Lífið

Þurftu að borða tíu kíló af mat til að koma ferða­töskunni til Ís­lands

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Hópurinn vildi fyrir alla muni komast hjá því að greiða aukagjald fyrir farangurinn og því var bara eitt til ráða.
Hópurinn vildi fyrir alla muni komast hjá því að greiða aukagjald fyrir farangurinn og því var bara eitt til ráða. Tiktok

Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið mikla lukku á meðal netverja undanfarna daga en þar má sjá hóp spænskra ungmenna sem var á leið í flug til Íslands og þurftu að grípa til örþrifaráða við innritunarborðið á flugvellinum.

Ein úr hópnum, spænsk stúlka sem gengur undir nafninu Lucia Pallarado á TikTok birti myndskeiðið nú á dögunum. Fram kemur að hópurinn hafi verið á leið til Íslands, og þar sem þau vissu að verðlag væri hátt hér á landi þá hafi þau ákveðið að byrgja sig upp af nesti. Þau keyptu því 20 kílóa ferðatösku og fylltu hana af matvörum.

Þegar þau þurftu að tékka inn farangurinn kom hins vegar babb í bátinn, taskan var meira en 30 kíló. Nú voru góð ráð dýr. Hópurinn vildi fyrir alla muni komast hjá því að greiða aukagjald fyrir farangurinn. Og þá var bara eitt til ráða: borða hluta af matnum þannig að taskan yrði nógu létt.

Á myndskeiðinu má sjá ungmennin þar sem þau keppast við að sporðrenna 10 kílóum af mat á algjörum mettíma. Hátt í fimm hundruð þúsund manns hafa deilt myndskeiðinu er þetta er ritað og í athugasemdum undir færslunni. Þá hafa La Vanguardia og fleiri spænski miðlar einnig birt myndskeiðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.