Körfubolti

„Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“

„Myndi líta á það eins og að vera kennari. Það hefur alltaf verið pælingin hjá mér. Hvernig get ég miðlað upplýsingum á sem bestan hátt til minna leikmanna,“ segir Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í Bónus-deild karla í körfubolta aðspurður hvað það er fyrir honum að vera þjálfari.

Körfubolti

Aðal­þjálfari Ítalíu var með haus­verk og horfði ekki á seinni hálf­leik

Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfari Ítalíu, var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleikinn gegn Íslandi í Laugardalshöll. Hann dró sig til hlés, áhyggjulaus líklega enda höfðu hans menn mikla yfirburði og 25-49 forystu eftir fyrri hálfleik. Ítalía fór svo með 71-95 sigur þrátt fyrir að spila án sinna sterkustu leikmanna, og seinni hálfleikinn án aðalþjálfara. 

Körfubolti

„Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“

„Við misstum stjórn á leiknum í öðrum leikhlutanum, þeir taka afgerandi forystu og gegn liði eins og Ítalíu er erfitt að snúa spilinu við. Við gerðum vel og héldum áfram að berjast, það kom eitt augnablik þar sem ég hélt að við værum að snúa leiknum okkur í vil, en það fór ekki svo,“ sagði Tryggvi Hlinason, miðherji íslenska landsliðsins, eftir 71-95 tap gegn Ítalíu í Laugardalshöll.

Körfubolti

„Sá sem lak þessu er skít­hæll“

Joel Embiid vandar þeim sem lak upplýsingum frá liðsfundi Philadelphia 76ers á mánudaginn ekki kveðjurnar. Á fundinum skammaði Tyrese Maxey, samherji Embiids, stórstjörnuna fyrir að mæta alltaf of seint.

Körfubolti

Gafst upp á að læra frönskuna

Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025.

Körfubolti

„Þurftu að þora að vera til“

Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld.

Körfubolti