Bjarki heldur ótrauður áfram eftir hrottalega lendingu Snorri Másson skrifar 10. mars 2023 09:00 Í Íslandi í dag var rætt við Bjarka Harðarson, BMX-kappa, sem hefur að undanförnu verið að gera garðinn frægan í Flórída. Í innslaginu hér að ofan má sjá tilraunir hans, heppnaðar og misheppnaðar, til að standast lykiláskorun á hátíð sem heitir Swampfest. Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka. Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka.
Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38