„Mér finnst óléttir líkamar það fallegasta sem ég sé“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 31. október 2023 10:48 Sylvía og Emil eiga von á sínu þriðja barni eftir nokkrar vikur. Aðsend Hin lífsglaða ofurkona Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson unnusti hennar eiga von á sínu þriðja barni á næstu vikum. Fyrir eiga þau tvo drengi, Sæmund og Hólmbert. Samhliða móðurhlutverkinu er Sylvía annar hlaðvarpsstjórnandi Normsins, athafnakona með meiru og áhrifavaldur. Sylvía segir það mikil forréttindi að finna fyrir barninu í kúlunni sem og að fá að bera þá ábyrgð að búa til barn.„Mér finnst því líka fylgja mikil pressa. En ég elska að finna fyrir hreyfingum og hreinlega vorkenni karlmönnum að fá ekki að upplifa þetta,“ segir Sylvía. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Hún var óraunveruleg til að byrja með. Nú á ég von á mínu þriðja barni og það kemur alltaf upp þessi óraunveruleika tilfinning. Ég er oft ekki alveg að gera mér grein fyrir þessu en er þó með það á heilanum. Ég verð ólétt á 4 til 5 ára fresti og finnst ég þess vegna upplifa ferlið á mismunandi hátt. Bæði vegna mismunandi aðstæðna og ég búin að breytast og vaxa mikið með hverju barni. Ég fer í ákveðið þakklætiskast reglulega og finnst ég heppin að eiga tvö heilbrigð börn og eigi nú von á því þriðja. Mér finnst ég alltaf gera mér meira grein fyrir því með hverri meðgöngunni hvað þetta er stórkostlegt kraftaverk og alls ekki sjálfsagt. Þegar ég varð ólétt af fyrsta barninu mínu var ég frekar hrædd en mjög glöð. Ég einfaldlega vissi ekki hvað ég var búin að koma mér út í, hvernig ég ætlaði að tækla þetta nýja hlutverk sem ég vissi svo lítið um. Síðan að setja mig inn í þetta allt, þar sem það er svo margt sem maður þarf að vita. Með seinni tvö börnin hef ég upplifað mikla gleði þar sem ég var búin að fá að upplifa að eiga eitt kraftaverk. Mér fannst magnað að fá að upplifa það aftur og það hvernig börn hafa varanleg breytandi áhrif á mann til hins betra. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar eru mjög erfiðar fyrir mig og láta mig efast um hverja einustu frumeind inni í mér.Ég verð mjög lasin og fæ mjög líklega hyper gravitarum þar sem ég verð stanslaust lasin og með uppköst allan daginn, stundum á nóttunni líka. Ég verð því rúmliggjandi og get voðalega lítið fótað mig sem tekur svakalega á andlegu hliðina að vita að í hvert skipti sem ég vakna á ég von að því að upplifa ælupest allan daginn. Ég var orðin frekar bitur á að hlusta á ráðin frá öllum á þessari meðgöngu. Að borða litla skammta reglulega, nota engifer, ógleðibönd, ógleði brjóstsykur, meira steinefni og allt sem er í boði, það virkar bara ekki. Ég fékk sjóveikislyf sem slógu lítið sem ekkert á. Hver meðganga er mismunandi og skiljanlega tengja ekki margar við þessa svæsnu ógleði. Maður verður þreyttur á að ekkert virki sama hvað maður reynir og það þurfi í raunni bara að harka af sér. Svo er þetta tími sem maður er ekki tilkynna neinum og bara veikur í laumi að bíða þetta af sér. Það hefur verið mismunandi hvenær þetta byrjar og hættir, virðist líða hjá í kringum 13.-14. viku. Þá líður mér alltaf svakalega vel. En ég tek að ofan fyrir konum sem að þurfa að eiga við þetta alla meðgönguna. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég var búin að heyra það frá mörgum konum sem höfðu gengið í gegnum meðgöngu að þetta gæti reynst erfitt. Ég upplifði breytingarnar ekki slæmar en fann það meira eftir að ég var búin að eiga hvað líkaminn var breyttur. Ég hef samt aldrei elskað líkamann minn jafn mikið og eftir meðgöngurnar, fann bara hvað hann er kröftugur og hvað hann getur gert stórkostlega hluti. Ég hugsaði líka alltaf að ég ætlaði að læra að elska mig svona í þessu breytta ástandi svo ég kunni að meta það þegar líkaminn er orðinn sterkari og nær fyrra formi. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég hef átt tvær aðrar meðgöngur fyrir utan þessa sem ég er að ganga í gegnum núna og í bæði skiptin er mikið um verkfall sem ég fann vissulega aðeins fyrir og margt sem að hefði mátt betur fara. Ég fékk þó líka að sjá hvað heilbrigðiskerfið er fullt af góðum perlum sem vinna frá hjartanu og hvað við erum rík af góðu fólki. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga og styðja betur við heilbrigðisstéttina. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég hef haft orð á því hvað ég elska mataræði á meðgöngu og hvað mér finnst gaman að næra mig. Mér finnst tilgangurinn stærri og meiri. Mér finnst svo falleg hugleiðsla að vita að ég er ekki bara að næra líkama minn svo hann sé betur í stakk búinn til þess að búa til barn heldur er ég líka að næra litla barnið mitt og veita því það besta. Ég borða yfirleitt mjög hollt og passa að næra mig vel. Ég hugsa mikið um að borða holla fitu, gott prótein og almennt frekar hreina fæðu. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Það sem að mér finnst kannski það erfiðasta er það sem að ég ræddi hérna fyrir ofan, morgunógleðin. Eftir það líður mér almennt betur. Mér finnst lokaspretturinn ákveðið krefjandi líka þegar líkaminn er orðinn verulega þungur á sér og maður fer að sofa verr. Þá finnst mér algjör lúxus að eiga bað. Ef ég eyði svo í eitthvað á meðgöngunni þá er það meðgöngunudd til að gera þetta tímabil bærilegra. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Hvað mér finnst mikil forréttindi að fá að finna fyrir barninu inn í mér og bera ábyrgð á því að búa það til. Það fylgir því líka mikil pressa finnst mér. Ég elska að finna fyrir hreyfingum og hreinlega vorkenni mönnum að fá ekki að upplifa það. Mér finnst líka óléttir líkamar það fallegasta sem ég sé og elska að skarta bumbu, ég viðurkenni samt alveg að það koma dagar þegar hún er farin að verða ansi stór að ég hlakka líka til að þurfa ekki að bera þyngslin. Varstu í mömmuklúbb? Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Ég hef verið í mömmuhóp og fann hvað mér fannst það skipta miklu máli, sérstaklega þegar ég var að gera þetta í fyrsta skiptið. Mjög margar vinkonur mínar eru að eiga á svipuðum tíma og ég núna og finnst því afar dýrmætt að upplifa þetta með góðum vinkonum. Fengu þið að vita kynið? Við erum búin að vita kynið á öllum þremur meðgöngunum. En ég er svo svakalega forvitin að ég held ég gæti ekki prófað að gera það öðruvísi. Tek að ofan fyrir fólki sem að kíkir ekki, finnst það svo aðdáunarvert! Synir Sylvíu og Emma, Sæmundur og Hólmbert. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég fór á fyrstu meðgöngunni minni á fæðinganámskeið, meðgöngujóga og lærði öndun. Fyrsta fæðingin mín gekk samt í tvo daga og var komin í hættuástand undir lokin. Mér var ráðlagt af fæðingarlækni að gera þetta ekki aftur og fór þess vegna í keisara með seinni strákinn minn og kem líklega til með að gera það aftur núna. Það sem mér finnst mikilvægt þrátt fyrir tvær mismunandi reynslur er að nota öndunaræfingar. Ég var með slökunartónlist í bæði skiptin og reyni að gera allt til að halda ró og finna fyrir yfirvegun. Mér finnst ég aldrei eins mikil stríðshetja og þegar ég fæði börnin mín, þetta er svo valdeflandi reynsla og þykir mér mjög vænt um að fá að gera þetta. Hvernig gekk fæðingin? Eins og ég kom inn á hér að ofan þá átti ég frekar hættulega fæðingu með fyrsta strákinn minn og við komum ekkert sérstaklega vel út úr því. Við vorum bæði frekar illa farin og fengum þess vegna ekki þessa drauma byrjun sem að flestir tala um. Mér þykir samt alltaf jafn vænt um þessa reynslu og upplifði ákveðinn kraft innra með mér í þeirri fæðingu sem að gerði mig sterkari. Í seinna skiptið var ég send í keisara og sú upplifun var eins og draumur eins mikið og mér kveið fyrir því. Vissi ekki hvernig það allt saman yrði. En seinni strákurinn minn kom mjög fallega inn í þennan heim á frekar einfaldan hátt. Sársaukalaust og við fengum betri byrjun á ferlinu okkar saman sem mér þykir alltaf svo vænt um. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Sama klisjan og margir segja en sem að er svo sönn. Ég fæ sömu setninguna upp í hugann í bæði skiptin: „Ég myndi deyja fyrir þig og við erum saman í liði að eilífu.” Þetta er eins hrátt og fallegt og það gerist. Ástin er svo yfirþyrmandi og verndunartilfinningin svo mikil. Mér finnst svo ótrúlegt að finna svona sterkt fyrir þessari ást að stundum varð mér hreinlega illt í hjartanu yfir því hvað þetta voru stórar tilfinningar. Ég vil meina að mæðraástin sé yfirnáttúrleg og mér finnst ekkert fallegra en að sjá hana. Ég hef líka verið partur af tveimur fæðingum hjá vinkonu minni og finnst þetta stórkostlega fallegt. Það á enginn roð í mömmuástina, hún er það sterkasta. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég er mjög oft að fá spurningar um að ég eigi von á þriðja stráknum mínum og hvernig mér finnist það. Ég er komin með asnalega staðlað svar: „Ég er að vinna með sérhæfinguna og er að framleiða frábæra karlmenn.” Ég fæ líka oft spurningar hvernig ertu og hvernig líður þér sem að mér finnst alltaf fallegt, þegar fólki er umhugað um líðan manns. Hvernig er tilfinningin að fara í gegnum þetta ferli í þriðja sinn? Ég geri mér meira grein fyrir því núna að það er raunverulegt barn inn í mér sem að verður liðsfélagi minn að eilífu. Ég átti erfitt með að hugsa það þegar ég hafði ekki upplifað þetta áður. Fannst smá áfall í fyrstu fæðingunni að það væri raunverulegt barn að koma þarna út. Ég er kannski líka meðvitaðari um að eftir fæðinguna tekur við ákveðið tímabil sem að er stjórnlaust. Maður veit ekkert hvernig barni maður á von á, hvort það verði óvært eða að því líða vel. Ég er með smá stress fyrir brjóstagjöfinni þar sem ég fæ alltaf ógurlega mikil sár til að byrja, fannst það stundum alveg draga úr mér allan kraft. Heilt yfir er ég ótrúlega þakklát og spennt. Það eru algjör forréttindi að eiga heilbrigð börn. Ertu með aðrar áherslu í undirbúningi núna með þriðja? Ég er mikið rólegri í þetta skiptið og er ekki byrjuð á neinni hreiðurgerð þó svo að það sé aðeins um tveir mánuðir í drenginn. Mér finnst gott að leyfa strákunum mínum að vera partur af meðgöngunni og ferlinu í heild sinni. Svo er ég mikið duglegri í að hvíla mig og er eiginlega komin upp í rúm öll kvöld klukkan átta. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Ég á tvær gjörlíkar reynslur. Eins og ég sagði var fyrri fæðingin mjög erfið og við áttum ekki nægilega góða byrjun saman. Ég man lítið eftir fyrsta hálfa árinu og á oft erfitt með að hugsa út í það þrátt fyrir að hafa unnið með reynsluna með fagaðilum. Í seinna skiptið fékk ég ótrúlega yfirvegaða og rólega byrjun sem skilaði sér meira í þessu bleika skýi sem að allir tala um. Mér þykir vænt um báðar reynslurnar og lærði helling á sjálfa mig í bæði skiptin. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér fannst pressan svakaleg þegar ég var með fyrsta barn, kannski meira því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Að líða eins og ég þyrfti að eiga allt áður en barnið myndi koma, eins og allt myndi bara stoppa og loka þegar barnið mætir á svæðið. Í þetta skiptið er ég mikið rólegri og finnst eiginlega allar vörur tilgangslausar. Ég vanda valið og kaupi það sem að mér finnst nauðsynlegt og ég veit að mun veita okkur meiri þægindi. Móðurmál Barnalán Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sylvía segir það mikil forréttindi að finna fyrir barninu í kúlunni sem og að fá að bera þá ábyrgð að búa til barn.„Mér finnst því líka fylgja mikil pressa. En ég elska að finna fyrir hreyfingum og hreinlega vorkenni karlmönnum að fá ekki að upplifa þetta,“ segir Sylvía. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Hún var óraunveruleg til að byrja með. Nú á ég von á mínu þriðja barni og það kemur alltaf upp þessi óraunveruleika tilfinning. Ég er oft ekki alveg að gera mér grein fyrir þessu en er þó með það á heilanum. Ég verð ólétt á 4 til 5 ára fresti og finnst ég þess vegna upplifa ferlið á mismunandi hátt. Bæði vegna mismunandi aðstæðna og ég búin að breytast og vaxa mikið með hverju barni. Ég fer í ákveðið þakklætiskast reglulega og finnst ég heppin að eiga tvö heilbrigð börn og eigi nú von á því þriðja. Mér finnst ég alltaf gera mér meira grein fyrir því með hverri meðgöngunni hvað þetta er stórkostlegt kraftaverk og alls ekki sjálfsagt. Þegar ég varð ólétt af fyrsta barninu mínu var ég frekar hrædd en mjög glöð. Ég einfaldlega vissi ekki hvað ég var búin að koma mér út í, hvernig ég ætlaði að tækla þetta nýja hlutverk sem ég vissi svo lítið um. Síðan að setja mig inn í þetta allt, þar sem það er svo margt sem maður þarf að vita. Með seinni tvö börnin hef ég upplifað mikla gleði þar sem ég var búin að fá að upplifa að eiga eitt kraftaverk. Mér fannst magnað að fá að upplifa það aftur og það hvernig börn hafa varanleg breytandi áhrif á mann til hins betra. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar eru mjög erfiðar fyrir mig og láta mig efast um hverja einustu frumeind inni í mér.Ég verð mjög lasin og fæ mjög líklega hyper gravitarum þar sem ég verð stanslaust lasin og með uppköst allan daginn, stundum á nóttunni líka. Ég verð því rúmliggjandi og get voðalega lítið fótað mig sem tekur svakalega á andlegu hliðina að vita að í hvert skipti sem ég vakna á ég von að því að upplifa ælupest allan daginn. Ég var orðin frekar bitur á að hlusta á ráðin frá öllum á þessari meðgöngu. Að borða litla skammta reglulega, nota engifer, ógleðibönd, ógleði brjóstsykur, meira steinefni og allt sem er í boði, það virkar bara ekki. Ég fékk sjóveikislyf sem slógu lítið sem ekkert á. Hver meðganga er mismunandi og skiljanlega tengja ekki margar við þessa svæsnu ógleði. Maður verður þreyttur á að ekkert virki sama hvað maður reynir og það þurfi í raunni bara að harka af sér. Svo er þetta tími sem maður er ekki tilkynna neinum og bara veikur í laumi að bíða þetta af sér. Það hefur verið mismunandi hvenær þetta byrjar og hættir, virðist líða hjá í kringum 13.-14. viku. Þá líður mér alltaf svakalega vel. En ég tek að ofan fyrir konum sem að þurfa að eiga við þetta alla meðgönguna. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég var búin að heyra það frá mörgum konum sem höfðu gengið í gegnum meðgöngu að þetta gæti reynst erfitt. Ég upplifði breytingarnar ekki slæmar en fann það meira eftir að ég var búin að eiga hvað líkaminn var breyttur. Ég hef samt aldrei elskað líkamann minn jafn mikið og eftir meðgöngurnar, fann bara hvað hann er kröftugur og hvað hann getur gert stórkostlega hluti. Ég hugsaði líka alltaf að ég ætlaði að læra að elska mig svona í þessu breytta ástandi svo ég kunni að meta það þegar líkaminn er orðinn sterkari og nær fyrra formi. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég hef átt tvær aðrar meðgöngur fyrir utan þessa sem ég er að ganga í gegnum núna og í bæði skiptin er mikið um verkfall sem ég fann vissulega aðeins fyrir og margt sem að hefði mátt betur fara. Ég fékk þó líka að sjá hvað heilbrigðiskerfið er fullt af góðum perlum sem vinna frá hjartanu og hvað við erum rík af góðu fólki. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga og styðja betur við heilbrigðisstéttina. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég hef haft orð á því hvað ég elska mataræði á meðgöngu og hvað mér finnst gaman að næra mig. Mér finnst tilgangurinn stærri og meiri. Mér finnst svo falleg hugleiðsla að vita að ég er ekki bara að næra líkama minn svo hann sé betur í stakk búinn til þess að búa til barn heldur er ég líka að næra litla barnið mitt og veita því það besta. Ég borða yfirleitt mjög hollt og passa að næra mig vel. Ég hugsa mikið um að borða holla fitu, gott prótein og almennt frekar hreina fæðu. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Það sem að mér finnst kannski það erfiðasta er það sem að ég ræddi hérna fyrir ofan, morgunógleðin. Eftir það líður mér almennt betur. Mér finnst lokaspretturinn ákveðið krefjandi líka þegar líkaminn er orðinn verulega þungur á sér og maður fer að sofa verr. Þá finnst mér algjör lúxus að eiga bað. Ef ég eyði svo í eitthvað á meðgöngunni þá er það meðgöngunudd til að gera þetta tímabil bærilegra. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Hvað mér finnst mikil forréttindi að fá að finna fyrir barninu inn í mér og bera ábyrgð á því að búa það til. Það fylgir því líka mikil pressa finnst mér. Ég elska að finna fyrir hreyfingum og hreinlega vorkenni mönnum að fá ekki að upplifa það. Mér finnst líka óléttir líkamar það fallegasta sem ég sé og elska að skarta bumbu, ég viðurkenni samt alveg að það koma dagar þegar hún er farin að verða ansi stór að ég hlakka líka til að þurfa ekki að bera þyngslin. Varstu í mömmuklúbb? Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Ég hef verið í mömmuhóp og fann hvað mér fannst það skipta miklu máli, sérstaklega þegar ég var að gera þetta í fyrsta skiptið. Mjög margar vinkonur mínar eru að eiga á svipuðum tíma og ég núna og finnst því afar dýrmætt að upplifa þetta með góðum vinkonum. Fengu þið að vita kynið? Við erum búin að vita kynið á öllum þremur meðgöngunum. En ég er svo svakalega forvitin að ég held ég gæti ekki prófað að gera það öðruvísi. Tek að ofan fyrir fólki sem að kíkir ekki, finnst það svo aðdáunarvert! Synir Sylvíu og Emma, Sæmundur og Hólmbert. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég fór á fyrstu meðgöngunni minni á fæðinganámskeið, meðgöngujóga og lærði öndun. Fyrsta fæðingin mín gekk samt í tvo daga og var komin í hættuástand undir lokin. Mér var ráðlagt af fæðingarlækni að gera þetta ekki aftur og fór þess vegna í keisara með seinni strákinn minn og kem líklega til með að gera það aftur núna. Það sem mér finnst mikilvægt þrátt fyrir tvær mismunandi reynslur er að nota öndunaræfingar. Ég var með slökunartónlist í bæði skiptin og reyni að gera allt til að halda ró og finna fyrir yfirvegun. Mér finnst ég aldrei eins mikil stríðshetja og þegar ég fæði börnin mín, þetta er svo valdeflandi reynsla og þykir mér mjög vænt um að fá að gera þetta. Hvernig gekk fæðingin? Eins og ég kom inn á hér að ofan þá átti ég frekar hættulega fæðingu með fyrsta strákinn minn og við komum ekkert sérstaklega vel út úr því. Við vorum bæði frekar illa farin og fengum þess vegna ekki þessa drauma byrjun sem að flestir tala um. Mér þykir samt alltaf jafn vænt um þessa reynslu og upplifði ákveðinn kraft innra með mér í þeirri fæðingu sem að gerði mig sterkari. Í seinna skiptið var ég send í keisara og sú upplifun var eins og draumur eins mikið og mér kveið fyrir því. Vissi ekki hvernig það allt saman yrði. En seinni strákurinn minn kom mjög fallega inn í þennan heim á frekar einfaldan hátt. Sársaukalaust og við fengum betri byrjun á ferlinu okkar saman sem mér þykir alltaf svo vænt um. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Sama klisjan og margir segja en sem að er svo sönn. Ég fæ sömu setninguna upp í hugann í bæði skiptin: „Ég myndi deyja fyrir þig og við erum saman í liði að eilífu.” Þetta er eins hrátt og fallegt og það gerist. Ástin er svo yfirþyrmandi og verndunartilfinningin svo mikil. Mér finnst svo ótrúlegt að finna svona sterkt fyrir þessari ást að stundum varð mér hreinlega illt í hjartanu yfir því hvað þetta voru stórar tilfinningar. Ég vil meina að mæðraástin sé yfirnáttúrleg og mér finnst ekkert fallegra en að sjá hana. Ég hef líka verið partur af tveimur fæðingum hjá vinkonu minni og finnst þetta stórkostlega fallegt. Það á enginn roð í mömmuástina, hún er það sterkasta. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég er mjög oft að fá spurningar um að ég eigi von á þriðja stráknum mínum og hvernig mér finnist það. Ég er komin með asnalega staðlað svar: „Ég er að vinna með sérhæfinguna og er að framleiða frábæra karlmenn.” Ég fæ líka oft spurningar hvernig ertu og hvernig líður þér sem að mér finnst alltaf fallegt, þegar fólki er umhugað um líðan manns. Hvernig er tilfinningin að fara í gegnum þetta ferli í þriðja sinn? Ég geri mér meira grein fyrir því núna að það er raunverulegt barn inn í mér sem að verður liðsfélagi minn að eilífu. Ég átti erfitt með að hugsa það þegar ég hafði ekki upplifað þetta áður. Fannst smá áfall í fyrstu fæðingunni að það væri raunverulegt barn að koma þarna út. Ég er kannski líka meðvitaðari um að eftir fæðinguna tekur við ákveðið tímabil sem að er stjórnlaust. Maður veit ekkert hvernig barni maður á von á, hvort það verði óvært eða að því líða vel. Ég er með smá stress fyrir brjóstagjöfinni þar sem ég fæ alltaf ógurlega mikil sár til að byrja, fannst það stundum alveg draga úr mér allan kraft. Heilt yfir er ég ótrúlega þakklát og spennt. Það eru algjör forréttindi að eiga heilbrigð börn. Ertu með aðrar áherslu í undirbúningi núna með þriðja? Ég er mikið rólegri í þetta skiptið og er ekki byrjuð á neinni hreiðurgerð þó svo að það sé aðeins um tveir mánuðir í drenginn. Mér finnst gott að leyfa strákunum mínum að vera partur af meðgöngunni og ferlinu í heild sinni. Svo er ég mikið duglegri í að hvíla mig og er eiginlega komin upp í rúm öll kvöld klukkan átta. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Ég á tvær gjörlíkar reynslur. Eins og ég sagði var fyrri fæðingin mjög erfið og við áttum ekki nægilega góða byrjun saman. Ég man lítið eftir fyrsta hálfa árinu og á oft erfitt með að hugsa út í það þrátt fyrir að hafa unnið með reynsluna með fagaðilum. Í seinna skiptið fékk ég ótrúlega yfirvegaða og rólega byrjun sem skilaði sér meira í þessu bleika skýi sem að allir tala um. Mér þykir vænt um báðar reynslurnar og lærði helling á sjálfa mig í bæði skiptin. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér fannst pressan svakaleg þegar ég var með fyrsta barn, kannski meira því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Að líða eins og ég þyrfti að eiga allt áður en barnið myndi koma, eins og allt myndi bara stoppa og loka þegar barnið mætir á svæðið. Í þetta skiptið er ég mikið rólegri og finnst eiginlega allar vörur tilgangslausar. Ég vanda valið og kaupi það sem að mér finnst nauðsynlegt og ég veit að mun veita okkur meiri þægindi.
Móðurmál Barnalán Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira