Lífið

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.

Lífið

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Lífið

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.

Lífið

Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast

Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð.

Lífið

Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum

Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum.

Lífið

Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjöl­far falls WOW air

Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi.

Lífið

Sonur Emm­sjé Gauta stal senunni og hljóð­nemanum

Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni.

Lífið

Bein útsending: Sagan þín er ekki búin

Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.

Lífið

Mættu of snemma á Bond og byrjuðu á endanum

Gestir á sexsýningu á James Bond myndinni No Time to Die í Háskólabíó í gær urðu þess varir þegar par á miðjum aldri gekk inn í salinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af myndinni og spennan að ná hámarki. Fljótlega kom í ljós að parið var á réttum stað en á röngum tíma.

Lífið

Ný tækni fyrir þunnt hár og skalla

Hárgreiðslukonan Sigríður Margrét Einarsdóttir fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og eftir að hafa við það misst allt hárið hefur hún ekki fengið aftur sitt þykka og fallega hár. Hún fór því að finna lausnir fyrir þá sem verða fyrir hármissi.

Lífið