Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. september 2024 20:03 Gugga er einhleypa mánaðarins á Vísi. Gugga Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. Gugga er 21 árs Hafnarfjarðarmær. Hún starfar sem ritari og aðstoðarkona hjá Kirópraktorstofu Íslands samhliða því að nema viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Hún segist vera með ýmsar hugmyndir í kollinum og er óhrædd að prófa nýja hluti. „Ég er mikið í hlaðvarpspælingum þessa dagana þar sem Veislan er hætt á FM957, langar að halda áfram með Guggu Vikunnar og held að það sé besta lausnin,“ segir Gugga. Gugga vikunnar, var vikulegur liður í umsjón Guggu í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Þar kynnti hún hlustendum fyrir „Guggu vikunnar“ sem var kona sem henni þótti skara fram úr sem fyrirmynd í samfélaginu. Útvarpsþátturinn sem var í umsjón Ágústs Beinteins og Patriks Atlasonar, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, var tekinn af dagskrá í byrjun ágústmánaðar. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Hér að neðan svarar Gugga spurningum í viðtalsliðnum Einhlyepan. Hver er Gugga? Gugga er ung jákvæð stelpa úr Hafnarfirði sem reynir að taka lífinu ekki of alvarlega og elskar að láta aðra brosa. Aldur? 21 árs Starf? Ég vinn á Kírópraktorstofu Íslands sem aðstoðarmaður og ritari. Menntun? Er með stúdentspróf og er í Viðskiptafræði í Háskólanum við Bifröst. Áhugamál? Ég elska að ferðast með vinkonum mínum, ég er nýbyrjuð að lesa bækur sem mig langar að lesa en ekki bara skólabækur. Tónlist hefur sérstakan stað í hjartanu mínu, svo finnst mér morðmál og hvernig glæpaheilinn virkar voða áhugavert. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gugga er náttúrulega gælunafn frá nafninu mínu, Guðrún. Annars er fólkið í kringum mig mikið að kalla mig Gúmmí núna. Aldur í anda? Held ég eigi alltaf inni svona þrjú ár útaf Covid tímabilinu, þannig 18 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já daglega, sumir setja út á það. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Fullkomin, fullkomin, fullkomin. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Vinir mínir myndu segja að ég sé traust, vonandi fyndin og svolítill stríðnispúki. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Gúmmístöffið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er víst ágæt söngkona, fattaði það um daginn. Ertu A eða B týpa? B týpa, en er opin fyrir því að breytast yfir í A týpu. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ljón, ég er það í stjörnumerkinu svo er ég líka rauðhærð. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Vil það ekki oj, gefðu mér Nocco í staðin plís. Hvaða bók lastu síðast? Reminders of him með Colleen Hoover, hún var ömurleg. Ég var að byrja að lesa November 9th núna með Colleen, vonandi er hún betri! Hvað ertu að hámhorfa á? Er að horfa á Criminal minds, aftur. Guilty pleasure kvikmynd? Tangled. Syngur þú í sturtu? Já, er alltaf með hátalara að spila lög þegar ég fer í sturtu. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Var að komast að því að textinn í WAIT FOR YOU með Future, Drake og Tems er: „I won't wait for you“, ég er búin að vera syngja „I will wait for you“ en held ég sé ekki sú eina. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var auðvitað mjög skotin í Justin Bieber og er það enn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Einungis Kanye West. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að fara út með ruslið Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Finnst ótrúlega gaman að farða mig fyrir eitthvað tilefni á meðan ég hlusta á góða tónlist Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Sjálfstraust, húmor og metnaður. En óheillandi? Óöryggi, virðingarleysi og ósjálfbjarga. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Finnst gott að byrja á Petersen eða Tipsý og taka svo alvöru djamm á Hax og Auto. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? TikTok, því miður. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, er að bíða eftir því að komast inn á Raya, gengur ekkert hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Draumastefnumótið? Fljúga mér út til Parísar. Hvað er ást? Samband foreldra minna. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég reyni mikið að lifa í núinu og plana ekki lífið mitt út en vona að ég verði hamingjusöm eftir tíu ár. Ertu með einhvern bucket lista? Nei, þarf kannski að búa hann til. Einhleypa mánaðarins er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Gugga er 21 árs Hafnarfjarðarmær. Hún starfar sem ritari og aðstoðarkona hjá Kirópraktorstofu Íslands samhliða því að nema viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Hún segist vera með ýmsar hugmyndir í kollinum og er óhrædd að prófa nýja hluti. „Ég er mikið í hlaðvarpspælingum þessa dagana þar sem Veislan er hætt á FM957, langar að halda áfram með Guggu Vikunnar og held að það sé besta lausnin,“ segir Gugga. Gugga vikunnar, var vikulegur liður í umsjón Guggu í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Þar kynnti hún hlustendum fyrir „Guggu vikunnar“ sem var kona sem henni þótti skara fram úr sem fyrirmynd í samfélaginu. Útvarpsþátturinn sem var í umsjón Ágústs Beinteins og Patriks Atlasonar, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, var tekinn af dagskrá í byrjun ágústmánaðar. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Hér að neðan svarar Gugga spurningum í viðtalsliðnum Einhlyepan. Hver er Gugga? Gugga er ung jákvæð stelpa úr Hafnarfirði sem reynir að taka lífinu ekki of alvarlega og elskar að láta aðra brosa. Aldur? 21 árs Starf? Ég vinn á Kírópraktorstofu Íslands sem aðstoðarmaður og ritari. Menntun? Er með stúdentspróf og er í Viðskiptafræði í Háskólanum við Bifröst. Áhugamál? Ég elska að ferðast með vinkonum mínum, ég er nýbyrjuð að lesa bækur sem mig langar að lesa en ekki bara skólabækur. Tónlist hefur sérstakan stað í hjartanu mínu, svo finnst mér morðmál og hvernig glæpaheilinn virkar voða áhugavert. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gugga er náttúrulega gælunafn frá nafninu mínu, Guðrún. Annars er fólkið í kringum mig mikið að kalla mig Gúmmí núna. Aldur í anda? Held ég eigi alltaf inni svona þrjú ár útaf Covid tímabilinu, þannig 18 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já daglega, sumir setja út á það. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Fullkomin, fullkomin, fullkomin. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Vinir mínir myndu segja að ég sé traust, vonandi fyndin og svolítill stríðnispúki. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Gúmmístöffið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er víst ágæt söngkona, fattaði það um daginn. Ertu A eða B týpa? B týpa, en er opin fyrir því að breytast yfir í A týpu. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ljón, ég er það í stjörnumerkinu svo er ég líka rauðhærð. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Vil það ekki oj, gefðu mér Nocco í staðin plís. Hvaða bók lastu síðast? Reminders of him með Colleen Hoover, hún var ömurleg. Ég var að byrja að lesa November 9th núna með Colleen, vonandi er hún betri! Hvað ertu að hámhorfa á? Er að horfa á Criminal minds, aftur. Guilty pleasure kvikmynd? Tangled. Syngur þú í sturtu? Já, er alltaf með hátalara að spila lög þegar ég fer í sturtu. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Var að komast að því að textinn í WAIT FOR YOU með Future, Drake og Tems er: „I won't wait for you“, ég er búin að vera syngja „I will wait for you“ en held ég sé ekki sú eina. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var auðvitað mjög skotin í Justin Bieber og er það enn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Einungis Kanye West. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að fara út með ruslið Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Finnst ótrúlega gaman að farða mig fyrir eitthvað tilefni á meðan ég hlusta á góða tónlist Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Sjálfstraust, húmor og metnaður. En óheillandi? Óöryggi, virðingarleysi og ósjálfbjarga. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Finnst gott að byrja á Petersen eða Tipsý og taka svo alvöru djamm á Hax og Auto. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? TikTok, því miður. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, er að bíða eftir því að komast inn á Raya, gengur ekkert hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Draumastefnumótið? Fljúga mér út til Parísar. Hvað er ást? Samband foreldra minna. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég reyni mikið að lifa í núinu og plana ekki lífið mitt út en vona að ég verði hamingjusöm eftir tíu ár. Ertu með einhvern bucket lista? Nei, þarf kannski að búa hann til. Einhleypa mánaðarins er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira