Lífið

Al­dís Amah verður ný rödd Voda­fone

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur tekið við sem rödd Vodafone og mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum fyrirtækisins. Aldís tekur við hlutverkinu af leikaranum Vali Frey Einarssyni sem hefur lesið inn á auglýsingar fyrirtækisins síðustu ár.

Lífið

Diljá á lausu

Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, er orðin einhleyp. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Lífið

Sagði já og fékk 350 milljóna króna hring

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður heims, bað fjölmiðlakonuna Lauren Sánchez um að giftast sér á dögunum. Hún sagði já og fékk við það hring sem sagður er kosta tvær og hálfa milljónir dollara. Það samsvarar um 350 milljónum í íslenskum krónum.

Lífið

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Lífið

Tekur við kjuðunum í Foo Fig­hters

Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær.

Lífið

„Ég fór bara í „blackout““

Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas.

Lífið

„Nautið kom alltaf á fleygiferð“

Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma.

Lífið

Upp­á­halds­hlað­vörp ís­lenskra kvenna

Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar.

Lífið

Er sigurlag Eurovision stolið?

Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns.

Lífið

Hálf­ís­­lensk leik­­kona á upp­­­leið í Banda­­ríkjunum

Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson.

Lífið

„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“

Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. 

Lífið