Lífið

Keypti lóð Gylfa og Alexöndru á 225 milljónir

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Félag í eigu Alberts Þórs hefur fest kaup á lóð Gylfa og Alexöndru á Arnarnesinu.
Félag í eigu Alberts Þórs hefur fest kaup á lóð Gylfa og Alexöndru á Arnarnesinu. Vísir

Molly ehf., sem er í eigu Alberts Þórs Magnússonar eiganda Lindex, hefur fest kaup á lóð Gylfa Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Arnarnesinu í Garðarbæ. Kaupverð var 225 milljónir.

Viðskiptablaðið greindi frá þessu í kvöld.

Lóðin er 1400 fermetra lóð á sunnanverðu Arnarnesinu með útsýni yfir Arnarnesvoginn og Sjálandshverfið í Garðabænum. Lóðin er ein fárra á Arnarnesinu þar sem enn hefur ekki verið byggt, en glæsileg einbýlishús er að finna allt í kringum lóðina.

Hjónin festu kaup á lóðinni árið 2021 fyrir 140 milljónir króna. Lóðin var sett á sölu fyrir tæplega ári síðan, í júlí í fyrra.

Gylfi og Alexandra festu kaup á 530 fermetra tíu herbergja villu við Brúnás í Garðabæ, í október í fyrra. Mikið var fjallað um húsið þegar það fór á sölu í janúar 2023.

Lóðin séð úr suðri.Fasteignaljósmyndun
Horft í suður. Þar blasir við Sjálandshverfið.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.