Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 12:29 Ása hefur rækilega slegið í gegn á sínum samfélagsmiðlum. Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Óhætt er að segja að fáir Íslendingar geti státað sig af jafn stórum fylgjendahópi og hún, en á Instagram er hún með yfir 700 þúsund fylgjendur og milljónir manna sjá efni frá hennar miðlum í hverjum mánuði. Við settumst niður með Ásu og fengum innsýn inn í það í hverju hennar starf felst. „Starfið mitt er alltaf að breytast og það er eitthvað sem ég elska við þetta starf. Hver einasti dagur getur litið mismunandi út. Ég sérhæfi mig í því að búa til efni, ljósmyndir og video efni og starfa eiginlega bara við samfélagsmiðla,“ segir Ása og heldur áfram. Ekki góð umræða í kringum áhrifavalda „Það er hægt að kalla mig áhrifavald. Mér finnst það ekki skemmtilegasta orðið í heimi og kannski hefur verið svona smá neikvæð umfjöllun tengd orðinu áhrifavaldur. En þetta er bara orðið starf og bara meira en það en ég er búin að stofna fyrirtæki í kringum það sem ég er að gera og það eru fullt af tækifærum í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Áhrifavaldar hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki, bæði fyrir það að hegða sér með glæfralegum hætti í íslenskri náttúru en einnig fyrir það að fylgja ekki reglum sem lúta að auglýsingum. Ása segir að bransinn hafi breyst mikið og nú sé hægt að afla sér tekna með vinnu á samfélagsmiðlum. „Ég er með fjóra í vinnu og þar á meðal eiginmann minn svo þetta er fullt starf hjá mér. Það væri aldrei hægt fyrir vöruskipti þannig að fyrirtæki borga að sjálfsögðu fyrir okkar vinnu.“ Byrjaði eftir bakpokaferðalag Ása segist velja vel hvaða fyrirtæki hún vinni með en að þau hjónin hafi fengið fjölmörg boð um samstarf. „Við höfum alveg fengið ýmsar spurningar sem geta verið mjög fyndnar eins og grasreykingar og við vorum ekki alveg til í það,“ segir Ása hlær. Ása hefur klárað nám í bæði verkfræði og tölvunarfræði en fyrir nokkrum árum síðan ákvað hún að segja upp starfi sínu og verða áhrifavaldur í fullu starfi. En hvar byrjaði þetta ævintýri? „Þetta byrjar svona því ég er með svo mikla ferðaþrá í mér. Eftir nám fer ég til Asíu og er á bakpokaferðalagi í meira en ár.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Hún hélt úti ferðabloggi á ferðalögum sínum um Asíu en eftir komuna heim aftur hélt hún áfram. „Og þá fer ég bara meira að mynda líf mitt hérna heima á Íslandi, íslenska náttúru og það vekur bara svona mikinn áhuga því þetta er akkúrat þegar heimurinn fer að taka meira eftir Íslandi.“ Myndbandið sem milljónir hafa séð Ása er feimin að eðlisfari en samt sem áður hafa tugir milljónir manna séð efni frá henni á samfélagsmiðlum. Ása, Leó maðurinn hennar og sonurinn Atlas eiga húsbíl og þau reyna að dvelja sem mest í honum. Á síðasta ári birti Ása myndband af syninum að róla sér í dyrum húsbílsins og myndbandið vakti heldur betur lukku. „Það var eitthvað sem við vorum ekki að búast við. Okkur vantaði stól þar sem hann gat borðað í húsbílnum okkar þannig að Leó tók IKEA stól og breytti honum í rólu því það er svo lítið pláss í húsbílnum okkar, hann getur líka rólað í honum. Þetta vakti svakalega mikla athygli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Ferðalög Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Óhætt er að segja að fáir Íslendingar geti státað sig af jafn stórum fylgjendahópi og hún, en á Instagram er hún með yfir 700 þúsund fylgjendur og milljónir manna sjá efni frá hennar miðlum í hverjum mánuði. Við settumst niður með Ásu og fengum innsýn inn í það í hverju hennar starf felst. „Starfið mitt er alltaf að breytast og það er eitthvað sem ég elska við þetta starf. Hver einasti dagur getur litið mismunandi út. Ég sérhæfi mig í því að búa til efni, ljósmyndir og video efni og starfa eiginlega bara við samfélagsmiðla,“ segir Ása og heldur áfram. Ekki góð umræða í kringum áhrifavalda „Það er hægt að kalla mig áhrifavald. Mér finnst það ekki skemmtilegasta orðið í heimi og kannski hefur verið svona smá neikvæð umfjöllun tengd orðinu áhrifavaldur. En þetta er bara orðið starf og bara meira en það en ég er búin að stofna fyrirtæki í kringum það sem ég er að gera og það eru fullt af tækifærum í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Áhrifavaldar hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki, bæði fyrir það að hegða sér með glæfralegum hætti í íslenskri náttúru en einnig fyrir það að fylgja ekki reglum sem lúta að auglýsingum. Ása segir að bransinn hafi breyst mikið og nú sé hægt að afla sér tekna með vinnu á samfélagsmiðlum. „Ég er með fjóra í vinnu og þar á meðal eiginmann minn svo þetta er fullt starf hjá mér. Það væri aldrei hægt fyrir vöruskipti þannig að fyrirtæki borga að sjálfsögðu fyrir okkar vinnu.“ Byrjaði eftir bakpokaferðalag Ása segist velja vel hvaða fyrirtæki hún vinni með en að þau hjónin hafi fengið fjölmörg boð um samstarf. „Við höfum alveg fengið ýmsar spurningar sem geta verið mjög fyndnar eins og grasreykingar og við vorum ekki alveg til í það,“ segir Ása hlær. Ása hefur klárað nám í bæði verkfræði og tölvunarfræði en fyrir nokkrum árum síðan ákvað hún að segja upp starfi sínu og verða áhrifavaldur í fullu starfi. En hvar byrjaði þetta ævintýri? „Þetta byrjar svona því ég er með svo mikla ferðaþrá í mér. Eftir nám fer ég til Asíu og er á bakpokaferðalagi í meira en ár.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Hún hélt úti ferðabloggi á ferðalögum sínum um Asíu en eftir komuna heim aftur hélt hún áfram. „Og þá fer ég bara meira að mynda líf mitt hérna heima á Íslandi, íslenska náttúru og það vekur bara svona mikinn áhuga því þetta er akkúrat þegar heimurinn fer að taka meira eftir Íslandi.“ Myndbandið sem milljónir hafa séð Ása er feimin að eðlisfari en samt sem áður hafa tugir milljónir manna séð efni frá henni á samfélagsmiðlum. Ása, Leó maðurinn hennar og sonurinn Atlas eiga húsbíl og þau reyna að dvelja sem mest í honum. Á síðasta ári birti Ása myndband af syninum að róla sér í dyrum húsbílsins og myndbandið vakti heldur betur lukku. „Það var eitthvað sem við vorum ekki að búast við. Okkur vantaði stól þar sem hann gat borðað í húsbílnum okkar þannig að Leó tók IKEA stól og breytti honum í rólu því það er svo lítið pláss í húsbílnum okkar, hann getur líka rólað í honum. Þetta vakti svakalega mikla athygli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Ferðalög Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira