Varð vinsælasti söngvari í sögu Spánar í stað þess að verða atvinnumaður í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. september 2023 14:01 Afmælisbarn dagsins, Julio Iglesias, fyrir sléttum 40 árum. Tímaritið Forbes segir hann vera einn auðugasta tónlistarmann veraldar, en eignir hans eru metnar á 800 milljónir evra, andvirði 115 milljarða íslenskra króna. Bertrand LAFORET/Getty Images Spænski hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a> Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a>
Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira