Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. RAX fékk leyfi til þess að fylgjast með Dóra á sjúkrahúsinu og taka af honum myndir, það fór einstaklega vel á með þeim og gátu þeir talað saman um allt á milli heima og geima. RAX hefur síðustu mánuði myndað áhrif heimsfaraldursins á íslenskt samfélag og munu þessar myndir birtast í nokkrum hlutum hér á Vísi. Fyrstu tvo myndaþættina má nálgast hér. Vísir/RAX Vísir/RAX Dóri hafði alltaf gaman af því að tala við fólk og hafði mikinn áhuga á öllum sköpuðum hlutum. Hann átti fullt af bókum og las mikið. Undir það síðasta var hann að lesa Gerplu og fannst hún athyglisverð. Frænka hans sagði í samtali við Vísi að hann hafi fyrir utan sjómennskuna líka unnið í frystihúsi og í sveit. Hann keypti meðal annars bát með föður sínum, en hann var miðjubarnið í þriggja systkina hóp. Þegar hann var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri þann 14. apríl árið 2020 var hann orðinn mjög slappur og fékk samdægurs jákvætt Covid-19 próf eftir skimun. Áður hafði hann verið með ýmsa heilsukvilla tengda hjartanu og háum blóðþrýsting og hafði einnig sigrast á krabbameini. Vísir/RAX Vísir/RAX Það var altaf stutt í brosið.Vísir/RAX Vísir/RAX Halldór smitaðist af Covid-19 í apríl. Systir hans og dóttir hennar smituðust líka, Þær náðu bata en systir hans er enn mjög orkulaus öllum þessum mánuðum seinna, enda eftirköstin mörgum erfið.Vísir/RAX Fyrstu myndirnar af Dóra tók RAX á Akureyri í vor, þar sem hann beið eftir því að fá úrskurð frá læknunum um það hvort hann væri orðinn nógu frískur til að vera fluttur nær heimilinu. Dóri fékk svo að fara á Sjúkrahúsið á Ísafirði og þaðan heim til sín. Sjúkrahúsið á Akureyri.Vísir/RAX Sjúkrahúsið á AkureyriVísir/RAX Ragnar Axelsson fékk að fylgjast með Dóra og mynda hann á meðan hann barðist við Covid-19 í vor.Vísir/RAX Sjúkrahúsið á Akureyri. Dóri var einstaklega ánægður með alla umönnunina í kringum veikindin.Vísir/RAX „Ég fylgdist með honum og við hittumst tvisvar í Bolungarvík. Ég tók af honum myndir þar sem hann var í gættinni á heimili sínu. Hann var ekki alveg nógu góður til að koma niður á bryggju,“ segir RAX um myndirnar sem hann náði af Dóra heima í Bolungarvík. „Við förum bara þegar þú kemur næst,“ sagði Dóri við ljósmyndarann um bryggjuferðina sem þeir höfðu planað. Þeir töluðu svo nokkrum sinnum saman í síma eftir þetta. „Þar fór frábær maður, skemmtilegur og hafði gaman af því að segja frá,“ segir RAX. Beðið eftir útskrift.Vísir/RAX Frá sjúkrahúsinu á AkureyriVísir/RAX Halldór, eða Dóri eins og flestir kölluðu hann, hafði einstaklega gaman af því að segja frá. Vísir/RAX Vísir/RAX Á leið út af sjúkrahúsinu í byrjun maí.Vísir/RAX Halldór Agnar Jónasson á heimili sínu í Bolungarvík. Vísir/RAX „Ég reyndi að ná í hann í lok október, ætlaði að kíkja til hans en síminn svaraði ekki. Ég spurðist fyrir um hann á hjúkrunarheimilinu þar sem mér var sagt að hann hefði dáið fyrir nokkrum dögum. Það er eins og hann hafi ekki náð sér almennilega eftir veikindin. Halldór varð 80 ára gamall.“ Þeir náðu því ekki að fara saman niður á bryggju til þess að ná myndum af fyrrum sjómanninum í því umhverfi. RAX ákvað að keyra samt til Bolungarvíkur í vetur og fara í kirkjugarðinn þar sem Dóri hvílir nú. Dóri var svekktur með að fá ekki að ferðast meira á árinu 2020, enda hafði hann mikla ástríðu fyrir ferðalögum og hafði farið víða. Dóri hafði til dæmis ætlað sér að fara út í tilefni áttræðisafmælis síns og sleppa öllum veisluhöldum en það varð ekkert af þeirri ferð. Hann var þó feginn að fá að vera heima hjá sér í Hvíta húsinu í Bolungarvík undir lokin. „Hann hefði haft afskaplega gaman af þessu,“ segir frænka Dóra við blaðamann, þegar hún heyrir að myndirnar af honum ættu nú að birtast á Vísi. Haldór Agnar Jónasson-sjómaður-fæddur 2. febrúar 1940 - dáinn 21, október 2020.Vísir/RAX Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) RAX Tengdar fréttir „Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01 Þar sem dagarnir eru stuttir en birtan stórkostleg „Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“ 19. desember 2020 09:31 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið
RAX fékk leyfi til þess að fylgjast með Dóra á sjúkrahúsinu og taka af honum myndir, það fór einstaklega vel á með þeim og gátu þeir talað saman um allt á milli heima og geima. RAX hefur síðustu mánuði myndað áhrif heimsfaraldursins á íslenskt samfélag og munu þessar myndir birtast í nokkrum hlutum hér á Vísi. Fyrstu tvo myndaþættina má nálgast hér. Vísir/RAX Vísir/RAX Dóri hafði alltaf gaman af því að tala við fólk og hafði mikinn áhuga á öllum sköpuðum hlutum. Hann átti fullt af bókum og las mikið. Undir það síðasta var hann að lesa Gerplu og fannst hún athyglisverð. Frænka hans sagði í samtali við Vísi að hann hafi fyrir utan sjómennskuna líka unnið í frystihúsi og í sveit. Hann keypti meðal annars bát með föður sínum, en hann var miðjubarnið í þriggja systkina hóp. Þegar hann var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri þann 14. apríl árið 2020 var hann orðinn mjög slappur og fékk samdægurs jákvætt Covid-19 próf eftir skimun. Áður hafði hann verið með ýmsa heilsukvilla tengda hjartanu og háum blóðþrýsting og hafði einnig sigrast á krabbameini. Vísir/RAX Vísir/RAX Það var altaf stutt í brosið.Vísir/RAX Vísir/RAX Halldór smitaðist af Covid-19 í apríl. Systir hans og dóttir hennar smituðust líka, Þær náðu bata en systir hans er enn mjög orkulaus öllum þessum mánuðum seinna, enda eftirköstin mörgum erfið.Vísir/RAX Fyrstu myndirnar af Dóra tók RAX á Akureyri í vor, þar sem hann beið eftir því að fá úrskurð frá læknunum um það hvort hann væri orðinn nógu frískur til að vera fluttur nær heimilinu. Dóri fékk svo að fara á Sjúkrahúsið á Ísafirði og þaðan heim til sín. Sjúkrahúsið á Akureyri.Vísir/RAX Sjúkrahúsið á AkureyriVísir/RAX Ragnar Axelsson fékk að fylgjast með Dóra og mynda hann á meðan hann barðist við Covid-19 í vor.Vísir/RAX Sjúkrahúsið á Akureyri. Dóri var einstaklega ánægður með alla umönnunina í kringum veikindin.Vísir/RAX „Ég fylgdist með honum og við hittumst tvisvar í Bolungarvík. Ég tók af honum myndir þar sem hann var í gættinni á heimili sínu. Hann var ekki alveg nógu góður til að koma niður á bryggju,“ segir RAX um myndirnar sem hann náði af Dóra heima í Bolungarvík. „Við förum bara þegar þú kemur næst,“ sagði Dóri við ljósmyndarann um bryggjuferðina sem þeir höfðu planað. Þeir töluðu svo nokkrum sinnum saman í síma eftir þetta. „Þar fór frábær maður, skemmtilegur og hafði gaman af því að segja frá,“ segir RAX. Beðið eftir útskrift.Vísir/RAX Frá sjúkrahúsinu á AkureyriVísir/RAX Halldór, eða Dóri eins og flestir kölluðu hann, hafði einstaklega gaman af því að segja frá. Vísir/RAX Vísir/RAX Á leið út af sjúkrahúsinu í byrjun maí.Vísir/RAX Halldór Agnar Jónasson á heimili sínu í Bolungarvík. Vísir/RAX „Ég reyndi að ná í hann í lok október, ætlaði að kíkja til hans en síminn svaraði ekki. Ég spurðist fyrir um hann á hjúkrunarheimilinu þar sem mér var sagt að hann hefði dáið fyrir nokkrum dögum. Það er eins og hann hafi ekki náð sér almennilega eftir veikindin. Halldór varð 80 ára gamall.“ Þeir náðu því ekki að fara saman niður á bryggju til þess að ná myndum af fyrrum sjómanninum í því umhverfi. RAX ákvað að keyra samt til Bolungarvíkur í vetur og fara í kirkjugarðinn þar sem Dóri hvílir nú. Dóri var svekktur með að fá ekki að ferðast meira á árinu 2020, enda hafði hann mikla ástríðu fyrir ferðalögum og hafði farið víða. Dóri hafði til dæmis ætlað sér að fara út í tilefni áttræðisafmælis síns og sleppa öllum veisluhöldum en það varð ekkert af þeirri ferð. Hann var þó feginn að fá að vera heima hjá sér í Hvíta húsinu í Bolungarvík undir lokin. „Hann hefði haft afskaplega gaman af þessu,“ segir frænka Dóra við blaðamann, þegar hún heyrir að myndirnar af honum ættu nú að birtast á Vísi. Haldór Agnar Jónasson-sjómaður-fæddur 2. febrúar 1940 - dáinn 21, október 2020.Vísir/RAX
„Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01
Þar sem dagarnir eru stuttir en birtan stórkostleg „Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“ 19. desember 2020 09:31