Lífið Öll fjölskyldan sefur í sama rúminu Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist. Lífið 10.3.2024 07:01 Krakkatían: Skyndibitastaðir, Skólahreysti og Kung Fu Panda Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið. Lífið 10.3.2024 07:01 Norskir tvíburar flytja framlag Svíþjóðar Norsku tvíburarnir Marcus og Martinus sigruðu undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Unforgettable eða Ógleymanleg. Þeir flytja því framlag Svíþjóðar í Malmö í maí. Lífið 9.3.2024 21:56 „Ég er mjög stolt af því að vera íslensk“ „Ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar henni var veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hún hefur farið sigurför um heiminn undanfarið og fékk viðurkenninguna fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. Lífið 9.3.2024 21:34 Einar og Áslaug áttu fjölskyldustund með Laufeyju Þeir örfáu sem mættu ekki á tónleika Laufeyjar Línar í Hörpu í gær en áttu þó miða munu naga sig lengi í handabökin enda mál manna að um hafi verið að ræða einstaka kvöldstund. Lífið 9.3.2024 14:18 Hefur aldrei heyrt um meint líkindi og horfir ekki á formúluna Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi og formaður Starfsgreinasambands Íslands segist aldrei hafa heyrt um það að hann sé líkur Jos Verstappen, föður heimsmeistarans í Formúlu 1, Max Verstappen. Lífið 9.3.2024 14:01 Komu Svavari Erni á óvart í beinni Nokkrar af bestu söngkonum landsins mættu í stúdíó Bylgjunnar á Suðurlandsbraut og sungu til heiðurs Svavari Erni útvarpsmanni í Bakaríinu sem varð fimmtugur á dögunum. Lífið 9.3.2024 13:17 Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur. Lífið 9.3.2024 11:29 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Lífið 9.3.2024 10:17 Sunneva, Benedikt og nú Rómeó Sunneva Einarsdóttir, einn liðsmanna LXS-hópsins og samfélagsmiðlastjarna, frumsýndi nýjasta fjölskyldumeðliminn í gær. Um er að ræða hundinn Rómeó. Lífið 9.3.2024 10:00 Tárin runnu niður kinnar Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. Lífið 9.3.2024 09:19 Heilaþveginn af því að peningar byggju til hamingjuna Eyvindur Ágúst Runólfsson hafði lokið námi í lögfræði við Háskóla Íslands en fann á sér að hann var ekki á réttri hillu í lífinu. Röð atvika leiddi til þess að hann hóf störf sem aðstoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans og þar með var ekki aftur snúið. Í kjölfarið breytti Eyvindur algjörlega um kúrs, sagði skilið við lögfræðina og stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Lífið 9.3.2024 08:00 Fréttatía vikunnar: Veitingastaðir, eldgos og Eurovision Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 9.3.2024 07:00 Mynd um Megas frumsýnd Önnur heimildamynd ljósmyndarans Spessa, Afsakiði meðanað ég æli – heimildamynd um Megas, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 14. mars, á fimmtudaginn, og kvikmyndagerðarmaðurinn er frekar stressaður. Lífið 9.3.2024 07:00 Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Lífið 8.3.2024 18:36 Natalie Portman segir skilið við Millepied Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng. Lífið 8.3.2024 17:02 Stubbasólin eignast eigið barn Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi. Lífið 8.3.2024 14:16 Stórbrotin íbúð í Stokkhólmi Við Nybrogatan á Östermalm svæðinu í Stokkhólmi má finna glæsilega 143 fermetra íbúð. Það er eitthvað við sænsk heimili sem er meira heillandi en önnur. Loftlistar og rósettur, sjarmerandi litasamsetning og einstakur arkitektúr eru dæmi um það. Lífið 8.3.2024 13:56 Auddi lét Patta heyra það og Binni elskaði það Nú stendur yfir lokaþáttaröðin af Æði þar sem er fylgst með lífi þeirra Patreks Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee ásamt félögum þeirra. Lífið 8.3.2024 12:54 Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. Lífið 8.3.2024 11:40 „Ábyrgðin mikil“ Frost er komið á svið í Þjóðleikhúsinu og hitti Sindri Sindrason leikkonurnar Hildi Völu Baldursdóttur og Völu Kristínu Eiríksdóttur og leikstjórann Gísla Örn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 8.3.2024 11:00 Seiðandi Svala vekur athygli: „Vá æðislega fallega vaxin“ Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir birti seiðandi mynd af sér á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún pósar í agnarsmáum nærbuxum og hlýrabol. Lífið 8.3.2024 11:00 Girnilegar og litríkar salatskálar að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum. Lífið 8.3.2024 10:01 Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. Lífið 8.3.2024 09:25 Murdoch trúlofaður fyrrverandi tengdamóður Abramovitsj Bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur trúlofast hinni rússnesku Elenu Zhukova og stendur til að þau gangi í það heilaga í Kaliforníu í júní. Um verður að ræða fimmta hjónaband Murdoch. Lífið 8.3.2024 08:53 Skapari Dragon Ball látinn Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri. Lífið 8.3.2024 08:27 Fékk alla í vélinni til að syngja afmælissönginn til eiginkonunnar Andri Hrafn Agnarsson, flugstjóri hjá Play og fasteignasali hjá Domus Nova, vaknaði ekki við hlið eiginkonu sinnar Söru Petru á afmælisdaginn hennar síðastliðinn miðvikudag. Hann þurfti að fljúga farþegaflugvél frá Dublin til Íslands, en ákvað þrátt fyrir það að skila góðri afmæliskveðju til hennar. Lífið 8.3.2024 08:01 Rúrik þakkar Miley Cyrus fyrir kynnin Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason þakkar poppstjörnunni Miley Cyrus fyrir kynni þeirra. Lífið 7.3.2024 21:57 Heimsókn í kakókastala Helga Jean Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019. Lífið 7.3.2024 20:01 Stjanaði við sig með hálfrar milljón króna tösku á afmælinu Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona gerði vel við sig í tilefni af 33 ára afmæli sínu í gær. Hún fjárfesti í hálfrar milljón króna brúnni Louis Vuitton ferðatösku. Lífið 7.3.2024 14:31 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 334 ›
Öll fjölskyldan sefur í sama rúminu Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist. Lífið 10.3.2024 07:01
Krakkatían: Skyndibitastaðir, Skólahreysti og Kung Fu Panda Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið. Lífið 10.3.2024 07:01
Norskir tvíburar flytja framlag Svíþjóðar Norsku tvíburarnir Marcus og Martinus sigruðu undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Unforgettable eða Ógleymanleg. Þeir flytja því framlag Svíþjóðar í Malmö í maí. Lífið 9.3.2024 21:56
„Ég er mjög stolt af því að vera íslensk“ „Ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar henni var veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hún hefur farið sigurför um heiminn undanfarið og fékk viðurkenninguna fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. Lífið 9.3.2024 21:34
Einar og Áslaug áttu fjölskyldustund með Laufeyju Þeir örfáu sem mættu ekki á tónleika Laufeyjar Línar í Hörpu í gær en áttu þó miða munu naga sig lengi í handabökin enda mál manna að um hafi verið að ræða einstaka kvöldstund. Lífið 9.3.2024 14:18
Hefur aldrei heyrt um meint líkindi og horfir ekki á formúluna Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi og formaður Starfsgreinasambands Íslands segist aldrei hafa heyrt um það að hann sé líkur Jos Verstappen, föður heimsmeistarans í Formúlu 1, Max Verstappen. Lífið 9.3.2024 14:01
Komu Svavari Erni á óvart í beinni Nokkrar af bestu söngkonum landsins mættu í stúdíó Bylgjunnar á Suðurlandsbraut og sungu til heiðurs Svavari Erni útvarpsmanni í Bakaríinu sem varð fimmtugur á dögunum. Lífið 9.3.2024 13:17
Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur. Lífið 9.3.2024 11:29
Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Lífið 9.3.2024 10:17
Sunneva, Benedikt og nú Rómeó Sunneva Einarsdóttir, einn liðsmanna LXS-hópsins og samfélagsmiðlastjarna, frumsýndi nýjasta fjölskyldumeðliminn í gær. Um er að ræða hundinn Rómeó. Lífið 9.3.2024 10:00
Tárin runnu niður kinnar Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. Lífið 9.3.2024 09:19
Heilaþveginn af því að peningar byggju til hamingjuna Eyvindur Ágúst Runólfsson hafði lokið námi í lögfræði við Háskóla Íslands en fann á sér að hann var ekki á réttri hillu í lífinu. Röð atvika leiddi til þess að hann hóf störf sem aðstoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans og þar með var ekki aftur snúið. Í kjölfarið breytti Eyvindur algjörlega um kúrs, sagði skilið við lögfræðina og stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Lífið 9.3.2024 08:00
Fréttatía vikunnar: Veitingastaðir, eldgos og Eurovision Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 9.3.2024 07:00
Mynd um Megas frumsýnd Önnur heimildamynd ljósmyndarans Spessa, Afsakiði meðanað ég æli – heimildamynd um Megas, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 14. mars, á fimmtudaginn, og kvikmyndagerðarmaðurinn er frekar stressaður. Lífið 9.3.2024 07:00
Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Lífið 8.3.2024 18:36
Natalie Portman segir skilið við Millepied Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng. Lífið 8.3.2024 17:02
Stubbasólin eignast eigið barn Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi. Lífið 8.3.2024 14:16
Stórbrotin íbúð í Stokkhólmi Við Nybrogatan á Östermalm svæðinu í Stokkhólmi má finna glæsilega 143 fermetra íbúð. Það er eitthvað við sænsk heimili sem er meira heillandi en önnur. Loftlistar og rósettur, sjarmerandi litasamsetning og einstakur arkitektúr eru dæmi um það. Lífið 8.3.2024 13:56
Auddi lét Patta heyra það og Binni elskaði það Nú stendur yfir lokaþáttaröðin af Æði þar sem er fylgst með lífi þeirra Patreks Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee ásamt félögum þeirra. Lífið 8.3.2024 12:54
Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. Lífið 8.3.2024 11:40
„Ábyrgðin mikil“ Frost er komið á svið í Þjóðleikhúsinu og hitti Sindri Sindrason leikkonurnar Hildi Völu Baldursdóttur og Völu Kristínu Eiríksdóttur og leikstjórann Gísla Örn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 8.3.2024 11:00
Seiðandi Svala vekur athygli: „Vá æðislega fallega vaxin“ Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir birti seiðandi mynd af sér á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún pósar í agnarsmáum nærbuxum og hlýrabol. Lífið 8.3.2024 11:00
Girnilegar og litríkar salatskálar að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum. Lífið 8.3.2024 10:01
Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. Lífið 8.3.2024 09:25
Murdoch trúlofaður fyrrverandi tengdamóður Abramovitsj Bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur trúlofast hinni rússnesku Elenu Zhukova og stendur til að þau gangi í það heilaga í Kaliforníu í júní. Um verður að ræða fimmta hjónaband Murdoch. Lífið 8.3.2024 08:53
Skapari Dragon Ball látinn Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri. Lífið 8.3.2024 08:27
Fékk alla í vélinni til að syngja afmælissönginn til eiginkonunnar Andri Hrafn Agnarsson, flugstjóri hjá Play og fasteignasali hjá Domus Nova, vaknaði ekki við hlið eiginkonu sinnar Söru Petru á afmælisdaginn hennar síðastliðinn miðvikudag. Hann þurfti að fljúga farþegaflugvél frá Dublin til Íslands, en ákvað þrátt fyrir það að skila góðri afmæliskveðju til hennar. Lífið 8.3.2024 08:01
Rúrik þakkar Miley Cyrus fyrir kynnin Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason þakkar poppstjörnunni Miley Cyrus fyrir kynni þeirra. Lífið 7.3.2024 21:57
Heimsókn í kakókastala Helga Jean Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019. Lífið 7.3.2024 20:01
Stjanaði við sig með hálfrar milljón króna tösku á afmælinu Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona gerði vel við sig í tilefni af 33 ára afmæli sínu í gær. Hún fjárfesti í hálfrar milljón króna brúnni Louis Vuitton ferðatösku. Lífið 7.3.2024 14:31