Íslenski boltinn

„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“

Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri.

Íslenski boltinn

Dreymir um að dæma Evrópu- eða lands­leiki

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri.

Íslenski boltinn

Á­fall fyrir botn­lið Þróttar

Sierra Marie Lelli, leikmaður botnliðs Þróttar Reykjavíkur í Bestu deildar kvenna í fótbolta, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hún varð fyrir í æfingaleik gegn U-23 ára landsliði Íslands.

Íslenski boltinn

Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“

Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 

Íslenski boltinn

Upp­gjör: Kefla­vík - Valur 3-3 | Valur í undan­úr­slit eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Íslenski boltinn

„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“

John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum.

Íslenski boltinn