„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:01 Unnur Birna var fjórða íslenska stúlkan til að sigra keppnina Ungfrú Heimur. Getty/China Photos „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005. Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira