„Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. apríl 2025 20:03 Mari og Njörður kynntust fyrir tilviljun á Tenerife árið 2022. Ofurhlaupakonan Mari Järsk og Njörður Lúðvíksson, verkefnastjóri hjá Össuri, kynntust fyrir tilviljun á Paradísareyjunni Tenerife. Örlögin gripu í taumana og segir Mari að Njörður sé það besta sem hafi komið fyrir hana. Mari og Njörður kynntust árið 2022 þegar Mari fór í hreyfingarferð til Tenerife og hann í golfferð. Þar átti að koma honum saman með annarri stelpu en þá hafði kviknað neisti á milli hans og Mari. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. Mari var gestur Dóru Júlíu í Einkalífinu í júní í fyrra. Þar ræddi hún meðal annars um ástina, hlaupin, Íslandsmeistaratitilinn og æskuna. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ sagði Mari. Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mari situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Hvað haldið þið? auðvitað ég! Fyrsti kossinn okkar: Ég hefði getað kysst hann fyrsta kvöldið, en við kysstumst á fyrsta deitinu okkar heima hjá honum. Fyrsta stefnumótið? Hann bauð mér í mat heimtil sín eftir að ég kom heim frá Tenerife. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Sem góðu jafnvægi. Við erum bæði ótrulega sjálfstæð og gerum margt í sitthvoru lagi, það kemur samt alveg fyrir að hann kemur með mér út að skokka, en annars eyðum við kvöldunum saman. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Bodyguard, er og verður alltaf, uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín. Lagið okkar: Nothing but thieves - Impossible. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Það er útivist.Ég náði að draga hann með mér á gönguskíði, elda og að ferðast. Hvort ykkar eldar meira? Hann eldar meiraen ég þar sem mér finnst það taka of mikinn tíma frá mér. Haldið þið upp á sambandsafmælin? Nei við höfum ekki gert það hingað til. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir ykkur? Erum ekki að nenna neinu svoleiðis akkúrat núna í lífinu, við viljum bæði bara vera úti að leika. Eruði rómantísk? Nei ég held að hvorugt okkar sér rómantískt. Hann hefur samt komið mér nokkrum sinnum skemmtilega á óvart. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta gjöfin sem ég gaf honum var jólagjöf þar sem við kynntumst rétt fyrir jólin. Þetta var asnalega stór gjöf, fullt af dýrum skyrtum, fínym skó og fleira. Ég meina, ég vissi að ég var ekki fara að skila honum. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Mig minnir að hann hafi gefið mér gjafabréf í fjallaskíðaferð með leiðsögumanni. Ég hef ekki enn farið í ferðina þar sem að veðrið var ekki að vinna með mér. Ég þoli ekki gjafabréf. Maðurinn minn er: Lang bestur. Rómantíska staður á landinu: Það er fjölskyldubústaðurinn hans Njödda. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ertu viss um að þú viljir heyra söguna af því þegar við fórum í eggheimtu? Þau vita sem vita. En Njöddi hættir með mér ef ég segi ykkur það. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Svartur og hvítur. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við skreppum upp í sumarbústað. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Sambandið okkar er mjög þægilegt, nema þegar ég er óþolandi. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Maðurinn minn er mjög barngóður, svo elska öll dýr hann líka. Þrjú orð næga ekki, ljúfur, mjög þolimóður, traustur og gerir allt fyrir mig. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég hugsa að eftir tíu ár verðum við alveg eins, ég ennþá óþolandi og hann fullkominn, og við vonandi búin að eignast barn saman. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira
Mari og Njörður kynntust árið 2022 þegar Mari fór í hreyfingarferð til Tenerife og hann í golfferð. Þar átti að koma honum saman með annarri stelpu en þá hafði kviknað neisti á milli hans og Mari. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. Mari var gestur Dóru Júlíu í Einkalífinu í júní í fyrra. Þar ræddi hún meðal annars um ástina, hlaupin, Íslandsmeistaratitilinn og æskuna. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ sagði Mari. Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mari situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Hvað haldið þið? auðvitað ég! Fyrsti kossinn okkar: Ég hefði getað kysst hann fyrsta kvöldið, en við kysstumst á fyrsta deitinu okkar heima hjá honum. Fyrsta stefnumótið? Hann bauð mér í mat heimtil sín eftir að ég kom heim frá Tenerife. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Sem góðu jafnvægi. Við erum bæði ótrulega sjálfstæð og gerum margt í sitthvoru lagi, það kemur samt alveg fyrir að hann kemur með mér út að skokka, en annars eyðum við kvöldunum saman. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Bodyguard, er og verður alltaf, uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín. Lagið okkar: Nothing but thieves - Impossible. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Það er útivist.Ég náði að draga hann með mér á gönguskíði, elda og að ferðast. Hvort ykkar eldar meira? Hann eldar meiraen ég þar sem mér finnst það taka of mikinn tíma frá mér. Haldið þið upp á sambandsafmælin? Nei við höfum ekki gert það hingað til. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir ykkur? Erum ekki að nenna neinu svoleiðis akkúrat núna í lífinu, við viljum bæði bara vera úti að leika. Eruði rómantísk? Nei ég held að hvorugt okkar sér rómantískt. Hann hefur samt komið mér nokkrum sinnum skemmtilega á óvart. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta gjöfin sem ég gaf honum var jólagjöf þar sem við kynntumst rétt fyrir jólin. Þetta var asnalega stór gjöf, fullt af dýrum skyrtum, fínym skó og fleira. Ég meina, ég vissi að ég var ekki fara að skila honum. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Mig minnir að hann hafi gefið mér gjafabréf í fjallaskíðaferð með leiðsögumanni. Ég hef ekki enn farið í ferðina þar sem að veðrið var ekki að vinna með mér. Ég þoli ekki gjafabréf. Maðurinn minn er: Lang bestur. Rómantíska staður á landinu: Það er fjölskyldubústaðurinn hans Njödda. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ertu viss um að þú viljir heyra söguna af því þegar við fórum í eggheimtu? Þau vita sem vita. En Njöddi hættir með mér ef ég segi ykkur það. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Svartur og hvítur. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við skreppum upp í sumarbústað. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Sambandið okkar er mjög þægilegt, nema þegar ég er óþolandi. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Maðurinn minn er mjög barngóður, svo elska öll dýr hann líka. Þrjú orð næga ekki, ljúfur, mjög þolimóður, traustur og gerir allt fyrir mig. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég hugsa að eftir tíu ár verðum við alveg eins, ég ennþá óþolandi og hann fullkominn, og við vonandi búin að eignast barn saman.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira