RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. febrúar 2021 07:01 „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. „Ég fór í fimm skipti í Holuhraun fljúgandi og í öll skiptin átti ég í vandræðum með það að komast heim,“ segir RAX þegar hann lýsir því hversu hættulegar aðstæðurnar voru. Hann segir Holuhraun hafa myndað eins og sitt eigið veðrakerfi og oft hafi reynst þrautinni þyngri að komast heim. „Maður þurfti að passa sig því þetta var svolítið erfitt. Öll flugin voru mjög erfið. Það sem var mjög táknrænt var að þetta var svona eins og að horfa inn í hið neðra. Inferno -Eins og hjá kölska.“ Þegar ég var að fljúga meðfram gígnum sá ég í nokkrar sekúndur andlit logandi í smá stund og það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur . RAX segir það mjög mikilvægt að skrásetja og mynda allt sem gerist í eldgosum og að menn verði að átta sig á mikilvægi þess og ekki reyna að koma í veg fyrir það. „Við erum að skrá Íslandssöguna sem er hluti af mannkynssögunni. Það verður að vera inn í myndinni þegar svona gerist, “ segir Rax og segir að eldgos á Íslandi sé alltaf heimsfrétt. „Ég fer í eldgos. Ef ég fæ ekki að fara inn að framan þá fer ég bara inn að aftan.“ Frásögnina í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og sagan Kölski í Holuhrauni er tæpar sex mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Kölski í Holuhrauni RAX á mjög auðvelt með það að sjá andlit og fígúrur í íslensku landslagi. Hér að neðan má meðal annars sjá þegar hann fjallar um það að sjá andlit í ísnum. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 „Við látum hitastigið ekki stoppa okkur“ Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig. 13. febrúar 2021 07:00 Á fjallaskíðum og svo nakinn í náttúrulaug 10. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég fór í fimm skipti í Holuhraun fljúgandi og í öll skiptin átti ég í vandræðum með það að komast heim,“ segir RAX þegar hann lýsir því hversu hættulegar aðstæðurnar voru. Hann segir Holuhraun hafa myndað eins og sitt eigið veðrakerfi og oft hafi reynst þrautinni þyngri að komast heim. „Maður þurfti að passa sig því þetta var svolítið erfitt. Öll flugin voru mjög erfið. Það sem var mjög táknrænt var að þetta var svona eins og að horfa inn í hið neðra. Inferno -Eins og hjá kölska.“ Þegar ég var að fljúga meðfram gígnum sá ég í nokkrar sekúndur andlit logandi í smá stund og það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur . RAX segir það mjög mikilvægt að skrásetja og mynda allt sem gerist í eldgosum og að menn verði að átta sig á mikilvægi þess og ekki reyna að koma í veg fyrir það. „Við erum að skrá Íslandssöguna sem er hluti af mannkynssögunni. Það verður að vera inn í myndinni þegar svona gerist, “ segir Rax og segir að eldgos á Íslandi sé alltaf heimsfrétt. „Ég fer í eldgos. Ef ég fæ ekki að fara inn að framan þá fer ég bara inn að aftan.“ Frásögnina í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og sagan Kölski í Holuhrauni er tæpar sex mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Kölski í Holuhrauni RAX á mjög auðvelt með það að sjá andlit og fígúrur í íslensku landslagi. Hér að neðan má meðal annars sjá þegar hann fjallar um það að sjá andlit í ísnum. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 „Við látum hitastigið ekki stoppa okkur“ Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig. 13. febrúar 2021 07:00 Á fjallaskíðum og svo nakinn í náttúrulaug 10. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02
„Við látum hitastigið ekki stoppa okkur“ Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig. 13. febrúar 2021 07:00