Lífið

Týnda prinsessan skoðaði eld­gosið

Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið.

Lífið

Geir í Ó­svör ó­vænt orðinn and­lit sardínu­fram­leiðanda

Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir.

Lífið

Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabba­meins

Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum.

Lífið

Bryan Adams myndar Pirellidagatalið 2022

Tónlistarmaðurinn Bryan Adams mun sjá Pirellidagatalinu fyrir árið 2022 fyrir ljósmyndum. Adams hefur verið ljósmyndari í rúman áratug og er þetta stærsta verkefnið hans hingað til

Lífið

Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn

„Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957.

Lífið

Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda

Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun.

Lífið

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju

Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Lífið

Virti tilmæli lögreglu að vettugi

Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku.

Lífið

Stjörnufans í lagi Hinsegin Austurlands

Páll Óskar, Svavar Pétur Aldísar- og Eysteinsson Häsler, Emilía Anna Óttarsdóttir, Heiðbjört Stefánsdóttir, Gyða Árnadóttir, Soffía Mjöll Thamdrup og Ragnhildur Elín Skúladóttir leiða saman krafta sína í laginu Við komum heim sem Hinsegin Austurland hefur gefið út í tilefni Hinsegin daga.

Lífið

Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti

Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Lífið