Lífið

Júní­spá Siggu Kling: Mikil orka hjá Sporð­drekanum

Elsku Sporðdrekinn minn, ekki vildi ég vera sá sem myndi særa þig því þú gleymir engu. Þú getur svæft erfiðar tilfinningar en þær koma til þín aftur og aftur. Orkan þín er eins og Bermúda þríhyrningurinn, stundum hverfurðu á ólýsanlegan hátt út úr lífi manns og svo kemurðu aftur inn eins og ekkert hafi í skorist. En ávallt og alltaf mun þér verða fyrirgefið því þú hefur þannig áhrif á mann.

Lífið

Júní­spá Siggu Kling: Daga­munur á Voginni í ástinni

Elsku Vogin mín, það er svo sannarlega hægt að segja að þú finnir lausnir á öllum þeim verkefnum sem þú vilt sjá útkomu á. En líka er það þannig að ef það gerist ekki hratt, unnið vel að markmiði þínu og fólkið í kringum þig sjái ekki að það þurfi að drífa sig, þá er partýið ekki eins skemmtilegt.

Lífið

Júní­spá Siggu Kling - Meyjan lætur ekki glepjast af yfir­borðs­kenndri vit­leysu

Elsku Meyjan mín, eins og þú ert nú drífandi og ákveðin með flesta hluti, skapandi og lætur ekki glepjast af yfirborðskenndri vitleysu og hefur að öllu leyti sterk markmið í huga þínum, þá áttu það til að fyllast reiði út í þetta eða hitt, manneskjur og málefni. Þessi tilfinning og orka mun mæta þér í ýmis konar birtingarmyndum. Þess vegna er það aldurinn, eða þegar árin færast yfir þig, þá kemur þessi þroski að þurfa ekki alltaf að hafa rétt fyrir þér, því ef þú hefur ekkert gott að segja þá skaltu bara þegja.

Lífið

Júníspá Siggu Kling: Ljónið fær meira sjálfstæði

Elsku Ljónið mitt, þú ert akkúrat núna í byrjun júní að fara inn í níutíu daga tímabil sem gefur þér möguleika á að breyta lífi þínu á miklu betri veg en þú þorir að vona eða hugsa. Ef þú finnur vanlíðan í líkamanum, alveg sama hvað það er, eru það bein skilaboð um að þú þurfir að breyta ýmsu til þess að leiðrétta það. Þú hefur aflið og þú hefur kraftinn til þess að gera kraftaverk.

Lífið

Júní­spá Siggu Kling: Ofur­kraftur í þolin­mæði krabbans

Elsku Krabbinn minn, það er mikil endurnýjun á sjálfum þér, á gleðinni og almennt þeim krafti sem þú vilt hafa. Þú sættir þig líka meira við það sem þú getur ekki breytt og það er það mikilvægasta sem maður þarf að gera til þess að lifa lífinu. Þú sinnir líka því sem þú þarft að gera alveg upp á hundrað, þó að þú ímyndir þér að þú gætir gert miklu miklu meira.

Lífið

Júní­spá Siggu Kling: Ekki dauð stund í lífi tví­burans

Elsku Tvíburinn minn, það er vart hægt að segja að það sé dauður punktur í lífi þínu, þó allt sé ekki alltaf gaman, því þá væri það ekki skemmtilegt. Þú ert staddur í miðri hasarmynd og sveiflurnar í tilfinningum eru eins og hasardljósin. Þú leitar eftir spennu en þegar hún er til staðar þá leitarðu eftir friði og jafnvægi. Þess vegna finnst þér að þú sért stöðugt að leita að sjálfum þér eða einhverju sem sem getur breytt lífinu þínu.

Lífið

Ásdís Rán á OnlyFans

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð Ísdrottningin, hefur haslað sér völl á efnisveitunni OnlyFans. 

Lífið

Gómsætur fiskréttur að hætti Katrínar Tönju

Það leikur enginn vafi á næringargildi íslenskra sjávarafurða og að allt það sem okkur var kennt um ágæti þeirra á grunnskólaárunum stenst tímans tönn. En er fiskur vinsæll á meðal ungs fólks og hvernig má gera hann enn vinsælli?

Lífið

„Við erum að tapa geðheilsunni“

Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu.

Lífið

Núðlu­réttur sem leikur við bragð­laukana

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það taílenskur núðluréttur sem leikur við bragðlaukana.

Lífið

Al Pacino á von á barni

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans Noor Alfallah eiga von á barni. Hin 29 ára Alfallah er gengin átta mánuði á leið og er því von á erfingja á næstu vikum.

Lífið

Flutti austur á land vegna góða veðursins

Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag.

Lífið