
Makamál

„Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“
Alexandra Sif Nikulásdóttir, áhrifavaldur og förðunarfræðingur, kynntist stóru ástinni, Arnari Frey Bóassyni, árið 2016. Saman eiga þau eina dóttur, Nathaliu Rafney, og ætla að fagna níu árunum saman með því að gifta sig í sumar.
Fréttir í tímaröð

Einhleypan: „No bullshit týpa“
Fanney Skúladóttir er 35 ára smábæjarstúlka utan af landi, markaðsstjóri Blush og mamma. Hún segist óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, tekur sjálfri sér ekki of alvarlega og hefur gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt.

Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu
Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir og Axel Clausen matreiðslumeistari og eigandi Umami Sushi eru par vikunnar í Ást er. Selma Soffía situr fyrir svörum.

Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg
„Ég var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni í Reykjavík þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir í viðtali við Makamál.

Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi
„Ég væri til í endurupplifa þessar stundir milljón sinnum. Það er svo magnað að á einni millisekúndu fer maður frá mesta sársauka sem ég hef upplifað yfir í bestu tilfinningu lífs míns,“ segir Jóna Kristín Hauksdóttir, hagfræðingur og þriggja barna móðir, í viðtalsliðnum Móðurmál.

Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“
„Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál.

„Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“
„Við vorum ekkert að taka eitt skref í einu, heldur bauð Ásgeir mér á árshátið Stöðvar 2 sem var okkar fyrsta deit enda var hann alveg staðráðinn í því frá fyrsta augnabliki að ég væri sú rétta,“ segir Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, um fyrsta stefnumót hennar og unnusta síns, Ásgeirs Kolbeinssonar, athafna- og fjölmiðlamanns.

Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“
„Eftir þrettán ára samband þá höfum við einnig þroskast saman og gengið í gegnum margt sem hefur styrkt okkur enn meira,“ segir Sylvía Erla Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, í viðtali við Makamál.

Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“
Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi.

„Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“
„Við tölum mikið saman um það hvernig okkur líður og erum dugleg að gera hluti saman,“ segir Júlíana Dögg Ö. Chipa, meistaranemi í afbrotafræði og áhrifavaldur, í viðtali við Makamál.

Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og unnusta hans María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, hittust fyrst árið 2008 en felldu ekki hugi saman fyrr en um níu árum síðar. Var það eftir nokkrar viðreynslur Arnars. Parið hefur nú komið sér vel fyrir í Grafarvogi með börnum sínum og hundinum Scully.

„Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“
„Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst.

Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu
Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona hafa verið nánast óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. Þau trúlofuðu sig í París í Frakklandi í október 2022 eftir að Gummi bað um hönd Línu í Tuileries Garden, rómantíkin uppmáluð.

Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin
Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman.

„Eins og verstu unglingar í sleepover“
Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg.

„Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“
Elín Björg Björnsdóttir, athafnakona og annar eigandi fataverslunarinnar FOU22, og eiginmaður hennar Christian Bruhn kynntust fyrir rúmum áratug á stefnumótaforritinu Tinder. Ástin kviknaði stuttu síðar þegar þau hittust á skemmtistaðnum Bakken í miðborg Kaupmannahafnar.

„Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“
Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu.

Á golfsett en bíður eftir réttum kennara
Líney Sif Sandholt starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að reka hreingerningafyrirtækið LS-þrif. Hún lýsir sjálfri sér sem þrjóskri, metnaðarfullri og jákvæðri konu sem elskar að ferðast og skapa minningar með börnunum sínum tveimur.

„Tíu ár en enginn hringur“
Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára.

„Sætasti gaur sem ég þekki“
Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta.

Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann
Athafnakonan, förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir er búsett í Miami í Bandaríkjunum. Hún horfir björtum augum á framtíðina ætlar sér að verða fyrsta íslenska konan sem kemst á lista Forbes.

Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi
Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum.

Góður dansari og ágætis kokkur
Tinna Aðalbjörnsdóttir er jákvæð, glaðlynd og húmorísk kona frá Hnífsdal. Hún starfar sem umboðsmaður hjá umboðsskrifstofunni Ey agency og segist spennt fyrir framtíð ört stækkandi fyrirtækis.

Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum
Listakonan og leikstjórinn Anna Maggý lítur björtum augum á framtíðina og nýja árið sem mun einkennast af skemmtilegum verkefnum, ferðalögum og leit að fljúgandi furðuhlutum (e.UFO hunt).