Lífið

„Þú átt að fá borgað fyrir að búa hérna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóri DNA fór mikinn í Íslandi í dag í gær.
Dóri DNA fór mikinn í Íslandi í dag í gær. skjáskot

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir fréttir vikunnar eins og gert er öll fimmtudagskvöld.

Þau Kristín Ólafsdóttir og Sindri Sindrason fengu til sín þau Helgu Brögu Jónsdóttur og Dóra DNA og var að vonum hlegið mikið enda með eindæmum skemmtilegir viðmælendur.

Þar var til að mynda farið yfir kjarabaráttumálin enda hefur mikið farið fyrir þeim undanfarnar vikur.

„Ég er farinn að velta fyrir mér hvort þessi íslenska tilraun sé bara búin. Að við séum þjóð sem býr hér á einhverjum eldfjallakletti í norðurhafi. Það er farið að kosta svo mikið að vera Íslendingur. Fólk getur ekki lifað á laununum sínum, atvinnurekendur geta ekki borgað ekki borgað þessu laun eða önnur gjöld. Þetta virkar ekki,“ segir Dóri DNA og heldur áfram.

„Við þurfum að fara hugsa hvort að fólk fái ekki bara laun frá ríkinu óháð því hvort það sé í vinnu eða ekki. Hugsum þetta svona, þú átt að fá borgað fyrir að búa hérna, fyrir það að búa á þessu skeri. Eitthvað verðum við að gera. Annað hvort þurfum við að breyta allri keðjunni eða finna þetta alvöru ríka fólk hérna á Íslandi og segja, nú þurfum við að taka af ykkur peningana ykkar.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.