„Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 07:04 Kristín Eva situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. „Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur,“segir Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður um samband hennar og eiginmannsins, Sverris Bergmanns Magnússonar, tónlistarmanns og bæjarstjórnarfulltrúa í Reykjanesbæ. Kristín Eva og Sverrir kynntust fyrir um átta árum þegar Sverrir sendi henni vinabeiðni á Facebook. Hlutirnir gerðust hratt í kjölfarið. Þau hittust á fimmtudegi og Kristín var flutt inn til Sverris á laugardegi. Síðan þá hafa þau gengið í hjónaband og eignast saman tvær dætur, þær Ástu Berthu og Sunnu Stellu. Sverri þarf vart að kynna og hefur hann sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarin ár. Samhliða tónlistinni hefur hann setið í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna í Reykjanesbæ síðastliðin tvö ár. Eftir að Kristín Eva lauk mastersgráðu sinni í lögfræði við Háskólann í Reykjavík starfaði hún sem flugfreyja hjá Qatar Airlines í þrjú ár þar sem áhugi hennar kviknaði fyrir því að sameina lögfræðina og flugbransann. Hún hélt því til Hollands þar sem hún sérhæfði sig í flug- og geimrétti. Kristín Eva situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst í gegnum Facebook. Ég var nýflutt heim eftir nokkurra ára búsetu erlendis og bjó heima hjá Orra, bróður mínum. Allt í einu fékk ég vinabeiðni frá honum og ég kættist öll dátt og gladdist. Ég man að bróður minn spurði mig af hverju ég væri svona ánægð en ég gaf honum ekkert upp. Svo sendi ég Sverri skilaboð „Takk fyrir addið, veit ekki hvort minnið sé að leika mig grátt, en þekkjumst við?“ Ekki leið á löngu þar til ég fékk til baka: „Neibb þekkjumst ekki neitt, minnið þitt er í toppstandi.“ Ég sprakk úr hlátri og ég spring enn þá úr hlátri yfir öllum guðdómlegu vitsmunakornum sem vella upp úr honum. Ég varð strax ástfangin í gegnum þennan litla síma og ég man alltaf hvað Orri bróðir var að reyna að forvitnast hvað var í gangi í símanum á meðan ég skellti úr hlátri eins og smástelpa að lesa nýjustu skilaboðin frá Sverri. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Sverrir klárlega þegar hann addaði mér með sínu ótrúlega addi á Facebook. Fyrsti kossinn okkar: Þegar ég kvaddi hann eftir að við höfðum keyrt út um alla borgina saman í fyrsta sinn þegar við hittumst. Fyrsta stefnumótið? Obbobojj, fyrsta stefnumótið? Sverrir addaði mér á mánudegi þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum erlendis. Hann kom heim á fimmtudegi og þá áttum við okkar fyrsta stefnumót. Hann kom og sótti mig og við rúntuðum við um heillengi og svo skutlaði hann mér heim um nóttina. Spurningin lýtur þó ef til vill að því hvort að fyrsta stefnumótið hafi verið tveimur dögum síðar. Þá kom Sverrir eins og bjargaði mér eins og riddari á hvítum hesti. Það vildi svo til að ég ákvað að fara með gömlu drossíuna, Honduna okkar góðu sem enn lifir góðu lífi, á bílaþvottastöð. Nema, það vildi svo „heppilega“ til að ég var auðvitað rafmagnslaus í miðri þvottastöð. Þá kom Sverrir, já þá kom Sverrir og bjargaði mér úr prísund. Eftir þetta atvik var aldrei aftur snúið. Ég vissi frá þeirri stundu að Sverrir væri minn. Ég var búin að finna hann, hann var búinn að finna mig og ég elskaði hann strax. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Við erum Yin og Yang. Við bætum hvort annað upp á einhvern skrýtinn hátt. Sverrir að hans sögn er oft „flatur“ á meðan ég er algert jójó. Þegar ég er niðri togar hann mig upp en þegar ég uppi toga ég hann upp. Við náum einhverjum fullkomnum balance. Þetta á þó við á fleiri sviðum. Hann getur verið afskaplega nojaður. Til dæmis getur hann ekki sofið þegar það er „óveður“ þ.e.a.s. pínu vindur. Oftar en ekki hefur greyið þurft að fara út um miðja nótt í einhverjum byl að binda niður trampólínið eða festa lokið á heita pottinum. Svo kemur hann kaldur og rakur inn eftir átökin. Allt á meðan ég sef eins og lítið barn, vitandi að allt er í toppmálum. Svo vakna ég um morguninn úthvíld og hann hrakinn, blautur og svefnvana. Lykillinn að hamingjunni að hafa Sverri undir stýri Svo höfum við innleitt ákveðna grundvallarreglu sem mögulega er lykillinn að langvarandi hamingju; Sverrir keyrir ef við erum bæði í bíl. Ég hef prófað að keyra. Það eru mistök. Það eru alltaf mistök. Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þó að rómantísku stefnumótin séu af skornum skammti, þá skiptir höfuðmáli að gera grein fyrir hugtakaskilgreiningu þessara orða. Fyrir mér felst „rómantískt stefnumót“ í því að Sverrir kemur með mér fram í sófa eftir að stelpurnar eru sofnaðar til þess að „horfa“ með mér á glæpamynd eða glæpaþátt sem hann hefur engan áhuga á, til þess eins að ég sofni innan tíu mínútna í fanginu á honum. Svo höfum við endrum og eins komist „út á lífið“ þar sem við leigjum okkur hótel og gerum okkur glaðan dag, oft með vinum. Ég elska það en það gerist ekki oft. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég forðast rómantískar kvikmyndir eins og heitan eldinn. Ég vil aðallega horfa á ráðgátur, spennumyndir, glæpamyndir, sakamálamyndir og lögfræðineglur. Ef ég ætti að henda í eitthvað myndi ég nefna þessar gömlu klassísku, the Bodyguard, Dirty Dancing, Ghost, Titanic og jú kannski jólamyndin Holiday. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ætli ég verði ekki að segja Unbreak my heart með Toni Braxton. Þetta lag hlustaði ég repeatedly á, á ferðalagi fjölskyldunnar um Kanada árið 1998, á kasettu þegar þá var og hét. Það var stórkostlegt þá og er stórkostlegt enn. Annars er lagið „Ég fer ekki neitt“ með sverri alveg rosalegt sem kannski fellur ekki alveg undir skilgreininguna break up-ballaða en ballaða er lagið nú samt. Lögin okkar: Þig ég elska, alveg 1000 %. Lagið sem Sverrir samdi til mín, var sungið af henni Jóhönnu Guðrúnu bestu okkar í kirkjunni þegar við giftum okkur og bróðir hans Sverris og Fósturvísarnir, hluti af karlakór Fóstbræðra, sungu til okkar á meðan við dönsuðum fyrsta dansinn í brúðkaupsveislunni. Algjörlega epic móment. Undanfarið eigum við þó okkar uppáhaldslag „Everybody, wait for me“, sem Ásta Bertha Bergmann, fjögurra ára dóttir okkar, samdi og söng, en guðfaðir hennar, tónlistarsnillingurinn Halldór Gunnar Pálsson, gerði svo rosalega útgáfu af. Lagið er ekki enn opinbert en hver veit nema það gæti gerist í náinni framtíð. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Ætli stærsta og mikilvægasta áhugamálið sé ekki stelpurnar okkar, eða eins og við köllum þær „litlu kellingarnar“. Við dýrkum að geta verið saman fjölskyldan, hvort sem það sé að gera einfaldlega ekki neitt eða dúllast eitthvað saman. Hvað okkur tvö varðar án barna og þessa spurningu að þá hef ég það að segja að þegar stórt er smurt er lítið um smjör. Áður en við áttum börnin elskuðum við að spila saman, fara út á lífið saman, ferðast saman og allt milli himins og jarðar. Staðreyndin er hins vegar sú að vegna vinnutíma okkar beggja og þeirrar staðreyndar að Sverrir er að gigga flestar helgar þá eru tækifærin til að vera bara við tvö ein fá. Er þó á meðan er og eins og staðan er í dag eigum við það áhugamál saman að leggjast upp í rúm í smástund á mánudagsmorgnum, eftir að stelpurnar fara á leikskólann, og njóta þess að liggja áður en amstur vikunnar hefst að nýju. Ég myndi því segja að eiginlega stærsta áhugamálið okkar akkúrat á líðandi stundu sé að ná óáreittri stund saman. Sjaldgæft, en gerist. Þetta snýst um litlu atriðin, litlu smáatriðin. Hvort ykkar eldar meira? Ég, klárlega. Sverrir er samt ofboðslega duglegur að „veiða“ fjölskyldunni til matar, þegar hann hendist út í fiskbúð og kaupir þaðan. Haldið þið upp á sambands-og/eða brúðkaupsafmælin? Við höfum ekki verið ötul að halda upp á sambandsafmælið en jú við héldum upp á fyrsta brúðkaupsafmælið okkar. Reyndar gerðum við það í góðra vinahópi sem einnig voru að fagna sambandsafmæli á sama tíma, fórum út að borða og leigðum okkur hótel í borg óttans. Sverrir tók sig til og leitaði um allan bæ að góðum hlutum: pappír, tré og leir sem tákn fyrir lengd hjónabönd vina okkar, sem vakti mikla lukku. Eruði rómantísk? Mér finnst Sverrir vera fáránlega rómantískur. Allt sem hann gerir hefur hann lagt mikla hugsun að baki í. Eins og trúlofunarhringurinn sem hann hafði hannað sjálfur og ber merkið „yin og yang“ – þar sem gull mætir silfri. Tveir steinar, blár og grænn, sem hefur að geyma augnalit allra fjölskyldumeðlima þessa heimilis. Ég á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara. En svo er það bara hvernig við erum, knúsumst, kyssumst, knúsumst og tjáum ást okkar daglega – er það ekki rómantík í sjálfu sér? Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Hjartað mitt. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Svarthöfða stresspúðakall. Hann gaf mér þessa gjöf innan við fimm mínútum frá því við sáum hvort annað fyrst. Svo fyrsta afmælisgjöfin hans til mín var innrammað skjáskot af okkar fyrstu samskiptum. Svo fylgdi stóra gjöfin; ferð til Bandaríkjanna að heimsækja systur mína í Seattle en einnig til Las Vegas á Celine Dion. Hjartað mitt stöðvaðist um tíma og ég átti erfitt með andardrátt þegar ég sá hvað þetta var. Ég er í raun enn að jafna mig eftir þetta. Maðurinn minn er: Sverrir Bergmann, Manswess, Svessi, Svergur, Swess to mouth, video game boy, Röddin, poppari, peppari og allt þar á milli. Rómantískasti staður á landinu: Sauðárkrókur og Hamradalur! Það jafnast fátt við það að fara heim til tengdó í Drekahlíðinni á Sauðárkróki. Þar finnum við þvílíka hlýju, ást og væntumþykju auk þess sem við græðum oftast pössun til þess að kíkja aðeins út bara tvo saman. Þó jafnast ekkert á við Hamradalinn góða, götuna okkar, þar sem börn okkar hafa ávallt búið, þar sem við trúlofuðumst og þar sem lífið okkar er að ógleymdum nágrönnum úr gulli. Mikilvægt að gefa hvort öðru rými Fyndnasta minningin af ykkur saman? Það koma nokkrar upp, aðallega þar sem ég er að deyja úr hlátri vegna ófara Sverris. Mér er minnisstætt eitt atvik þegar hann skaðbrann svo illa fyrir neðan hné eftir bátsferð okkar í kringum Capri á Ítalíu. Í sjálfu sér ekki gamankennt en ég hef sjaldan hlegið jafnmikið á ævi minni. Þá er mér minnisstætt annað atvik þegar ég braut næstum bakið á greyinu þegar ég reyndi að klifra upp á hann í sjónum í Hvammsvík. Einnig er mér minnisstætt annað atvik þegar Sverrir var svo þunnur eftir brúðkaup á Ítalíu og við þurftum að keyra hræðilega fjallvegi alla um langa vegi alla leið til Napólí í pínulitlum Yaris sem við rétt pössuðum í. Þá hef ég sjaldan hlegið jafnmikið og þegar við vorum stödd í öðru brúðkaupi út á Ítalíu og Sverrir ákvað að kaupa McDonalds fyrir vini sína sem þegar voru farnir að sofa á hótelinu og færði þeim home delivery án þess að hafa beðið um það. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? „Ástin á sér stað – hér í Hamradal“ Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við reynum að gefa hvort öðru rými til þess að hitta vini okkar stuttlega. Það getur reynst þrautinni þyngri en ef það opnast möguleiki þá reynum við að hvetja hinn aðilann að rækta vinasambönd til þess að gleymast ekki í hringiðu lífsins. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi allavega segja að það sem einkennir samband okkar er þolinmæði, ró, jafnaðargeð, gleði, léttleiki, óalvarleiki, styrkur, staðfesta, skýrleiki, stöðugleiki, andrými, kærleiki, kúsuleiki, sáluleiki, ást, umhyggja, væntumþykja og eilíf ást. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Bestur, langbestur, langlangbestur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Við verðum áfram geggjuð og jafn ástfangin. Vonandi komin með eitt barn í viðbót sem verður samt orðið nógu stórt svo við getum farið að leyfa okkur reglulegar utanlandsferðir og helgarferðir tvö saman. Svo væri geggjað að vita til þess að kannski gætum við farið að stunda saman golf og jafnvel öll fjölskyldan. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við nýtum allar glufur sem okkar gefast til þess að minna okkur á mikilvægi okkar beggja. Engin stund er dauð stund. Ást er ... .. að snerta fætur eiginmannsins með eigin fótum um nætur því dæturnar eru á milli og við getum ekki knúsast. Ást er... Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Kristín Eva og Sverrir kynntust fyrir um átta árum þegar Sverrir sendi henni vinabeiðni á Facebook. Hlutirnir gerðust hratt í kjölfarið. Þau hittust á fimmtudegi og Kristín var flutt inn til Sverris á laugardegi. Síðan þá hafa þau gengið í hjónaband og eignast saman tvær dætur, þær Ástu Berthu og Sunnu Stellu. Sverri þarf vart að kynna og hefur hann sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarin ár. Samhliða tónlistinni hefur hann setið í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna í Reykjanesbæ síðastliðin tvö ár. Eftir að Kristín Eva lauk mastersgráðu sinni í lögfræði við Háskólann í Reykjavík starfaði hún sem flugfreyja hjá Qatar Airlines í þrjú ár þar sem áhugi hennar kviknaði fyrir því að sameina lögfræðina og flugbransann. Hún hélt því til Hollands þar sem hún sérhæfði sig í flug- og geimrétti. Kristín Eva situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst í gegnum Facebook. Ég var nýflutt heim eftir nokkurra ára búsetu erlendis og bjó heima hjá Orra, bróður mínum. Allt í einu fékk ég vinabeiðni frá honum og ég kættist öll dátt og gladdist. Ég man að bróður minn spurði mig af hverju ég væri svona ánægð en ég gaf honum ekkert upp. Svo sendi ég Sverri skilaboð „Takk fyrir addið, veit ekki hvort minnið sé að leika mig grátt, en þekkjumst við?“ Ekki leið á löngu þar til ég fékk til baka: „Neibb þekkjumst ekki neitt, minnið þitt er í toppstandi.“ Ég sprakk úr hlátri og ég spring enn þá úr hlátri yfir öllum guðdómlegu vitsmunakornum sem vella upp úr honum. Ég varð strax ástfangin í gegnum þennan litla síma og ég man alltaf hvað Orri bróðir var að reyna að forvitnast hvað var í gangi í símanum á meðan ég skellti úr hlátri eins og smástelpa að lesa nýjustu skilaboðin frá Sverri. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Sverrir klárlega þegar hann addaði mér með sínu ótrúlega addi á Facebook. Fyrsti kossinn okkar: Þegar ég kvaddi hann eftir að við höfðum keyrt út um alla borgina saman í fyrsta sinn þegar við hittumst. Fyrsta stefnumótið? Obbobojj, fyrsta stefnumótið? Sverrir addaði mér á mánudegi þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum erlendis. Hann kom heim á fimmtudegi og þá áttum við okkar fyrsta stefnumót. Hann kom og sótti mig og við rúntuðum við um heillengi og svo skutlaði hann mér heim um nóttina. Spurningin lýtur þó ef til vill að því hvort að fyrsta stefnumótið hafi verið tveimur dögum síðar. Þá kom Sverrir eins og bjargaði mér eins og riddari á hvítum hesti. Það vildi svo til að ég ákvað að fara með gömlu drossíuna, Honduna okkar góðu sem enn lifir góðu lífi, á bílaþvottastöð. Nema, það vildi svo „heppilega“ til að ég var auðvitað rafmagnslaus í miðri þvottastöð. Þá kom Sverrir, já þá kom Sverrir og bjargaði mér úr prísund. Eftir þetta atvik var aldrei aftur snúið. Ég vissi frá þeirri stundu að Sverrir væri minn. Ég var búin að finna hann, hann var búinn að finna mig og ég elskaði hann strax. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Við erum Yin og Yang. Við bætum hvort annað upp á einhvern skrýtinn hátt. Sverrir að hans sögn er oft „flatur“ á meðan ég er algert jójó. Þegar ég er niðri togar hann mig upp en þegar ég uppi toga ég hann upp. Við náum einhverjum fullkomnum balance. Þetta á þó við á fleiri sviðum. Hann getur verið afskaplega nojaður. Til dæmis getur hann ekki sofið þegar það er „óveður“ þ.e.a.s. pínu vindur. Oftar en ekki hefur greyið þurft að fara út um miðja nótt í einhverjum byl að binda niður trampólínið eða festa lokið á heita pottinum. Svo kemur hann kaldur og rakur inn eftir átökin. Allt á meðan ég sef eins og lítið barn, vitandi að allt er í toppmálum. Svo vakna ég um morguninn úthvíld og hann hrakinn, blautur og svefnvana. Lykillinn að hamingjunni að hafa Sverri undir stýri Svo höfum við innleitt ákveðna grundvallarreglu sem mögulega er lykillinn að langvarandi hamingju; Sverrir keyrir ef við erum bæði í bíl. Ég hef prófað að keyra. Það eru mistök. Það eru alltaf mistök. Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þó að rómantísku stefnumótin séu af skornum skammti, þá skiptir höfuðmáli að gera grein fyrir hugtakaskilgreiningu þessara orða. Fyrir mér felst „rómantískt stefnumót“ í því að Sverrir kemur með mér fram í sófa eftir að stelpurnar eru sofnaðar til þess að „horfa“ með mér á glæpamynd eða glæpaþátt sem hann hefur engan áhuga á, til þess eins að ég sofni innan tíu mínútna í fanginu á honum. Svo höfum við endrum og eins komist „út á lífið“ þar sem við leigjum okkur hótel og gerum okkur glaðan dag, oft með vinum. Ég elska það en það gerist ekki oft. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég forðast rómantískar kvikmyndir eins og heitan eldinn. Ég vil aðallega horfa á ráðgátur, spennumyndir, glæpamyndir, sakamálamyndir og lögfræðineglur. Ef ég ætti að henda í eitthvað myndi ég nefna þessar gömlu klassísku, the Bodyguard, Dirty Dancing, Ghost, Titanic og jú kannski jólamyndin Holiday. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ætli ég verði ekki að segja Unbreak my heart með Toni Braxton. Þetta lag hlustaði ég repeatedly á, á ferðalagi fjölskyldunnar um Kanada árið 1998, á kasettu þegar þá var og hét. Það var stórkostlegt þá og er stórkostlegt enn. Annars er lagið „Ég fer ekki neitt“ með sverri alveg rosalegt sem kannski fellur ekki alveg undir skilgreininguna break up-ballaða en ballaða er lagið nú samt. Lögin okkar: Þig ég elska, alveg 1000 %. Lagið sem Sverrir samdi til mín, var sungið af henni Jóhönnu Guðrúnu bestu okkar í kirkjunni þegar við giftum okkur og bróðir hans Sverris og Fósturvísarnir, hluti af karlakór Fóstbræðra, sungu til okkar á meðan við dönsuðum fyrsta dansinn í brúðkaupsveislunni. Algjörlega epic móment. Undanfarið eigum við þó okkar uppáhaldslag „Everybody, wait for me“, sem Ásta Bertha Bergmann, fjögurra ára dóttir okkar, samdi og söng, en guðfaðir hennar, tónlistarsnillingurinn Halldór Gunnar Pálsson, gerði svo rosalega útgáfu af. Lagið er ekki enn opinbert en hver veit nema það gæti gerist í náinni framtíð. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Ætli stærsta og mikilvægasta áhugamálið sé ekki stelpurnar okkar, eða eins og við köllum þær „litlu kellingarnar“. Við dýrkum að geta verið saman fjölskyldan, hvort sem það sé að gera einfaldlega ekki neitt eða dúllast eitthvað saman. Hvað okkur tvö varðar án barna og þessa spurningu að þá hef ég það að segja að þegar stórt er smurt er lítið um smjör. Áður en við áttum börnin elskuðum við að spila saman, fara út á lífið saman, ferðast saman og allt milli himins og jarðar. Staðreyndin er hins vegar sú að vegna vinnutíma okkar beggja og þeirrar staðreyndar að Sverrir er að gigga flestar helgar þá eru tækifærin til að vera bara við tvö ein fá. Er þó á meðan er og eins og staðan er í dag eigum við það áhugamál saman að leggjast upp í rúm í smástund á mánudagsmorgnum, eftir að stelpurnar fara á leikskólann, og njóta þess að liggja áður en amstur vikunnar hefst að nýju. Ég myndi því segja að eiginlega stærsta áhugamálið okkar akkúrat á líðandi stundu sé að ná óáreittri stund saman. Sjaldgæft, en gerist. Þetta snýst um litlu atriðin, litlu smáatriðin. Hvort ykkar eldar meira? Ég, klárlega. Sverrir er samt ofboðslega duglegur að „veiða“ fjölskyldunni til matar, þegar hann hendist út í fiskbúð og kaupir þaðan. Haldið þið upp á sambands-og/eða brúðkaupsafmælin? Við höfum ekki verið ötul að halda upp á sambandsafmælið en jú við héldum upp á fyrsta brúðkaupsafmælið okkar. Reyndar gerðum við það í góðra vinahópi sem einnig voru að fagna sambandsafmæli á sama tíma, fórum út að borða og leigðum okkur hótel í borg óttans. Sverrir tók sig til og leitaði um allan bæ að góðum hlutum: pappír, tré og leir sem tákn fyrir lengd hjónabönd vina okkar, sem vakti mikla lukku. Eruði rómantísk? Mér finnst Sverrir vera fáránlega rómantískur. Allt sem hann gerir hefur hann lagt mikla hugsun að baki í. Eins og trúlofunarhringurinn sem hann hafði hannað sjálfur og ber merkið „yin og yang“ – þar sem gull mætir silfri. Tveir steinar, blár og grænn, sem hefur að geyma augnalit allra fjölskyldumeðlima þessa heimilis. Ég á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara. En svo er það bara hvernig við erum, knúsumst, kyssumst, knúsumst og tjáum ást okkar daglega – er það ekki rómantík í sjálfu sér? Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Hjartað mitt. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Svarthöfða stresspúðakall. Hann gaf mér þessa gjöf innan við fimm mínútum frá því við sáum hvort annað fyrst. Svo fyrsta afmælisgjöfin hans til mín var innrammað skjáskot af okkar fyrstu samskiptum. Svo fylgdi stóra gjöfin; ferð til Bandaríkjanna að heimsækja systur mína í Seattle en einnig til Las Vegas á Celine Dion. Hjartað mitt stöðvaðist um tíma og ég átti erfitt með andardrátt þegar ég sá hvað þetta var. Ég er í raun enn að jafna mig eftir þetta. Maðurinn minn er: Sverrir Bergmann, Manswess, Svessi, Svergur, Swess to mouth, video game boy, Röddin, poppari, peppari og allt þar á milli. Rómantískasti staður á landinu: Sauðárkrókur og Hamradalur! Það jafnast fátt við það að fara heim til tengdó í Drekahlíðinni á Sauðárkróki. Þar finnum við þvílíka hlýju, ást og væntumþykju auk þess sem við græðum oftast pössun til þess að kíkja aðeins út bara tvo saman. Þó jafnast ekkert á við Hamradalinn góða, götuna okkar, þar sem börn okkar hafa ávallt búið, þar sem við trúlofuðumst og þar sem lífið okkar er að ógleymdum nágrönnum úr gulli. Mikilvægt að gefa hvort öðru rými Fyndnasta minningin af ykkur saman? Það koma nokkrar upp, aðallega þar sem ég er að deyja úr hlátri vegna ófara Sverris. Mér er minnisstætt eitt atvik þegar hann skaðbrann svo illa fyrir neðan hné eftir bátsferð okkar í kringum Capri á Ítalíu. Í sjálfu sér ekki gamankennt en ég hef sjaldan hlegið jafnmikið á ævi minni. Þá er mér minnisstætt annað atvik þegar ég braut næstum bakið á greyinu þegar ég reyndi að klifra upp á hann í sjónum í Hvammsvík. Einnig er mér minnisstætt annað atvik þegar Sverrir var svo þunnur eftir brúðkaup á Ítalíu og við þurftum að keyra hræðilega fjallvegi alla um langa vegi alla leið til Napólí í pínulitlum Yaris sem við rétt pössuðum í. Þá hef ég sjaldan hlegið jafnmikið og þegar við vorum stödd í öðru brúðkaupi út á Ítalíu og Sverrir ákvað að kaupa McDonalds fyrir vini sína sem þegar voru farnir að sofa á hótelinu og færði þeim home delivery án þess að hafa beðið um það. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? „Ástin á sér stað – hér í Hamradal“ Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við reynum að gefa hvort öðru rými til þess að hitta vini okkar stuttlega. Það getur reynst þrautinni þyngri en ef það opnast möguleiki þá reynum við að hvetja hinn aðilann að rækta vinasambönd til þess að gleymast ekki í hringiðu lífsins. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi allavega segja að það sem einkennir samband okkar er þolinmæði, ró, jafnaðargeð, gleði, léttleiki, óalvarleiki, styrkur, staðfesta, skýrleiki, stöðugleiki, andrými, kærleiki, kúsuleiki, sáluleiki, ást, umhyggja, væntumþykja og eilíf ást. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Bestur, langbestur, langlangbestur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Við verðum áfram geggjuð og jafn ástfangin. Vonandi komin með eitt barn í viðbót sem verður samt orðið nógu stórt svo við getum farið að leyfa okkur reglulegar utanlandsferðir og helgarferðir tvö saman. Svo væri geggjað að vita til þess að kannski gætum við farið að stunda saman golf og jafnvel öll fjölskyldan. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við nýtum allar glufur sem okkar gefast til þess að minna okkur á mikilvægi okkar beggja. Engin stund er dauð stund. Ást er ... .. að snerta fætur eiginmannsins með eigin fótum um nætur því dæturnar eru á milli og við getum ekki knúsast.
Ást er... Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira