Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:00 María og Arnar kynntust fyrst árið 2008 en byrjuðu ekki saman fyrr en um níu árum síðar. Parið hefur eignast saman þrjár dætur en fyrir á Arnar tvö börn. María Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og unnusta hans María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, hittust fyrst árið 2008 en felldu ekki hugi saman fyrr en um níu árum síðar. Var það eftir nokkrar viðreynslur Arnars. Parið hefur nú komið sér vel fyrir í Grafarvogi með börnum sínum og hundinum Scully. „Við erum bestu vinir og aðal klappstýrur hvors annars. Erum dugleg að tala saman og ræða hlutina, tökum okkur ekki of alvarlega og höfum sama húmor og metnað í lífinu,“ segir María aðspurð um hvernig hún myndi lýsa sambandi hennar og Arnars. „Við eigum það kannski til að vera tæp á tauginni þegar álagið er mikið en getum þó alltaf í lok dags hlegið að aðstæðum og vitum að við erum saman í þessu. Ég tel að eitt af því mikilvægasta í okkar sambandi sé að við leyfum hvort öðru að vera einstaklingar, þó við séum teymi og styðjum alltaf hvort annað í þeirri vegferð sem hitt er á þó stundum þarfnist málamiðlana enda nóg að gera.“ María situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Arnar, nokkrum sinnum reyndar. Ég var pínu sein til að kveikja á hintunum. Fyrsti kossinn okkar: Var í lyftu. Eruði rómantísk? Rómantík er ekki beint okkar sterka hlið, við erum soldið í því að halda hjólunum gangandi þessa dagana með tvö ung börn og hvolp á heimilinu ásamt tveimur eldri sem eru nú nýlega flutt út. En það að gera eitthvað spontant og óumbeðið fyrir makann, sama hversu lítið það er, er rómantík fyrir mér og við eigum það frekar til. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Góður kvöldverður, kannski tónleikar eða gisting á hóteli úti á landi þar sem er bannað að ræða fótbolta eða heimilisfjármálin. Eftirlætis maturinn ykkar: Wagyu ribeye, Kobe ef ég er heppin, medium rare eða alvöru sushi og gott vín með. Tiramisu í eftirrétt og Old Fashion on the side. Lagið okkar: I feel it coming með The Weeknd. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég á enga uppáhalds en Arnar myndi alltaf segja Notebook þar sem hann vill meina að sagan sé svipuð okkar sögu. Ástin finnur sér alltaf leið. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Flugmiði - one way ticket til Íslands. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Bose heyrnatól þar sem hann hafði týnt sínum gömlu heyrnatólum. Hann týndi þeim síðan þremur vikum seinna. Ég gaf honum svo gömlu mín með snúru - þau hafa ekki enn týnst. Maðurinn minn er: Vel gefinn, fróðleiksfús, fyndinn, vill öllum vel, blíður, hrikalega utan við sig, örlítið fljótfær en einstaklega myndarlegur. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Þær eru svo margar. En ætli fyrsta nóttin sem við gistum saman toppi ekki flest. Sú nótt var eins órómantísk og hugsast getur og er ég reglulega minnt á það í matarboðum með vinum að kvöldið sem Arnar hafði beðið svo lengi eftir hafi verið í algjörri andstæðu við það sem hann hafði séð fyrir sér og vaknaði ég með skúringafötu mér við hlið. Rómantískasti staður á landinu: Hvar sem er þar sem við getum bara verið í núinu, helst þar sem síminn og tölvan eru fjarri - nema kannski til að kveikja á tónlist. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Keyrum út fyrir borgarmörkin, hlustum á góða tónlist í bílnum, förum í sund og borðum góðan mat. Við höfum líka verið dugleg að kíkja á kaffihús- það þarf ekki alltaf að vera flugeldasýning. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hinu megin við brúnna. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Góðhjartaður, metnaðargjarn og sjarmerandi. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Að njóta lífsins saman og með börnunum okkar, fjölskyldu og vinum. Vonandi í aðeins minni hasar dagsdaglega og lægra vaxtastigi en nóg af ævintýrum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að hlægja saman. Ást er ... ákvörðun sem þið takið saman og vinnið í daglega. En ást er líka að hlakka alltaf til að sjá eða heyra í makanum, þó þið séuð að eiga „off“ dag. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ „Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst. 12. júní 2024 07:00 Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman. 23. maí 2024 09:00 Mest lesið Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Sjá meira
„Við erum bestu vinir og aðal klappstýrur hvors annars. Erum dugleg að tala saman og ræða hlutina, tökum okkur ekki of alvarlega og höfum sama húmor og metnað í lífinu,“ segir María aðspurð um hvernig hún myndi lýsa sambandi hennar og Arnars. „Við eigum það kannski til að vera tæp á tauginni þegar álagið er mikið en getum þó alltaf í lok dags hlegið að aðstæðum og vitum að við erum saman í þessu. Ég tel að eitt af því mikilvægasta í okkar sambandi sé að við leyfum hvort öðru að vera einstaklingar, þó við séum teymi og styðjum alltaf hvort annað í þeirri vegferð sem hitt er á þó stundum þarfnist málamiðlana enda nóg að gera.“ María situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Arnar, nokkrum sinnum reyndar. Ég var pínu sein til að kveikja á hintunum. Fyrsti kossinn okkar: Var í lyftu. Eruði rómantísk? Rómantík er ekki beint okkar sterka hlið, við erum soldið í því að halda hjólunum gangandi þessa dagana með tvö ung börn og hvolp á heimilinu ásamt tveimur eldri sem eru nú nýlega flutt út. En það að gera eitthvað spontant og óumbeðið fyrir makann, sama hversu lítið það er, er rómantík fyrir mér og við eigum það frekar til. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Góður kvöldverður, kannski tónleikar eða gisting á hóteli úti á landi þar sem er bannað að ræða fótbolta eða heimilisfjármálin. Eftirlætis maturinn ykkar: Wagyu ribeye, Kobe ef ég er heppin, medium rare eða alvöru sushi og gott vín með. Tiramisu í eftirrétt og Old Fashion on the side. Lagið okkar: I feel it coming með The Weeknd. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég á enga uppáhalds en Arnar myndi alltaf segja Notebook þar sem hann vill meina að sagan sé svipuð okkar sögu. Ástin finnur sér alltaf leið. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Flugmiði - one way ticket til Íslands. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Bose heyrnatól þar sem hann hafði týnt sínum gömlu heyrnatólum. Hann týndi þeim síðan þremur vikum seinna. Ég gaf honum svo gömlu mín með snúru - þau hafa ekki enn týnst. Maðurinn minn er: Vel gefinn, fróðleiksfús, fyndinn, vill öllum vel, blíður, hrikalega utan við sig, örlítið fljótfær en einstaklega myndarlegur. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Þær eru svo margar. En ætli fyrsta nóttin sem við gistum saman toppi ekki flest. Sú nótt var eins órómantísk og hugsast getur og er ég reglulega minnt á það í matarboðum með vinum að kvöldið sem Arnar hafði beðið svo lengi eftir hafi verið í algjörri andstæðu við það sem hann hafði séð fyrir sér og vaknaði ég með skúringafötu mér við hlið. Rómantískasti staður á landinu: Hvar sem er þar sem við getum bara verið í núinu, helst þar sem síminn og tölvan eru fjarri - nema kannski til að kveikja á tónlist. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Keyrum út fyrir borgarmörkin, hlustum á góða tónlist í bílnum, förum í sund og borðum góðan mat. Við höfum líka verið dugleg að kíkja á kaffihús- það þarf ekki alltaf að vera flugeldasýning. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hinu megin við brúnna. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Góðhjartaður, metnaðargjarn og sjarmerandi. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Að njóta lífsins saman og með börnunum okkar, fjölskyldu og vinum. Vonandi í aðeins minni hasar dagsdaglega og lægra vaxtastigi en nóg af ævintýrum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að hlægja saman. Ást er ... ákvörðun sem þið takið saman og vinnið í daglega. En ást er líka að hlakka alltaf til að sjá eða heyra í makanum, þó þið séuð að eiga „off“ dag.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ „Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst. 12. júní 2024 07:00 Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman. 23. maí 2024 09:00 Mest lesið Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Sjá meira
„Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ „Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst. 12. júní 2024 07:00
Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman. 23. maí 2024 09:00