Lífið

„Þetta virkar ekki alveg saman“

Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar.

Lífið

Endur­­heimti stolið hjól hálfu ári síðar þökk sé Hjóla­hvíslaranum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson, sem varð fyrir því óláni að rafmagnshjólinu hans var stolið fyrir um hálfu ári síðan, er afar þakklátur manninum sem komst á snoðir um staðsetningu hjólsins og kom því aftur í hendur eigandans, upp á eigin spýtur. Um er að ræða Bjartmar Leósson, sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt stolin hjól.

Lífið

Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni

Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið.

Lífið

Hálfgerð jafningjafræðsla fyrir feður

Feðrafræðsla verður haldin um helgina í aðdraganda Valentínusardagsins enda er ekkert rómantískara en að vera til staðar fyrir makann sinn eins og Árni Kristjánsson í hagsmunafélaginu Fyrstu fimm orðaði það. Félagið, ásamt Jógasetrinu, stendur fyrir fræðslunni Finndu þig í föðurhlutverkinu sem verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld.

Lífið

Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara

PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum.

Lífið

„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“

Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 

Lífið

Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt

Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.

Lífið

Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur

Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.”

Lífið

Berglind Festival selur risíbúðina

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, oft kölluð Berglind Festival, er að selja íbúðina sína á Njálsgötu. Íbúðin er ótrúlega litrík og þar setja skrautlegar flísar sterkan svip.

Lífið

Fallegt einbýli Margrétar og Ómars

Í síðasta þætti af Heimsókn bankaði Sindri upp á hjá Margréti Ýri Ingimarsdóttur sem býr í fallegu húsi í Garðabænum þar sem allt hefur verið tekið í gegn af innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen.

Lífið

Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“

„Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue.

Lífið

„Maður er sjálfur ákveðið vörumerki“

Hlynur M. Jónsson er fasteignamiðlari og áhrifavaldur sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir líflegar kynningar sínar á því lúxuslífi sem miðjarðarhafseyjan Kýpur býður upp á, en þar hefur Hlynur verið búsettur undanfarin ár þar sem hann hefur starfað sem alþjóðlegur sölufulltrúi fasteigna.

Lífið

Hafa úr­skurðað um or­sök dauða Bob Saget

Fjölskylda bandaríska grínistans Bob Saget hefur nú greint frá því hvað það var sem dró Saget til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Orlandi í Flórída í síðasta mánuði, 65 ára að aldri.

Lífið