Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 17:51 Jojo Siwa var í miklu uppnámi eftir niðrandi ummæli Mickey Rourke sem sagðist ætla að kjósa „lesbíuna“ strax út og að hún myndi hætta að vera hinsegin eftir vistina með honum. Getty Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni. Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni.
Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira