Lífið

Bein útsending: Miss Universe Iceland

Hægt er að fylgjast með Miss Universe Iceland keppninni í beinni útsendingu hér og á Stöð 2 Vísi. Í kvöld kemur í ljós hvaða stúlka hlýtur titilinn í ár og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe 2022. 

Lífið

MUI verður í beinni á Vísi: „Þetta er algjör tilfinningabomba“

Miss Universe Iceland keppnin hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Manuela Ósk Harðardóttir, sem er framkvæmdarstjóri keppninnar, er afar spennt fyrir kvöldinu og segir undirbúninginn búinn að ganga eins og í sögu í samtali við Vísi.

Lífið

Ætlar að synda í myrkrinu

Rex Pistols hefur vakið athygli fyrir tónlist sína í grasrótarhreyfingum íslensks tónlistarlífs. Rex Beckett, manneskjan á bak við verkefnið, heldur sína síðustu tónleika næstkomandi föstudag en ætlar svo að loka dyrunum í bili og hefja nýjan kafla. Blaðamaður tók púlsinn á Rex.

Tónlist

Bubbi vissi fyrstur að von væri á barni

Leik- og söngkonan Rakel Björk Björnsdóttir og tónlistarmaðurinn Garðar Borgþórsson eru að bæta við sig nýju hlutverki sem foreldrar. Það var enginn annar en tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem vissi að barnið væri væntanlegt, jafnvel á undan foreldrunum sjálfum.

Lífið

Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig

„Það er ekki hægt að fara úr núll kynlöngun og í það að vilja byrja strax að stunda reglulegt kynlíf. Þú verður að finna þig, snerta þig og læra að upplifa þig sem kynveru áður en þú byrjar að vilja stunda kynlíf, “ segir Helga Snjólfsdóttir í viðtali við Makamál.

Makamál

Sandy er komin með nýjan Danny

Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme.

Lífið

Drottningarnar snúa aftur úr sumarfríi

Drottningarnar í Queens snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Þær munu verja fyrsta streymi vetrarins í að fara yfir hvað gerðist í sumar, hvaða leikir eru væntanlegir og eflaust rífast yfir co-op leik. 

Leikjavísir

Markéta Irglová sótti innblástur í Bridgerton

Tónlistarhjónin Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson gáfu á dögunum út plötuna LILA sem er þeirra önnur plata í fullri lengd saman. Hún er gefin út í samstarfi við Secretly Canadian og Overcoat Recordings en sjálf reka þau útgáfuna Masterkey Sounds.

Lífið

Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur.

Bíó og sjónvarp

Sprella með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld og sýna áhorfendum sínum hvers megnugir þeir eru. Það munu þeir gera í hinum vinsæla Fall Guys í kvöld.

Leikjavísir

Svala Björgvins skein skært í Tónleikaveislu Bylgjunnar

Svala Björgvins kom fram á Tónleikaveislu Bylgunnar á Menningarnótt. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff deildi sviðinu með henni og tóku þau meðal annars lagið Wiggle Wiggle song, sem Svala samdi á sínum tíma og Haffi söng í undankeppni Eurovision árið 2008.

Tónlist

Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda

Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir.

Lífið