Lífið

Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þættirnir eru byggðir á bókinni DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur.
Þættirnir eru byggðir á bókinni DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana.

Yfir 200 gestir mættu á viðburðinn, þar á meðal Yrsa sjálf, Ragnar Jónasson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson, auk leikara, leikstjóra og framleiðenda þáttanna. Tæplega sextíu manna tökulið og rúmlega fimmtíu leikarar komu að gerð þáttanna, sem voru teknir upp á tveimur mánuðum.

Í sögunni verður sex ára stúlka vitni að morði móður sinnar. Rannsóknarlögreglumaður og barnasálfræðingur taka höndum saman til að leysa málið og vernda unga vitnið fyrir yfirvofandi ógn morðingjans. 

Meðal gesta voru Mikael Kaaber, Vivian Ólafsdóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Reynir Lyngdal, Kolbeinn Arnbjörnsson og Kamilla Einarsdóttir.

Þorsteinn Bachmann og Reynir Lyngdal í góðum félagsskap.
Mikael Kaaber og Arnór Björnsson í góðum félagsskap.
Vivian Ólafsdóttir, Reynir Lyngdal og Þorsteinn Bachman.
Ingveldur María Hjartardóttir í góðum félagsskap.
Anna Gunndís ásamt flottum konum.
Þorvaldur Davið, María Björk Einarsdóttir og Hersir Ólafsson.
Bergur Ebbi í góðum gír.
Anna Gunndís í góðum félagsskap.
Kristján Sturla og félagar.
Kolbeinn Arnbjörnsson og Ísabel Dís Sheehan ásamt fríðu föruneyti.
Þóra Kartias, Kolbeinn og Hansa.
Flottir félagar.
Rún­ar Gísla­son, Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Ragn­ar Jónas­son.
Snorri Þórisson framleiðandi ávarpaði gesti.
Guðrún Ol­sen og Gauk­ur Úlfars­son.
Eg­ill Eðvarðsson og Krist­ín Jór­unn Hjart­ar­dótt­ir.
Heiðar Mar og Sara Hjördís.
María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans ávarpaði salinn í upphafi sýningar.
Kamilla Einarsdóttir með góðum vini.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.