari heims, heldur einleikstónleika í Salnum. Verður einnig með masterklass í Hafnarfirði. Byrjaði að leika á gítar átta ára gamall.

Menning

Bókin varð til í heita pottinum

Bókin Friðbergur forseti eftir Árna Árnason kom út nú á dögunum og er í efsta sæti yfir söluhæstu barnabækurnar á landinu. Bókina skrifaði hann með aðstoð dóttur sinnar Helenu.

Menning

Bókin oft það eina að hverfa til

Þingeyingnum Kristínu Sigurðardóttur er bókmenntaáhugi í blóð borinn. Hún er metnaðarfullur lesandi sem heldur lestrardagbækur yfir það sem hún les og gefur hverri bók umsögn og stjörnur. Sjálf á hún sögu í smíðum.

Menning

Maður týnir ekki börnunum sínum

Fiðlusnillingurinn Joshua Bell kemur fram á tónleikum í Hörpu á sunnudag ásamt píanóleikaranum Alessio Bax. Leikur á Stradivarius-fiðlu sem er mikill dýrgripur. Segir frábært að leika í Hörpu.

Menning

Norðurslóðir voru C.S. Lewis afar hjartfólgnar

Douglas Gresham, stjúpsonur C.S. Lewis, heldur fyrirlestra á ráðstefnu hérlendis um rithöfundinn áhrifamikla. Að sögn Douglas var faðir hans settlegur karl sem elskaði lífið og angaði af tóbaki. Saman tókust þeir á við sorgina.

Menning

Sexí saxi með bíótónum Andreu

Andrea Gylfadóttir hefur vetursetu á Akureyri og mun láta hressilega að sér kveða um næstu helgi þegar hún mun teygja Bíóbandið út í nýjar víddir með risa sinfóníukvikmyndatónleikum í Hofi.

Menning

Farandverkamaður í stríði við algóryþmann

Menning er það sem fjölmiðlar nútímans vilja helst losna við af síðum sínum, segir skrifandi farandverkamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson sem ætlar að snúa vörn í sókn með vefritinu Menningarsmyglið og boðar í raun byltingu sem þegar er hafin með söfnun áskrifenda á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund.

Menning