Lífið

Að verða edrú breytti öllu

Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. 

Lífið

Dánar­or­sök Matthew Perry ljós

Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Lífið

Dansa til styrktar konum á Gasa

Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir ásamt hópi dansara stendur fyrir dansviðburðinum Hringrás x Gasa sem haldinn verður í Ásmundarsal klukkan 16:00 á morgun. 

Lífið

Folar fagna stór­af­mæli

Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki.

Lífið

Herra Hnetu­smjör og Sara Linneth trú­lofuð

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árna­son, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi.

Lífið

Toni setur ókláraða höll á Arnar­nesi á sölu

Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir.

Lífið

Siggi Þór og Sonja orðin for­eldrar

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, og unnusta hans Sonja Jónsdóttir vefhönnuður eignuðust dreng 14. nóvember síðastliðinn.

Lífið

„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flug­um­ferðar­stjórar, en allt að því“

Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 

Lífið

GDRN selur í­búðina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, þekkt sem GDRN, og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa sett fallega íbúð sína við Hraunbæ 196 til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 59,9 milljónir. 

Lífið

Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára af­mæli Gústa B

Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. 

Lífið

Elliði Snær og Sóldís Eva eignuðust stúlku

Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eignuðust frumburð sinn 5. desember síðastliðinn. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Helga Þóra og Brynjar í ClubDub slá sér upp

Helga Þóra Bjarnadóttir, MRingur og tískuáhugakona, og Brynjar Barkason meðlimur ClubDub, eru að stinga saman nefjum. Parið hefur sést víða saman undanfarnar vikur ásamt því að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Lífið

Blönk í bænum með uppblásið sófa­sett í stofunni

Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með.

Lífið

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Lífið

Eva Ruza fjórði sendi­herrann

Eva Ruza Miljevic er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna og tók hún formlega við hlutverkinu í dag. Fyrir í hópi sendiherra SOS voru Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason, og bætist Eva í þennan glæsilega hóp.

Lífið

Lekker listamannaíbúð í Vestubænum

Glæsileg og mikið endurnýjuð sérhæð við Víðimel 58 í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Eignin er um 139 fermetrar að stærð með sérinngangi og bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir. 

Lífið