Úrval einhleypra bænda á „Bænder“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 22:03 Einhleypir bændur tóku sig til og auglýstu eftir mökum í Bændablaði dagsins. Skjáskot/Bændablaðið Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder. „Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag. Tinder Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira
„Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag.
Tinder Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira