Lífið

Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn

Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög.

Lífið

„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“

Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni.

Menning

Hróarskelda loksins haldin

Danska tónlistarhátíðin Hróarskelda fer fram dagana 25. júní til 2. júlí í fyrsta skipti síðan 2019. Einnig er verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli hátíðarinnar sem átti þó í raun að vera fagnað í fyrra en Hróarskelda fór fram í fyrsta skipti árið 1971. 

Lífið

Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 

Lífið

Fyrsta úthlutun Elsusjóðs

Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu.

Lífið

Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn

Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda.

Leikjavísir

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Lífið

Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár

Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Bíó og sjónvarp

Kristín Sif og Stefán Jak yfir sig ást­fangin

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jak­obs­son, söngv­ari í Dimmu eru nýtt par en parið birti myndir af sér á Instagram í dag þar sem má sjá þau njóta lífsins saman í Berlín.

Lífið

Travis Barker með brisbólgu

Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu.

Lífið

„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“

Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 

Lífið

Gaman að kyssa vinkonu sína

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Rauð­víns­soðnir lambaskankar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og kemur inn vikulega.

Matur